Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2019 19:00 Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. Johnson og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem þeir kynntu hinn nýja útgöngusamning. „Ég tel þetta afbragðsgóðan samning fyrir bæði Bretland og Evrópusambandið,“ sagði breski forsætisráðherrann. „Við erum komin með samning. Þessi samningur þýðir það að nú er ekki þörf á neinni frestun,“ sagði Juncker og bætti því við að samningurinn væri sanngjarn. Með honum væri tryggður nokkur stöðugleiki á þessum óvissutímum. En þótt Juncker sjái ekki þörf á frekari frestun útgöngu er ekki víst að breskir þingmenn séu sammála. Breska þingið þarf að samþykkja plaggið í síðasta lagi á laugardag ef Johnson á ekki að þurfa að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Hinn norðurírski Lýðræðislegi sambandsflokkur ætlar ekki að styðja samninginn og ekki Frjálslyndir Demókratar heldur. Íhaldsflokkur Johnsons hefur ekki meirihluta á þingi og þarf forsætisráðherrann því að treysta á að flokkurinn klofni ekki í afstöðu sinni til málsins, líkt og gerðist með samning Theresu May, og að einhverjir þingmenn Verkamannaflokksins greiði atkvæði með samningnum. „Við erum ósátt við samninginn og munum að öllu óbreyttu greiða atkvæði gegn honum, en við eigum auðvitað eftir að renna yfir öll smáatriðin,“ sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Evrópskir leiðtogar og þing þurfa einnig að taka afstöðu til samningsins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagðist vongóð á fundi leiðtogaráðs ESB í dag. „Ég þori ekki að tala fyrir aðra en ég tel að margir séu sammála mér um það að fyrst það tókst að ná samningi á síðustu stundu ættum við að styðja hann.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. Johnson og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem þeir kynntu hinn nýja útgöngusamning. „Ég tel þetta afbragðsgóðan samning fyrir bæði Bretland og Evrópusambandið,“ sagði breski forsætisráðherrann. „Við erum komin með samning. Þessi samningur þýðir það að nú er ekki þörf á neinni frestun,“ sagði Juncker og bætti því við að samningurinn væri sanngjarn. Með honum væri tryggður nokkur stöðugleiki á þessum óvissutímum. En þótt Juncker sjái ekki þörf á frekari frestun útgöngu er ekki víst að breskir þingmenn séu sammála. Breska þingið þarf að samþykkja plaggið í síðasta lagi á laugardag ef Johnson á ekki að þurfa að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Hinn norðurírski Lýðræðislegi sambandsflokkur ætlar ekki að styðja samninginn og ekki Frjálslyndir Demókratar heldur. Íhaldsflokkur Johnsons hefur ekki meirihluta á þingi og þarf forsætisráðherrann því að treysta á að flokkurinn klofni ekki í afstöðu sinni til málsins, líkt og gerðist með samning Theresu May, og að einhverjir þingmenn Verkamannaflokksins greiði atkvæði með samningnum. „Við erum ósátt við samninginn og munum að öllu óbreyttu greiða atkvæði gegn honum, en við eigum auðvitað eftir að renna yfir öll smáatriðin,“ sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Evrópskir leiðtogar og þing þurfa einnig að taka afstöðu til samningsins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagðist vongóð á fundi leiðtogaráðs ESB í dag. „Ég þori ekki að tala fyrir aðra en ég tel að margir séu sammála mér um það að fyrst það tókst að ná samningi á síðustu stundu ættum við að styðja hann.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira