Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grindavík 97-93 | Baráttusigur Hauka gegn Grindavík Benedikt Grétarsson skrifar 17. október 2019 22:15 Kári Jónsson mátti fagna vel í leikslok Vísir/Daníel Haukar eru enn ósigraðir í hinum nýja Ólafssal í Dominosdeild karla. Haukar tóku á móti Grindavík í þriðju umferð deildarinnar og unnu 97-93. Haukar hafa þar með unnið tvo leiki en Grindavík er enn án sigurs. Gerald Robinson var mjög góður í liði Hauka með 24 stig og 11 fráköst. Kári Jónsson skoraði 20 stig og Yngvi Freyr Óskarsson átti flotta innkomu með 10 stig. Dagur Kár Jónsson skoraði mest fyrir Grindavík, 22 stig og Sigtryggur Arnar Björnsson bætti við 20 stigum. Jamal Olasaware spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík og skoraði 18 stig. Umdeilt atvik í fyrsta leikhluta stóð svolítið upp úr í fyrri hálfleik. Björgvin Hafþór Ríkharðsson fór í þriggja stiga skot og Flennard Whitfield steig undir hann þegar Björgvin kom aftur niður. Þetta endaði með því að Björgvin missteig sig illa og dómarar leiksins dæmdu ásetningsvillu á Whitfield. Kári Jónsson byrjaði leikinn frekar rólega en hitnaði vel í öðrum leikhluta þar sem hann setti niður fallegar körfur og mataði félaga sína með fallegum sendingum. Fallegasta karfa leiksins kom einmitt eftir „alley-oop“ sendingu Kára á Hjálmar Stefánsson sem tróð með tilþrifum Haukar komust mest 10 stigum yfir í fyrri hálfleik en þriggja stiga karfa Ólafs Ólafssonar nánast við lokaflautið, sá til þess að munurinn var sjö stig í hálfleik, 54-47. Grindvíkingar komu mjög ákveðnir út í seinni hálfleikinn og létu Hauka finna vel fyrir sér. Haukamenn urðu pirraðir og misstu fókus og það sást best á tveimur klaufavillum Flennards Whitfield, sem settist svekktur á bekkinn í kjölfarið. Ágætur sprettur heimamanna skilaði þó sex stiga forystu fyrir fjórða leikhluta, 75-69 Yngvi Freyr Óskarsson hefur ekki verið áberandi hjá Haukum í vetur en hann átti mjög góða innkomu undir lok þriðja leikhluta og í upphafi þess fjórða. Yngvi skoraði sjö stig á skömmum tíma og Haukar skyndilega komnir með 10 stiga forystu. Á þessum kafla var Gerald Robinson einnig mjög góður og skoraði grimmt. Fjórði leikhluti var æsispennandi og nokkur undiralda meðal leikmanna sem tókust hressilega á. Jafnt var á öllum tölum en Gerald Robinson steig heldur betur upp á lokakaflanum. Robinson skoraði risastórar körfur og frákastaði einnig vel og undir hans forystu, náðu Haukar að klára leikinn með fjögurra stiga sigri, 97-93.vísir/daníelAf hverju unnu Haukar leikinn? Heimamennn settu niður stóru skotin á ögurstundu. Bæði lið skoruðu hrúgu af stigum en Haukar skoruðu einfaldlega á „betri“ mómentum. Menn sem kannski voru ekki aðalnúmerin í liðinu fyrir leik, stigu upp og skiluðu öðrum fremur sigrinum í hús.Hverjir stóðu upp úr? Gerald Robinson var mjög góður hjá Haukum og áðurnefndur Yngvi skilaði hrikalega dýrmætu framlagi. Dagur Kár Jónsson var heilt yfir, bestur hjá Grindavík og Olasaware var mjög sprækur í fyrri hálfleik..Tölfræði sem vakti athygli 77 þristar í einum leik. Það verður að teljast frekar mikið, ekki satt?Hvað gerist næst? Haukar mæta Fjölni næst á heimavelli sínum en Grindavík mætir Njarðvík.vísir/daníelMartin: Ánægður fyrir hönd Yngva „Við erum gríðarlega ánægðir með þennan sigur. Við þurfum að vernda okkar heimavöll og strákarnir sýndu góðan karakter og mikla baráttu í þessum leik. Grindavík er með frábært lið sem hefur mörg vopn, þannig að þetta er stór sigur fyrir okkur,ׅ“ sagði Isral Martin, þjálfari Hauka eftir sigurinn gegn Grindavík. Haukar fengu á sig 93 stig á heimavelli, sem einhverjum þykir líklega fullmikið. Martin vill þó meina að það sé margt jákvætt við varnarleik Hauka. „Við erum að verða betri varnarlega. Í upphafi sókna andstæðingsins, erum við að standa vörn mjög vel og fáum ekki á okkur mörg stig. Það sem við þurfum hins vegar að bæta, er að fá ekki á okkur svona mörg stig undir lok sóknanna. Við erum að vinna í þessum hlutum og reyna að fækka körfum andstæðinga alveg undir lok sóknar. Menn þurfa að halda fókus alla skotklukkuna til enda, ekki bara fyrstu 10-15 sekúndurnar þegar við erum virkilega fínir.“ Kári Jónsson og Flennard Whitfield eru leikmenn sem fá mesta sviðsljósið í Haukaliðinu en í þessum leik stigu Gerald Robinson og Yngvi Freyr Óskarsson upp á ögurstundu. Yngvi hefur ekki verið áberandi í vetur og þjálfarinn er að vonum ánægður að margir leikmenn séu að skila framlagi. „Algjörlega. Ég myndi gjarna vilja breikka leikmannahópinn ennþá meira en lykilatriði fyrir okkur núna er að láta 8-9 menn berjast allan tímann. Ég er mjög ánægður með alla mina leikmenn, sem leggja sig fram á hverjum degi á æfingum og gefa allt í þetta. Í dag var það Yngvi sem steig upp fyrir okkur og ég var einmitt að tala við hann fyrir leik og hjálpa honum að undirbúa sig fyrir þá miklu baráttu sem yrði á vellinum. Hann svaraði heldur betur kallinu og ég er afar ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Israel Martin að lokum.vísir/daníelDaníel: Þetta var ljótt brot „Mér fannst hann (Flennard Whitfield,) bara stíga undir hann. Þetta var bara ljótt brot, bara rosa ljótt. Það er súrt að missa lykilleikmann út af svona snemma en Björgvin er lykilmaður hjá okkur varnarlega og á reyndar bara mörg vopn, bæði í vörn og sókn. Það var mjög slæmt að missa hann þarna.“ Aðspurður um leikinn sjálfan, segir Daníel varnarleik sinna manna ekki boðlegan. „Ég er mjög ósáttur með varnarleikinn hjá okkur og það stingur mest í leikslok hversu slakur hann var. Við erum góðir í því að skora boltanum en varnarleikurinn okkar var bara vandræðalegur á löngum köflum í þessum leik.“ „Maður vinnur enga leiki með svona varnarleik. Maður þarf að halda liðum undir 80 stigum og skoðað svo sóknarleikinn sinn út frá því. Þetta var bara afleitt varnarlega og við þurfum að gera miklu betur og taka miklu meiri ábyrgð í okkar varnarleik. Það þýðir ekkert að bjóða upp á þetta til lengri tími,“ bætti Daníel við. Jamal Olasaware og Valdas Vasylius léku báðir sinn fyrsta leik með Grindavík í kvöld. Olasaware skoraði 18 stig og Vasylius skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Hvernig leist þjálfaranum á frumraun þeirra? „Ég er bara nokkuð spenntur fyrir framhaldinu með þá í liðinu mínu. Þeir líta bara vel út. Jamal var fínn í fyrri hálfleik en átti erfitt uppdráttar í þeim seinni og tók þá stundum rangar ákvarðanir í sókninni. Varnarlega er hann ekki alveg klár og það sést alveg að hann er ekki alveg 100%,“ sagði Daníel að lokum. Dominos-deild karla
Haukar eru enn ósigraðir í hinum nýja Ólafssal í Dominosdeild karla. Haukar tóku á móti Grindavík í þriðju umferð deildarinnar og unnu 97-93. Haukar hafa þar með unnið tvo leiki en Grindavík er enn án sigurs. Gerald Robinson var mjög góður í liði Hauka með 24 stig og 11 fráköst. Kári Jónsson skoraði 20 stig og Yngvi Freyr Óskarsson átti flotta innkomu með 10 stig. Dagur Kár Jónsson skoraði mest fyrir Grindavík, 22 stig og Sigtryggur Arnar Björnsson bætti við 20 stigum. Jamal Olasaware spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík og skoraði 18 stig. Umdeilt atvik í fyrsta leikhluta stóð svolítið upp úr í fyrri hálfleik. Björgvin Hafþór Ríkharðsson fór í þriggja stiga skot og Flennard Whitfield steig undir hann þegar Björgvin kom aftur niður. Þetta endaði með því að Björgvin missteig sig illa og dómarar leiksins dæmdu ásetningsvillu á Whitfield. Kári Jónsson byrjaði leikinn frekar rólega en hitnaði vel í öðrum leikhluta þar sem hann setti niður fallegar körfur og mataði félaga sína með fallegum sendingum. Fallegasta karfa leiksins kom einmitt eftir „alley-oop“ sendingu Kára á Hjálmar Stefánsson sem tróð með tilþrifum Haukar komust mest 10 stigum yfir í fyrri hálfleik en þriggja stiga karfa Ólafs Ólafssonar nánast við lokaflautið, sá til þess að munurinn var sjö stig í hálfleik, 54-47. Grindvíkingar komu mjög ákveðnir út í seinni hálfleikinn og létu Hauka finna vel fyrir sér. Haukamenn urðu pirraðir og misstu fókus og það sást best á tveimur klaufavillum Flennards Whitfield, sem settist svekktur á bekkinn í kjölfarið. Ágætur sprettur heimamanna skilaði þó sex stiga forystu fyrir fjórða leikhluta, 75-69 Yngvi Freyr Óskarsson hefur ekki verið áberandi hjá Haukum í vetur en hann átti mjög góða innkomu undir lok þriðja leikhluta og í upphafi þess fjórða. Yngvi skoraði sjö stig á skömmum tíma og Haukar skyndilega komnir með 10 stiga forystu. Á þessum kafla var Gerald Robinson einnig mjög góður og skoraði grimmt. Fjórði leikhluti var æsispennandi og nokkur undiralda meðal leikmanna sem tókust hressilega á. Jafnt var á öllum tölum en Gerald Robinson steig heldur betur upp á lokakaflanum. Robinson skoraði risastórar körfur og frákastaði einnig vel og undir hans forystu, náðu Haukar að klára leikinn með fjögurra stiga sigri, 97-93.vísir/daníelAf hverju unnu Haukar leikinn? Heimamennn settu niður stóru skotin á ögurstundu. Bæði lið skoruðu hrúgu af stigum en Haukar skoruðu einfaldlega á „betri“ mómentum. Menn sem kannski voru ekki aðalnúmerin í liðinu fyrir leik, stigu upp og skiluðu öðrum fremur sigrinum í hús.Hverjir stóðu upp úr? Gerald Robinson var mjög góður hjá Haukum og áðurnefndur Yngvi skilaði hrikalega dýrmætu framlagi. Dagur Kár Jónsson var heilt yfir, bestur hjá Grindavík og Olasaware var mjög sprækur í fyrri hálfleik..Tölfræði sem vakti athygli 77 þristar í einum leik. Það verður að teljast frekar mikið, ekki satt?Hvað gerist næst? Haukar mæta Fjölni næst á heimavelli sínum en Grindavík mætir Njarðvík.vísir/daníelMartin: Ánægður fyrir hönd Yngva „Við erum gríðarlega ánægðir með þennan sigur. Við þurfum að vernda okkar heimavöll og strákarnir sýndu góðan karakter og mikla baráttu í þessum leik. Grindavík er með frábært lið sem hefur mörg vopn, þannig að þetta er stór sigur fyrir okkur,ׅ“ sagði Isral Martin, þjálfari Hauka eftir sigurinn gegn Grindavík. Haukar fengu á sig 93 stig á heimavelli, sem einhverjum þykir líklega fullmikið. Martin vill þó meina að það sé margt jákvætt við varnarleik Hauka. „Við erum að verða betri varnarlega. Í upphafi sókna andstæðingsins, erum við að standa vörn mjög vel og fáum ekki á okkur mörg stig. Það sem við þurfum hins vegar að bæta, er að fá ekki á okkur svona mörg stig undir lok sóknanna. Við erum að vinna í þessum hlutum og reyna að fækka körfum andstæðinga alveg undir lok sóknar. Menn þurfa að halda fókus alla skotklukkuna til enda, ekki bara fyrstu 10-15 sekúndurnar þegar við erum virkilega fínir.“ Kári Jónsson og Flennard Whitfield eru leikmenn sem fá mesta sviðsljósið í Haukaliðinu en í þessum leik stigu Gerald Robinson og Yngvi Freyr Óskarsson upp á ögurstundu. Yngvi hefur ekki verið áberandi í vetur og þjálfarinn er að vonum ánægður að margir leikmenn séu að skila framlagi. „Algjörlega. Ég myndi gjarna vilja breikka leikmannahópinn ennþá meira en lykilatriði fyrir okkur núna er að láta 8-9 menn berjast allan tímann. Ég er mjög ánægður með alla mina leikmenn, sem leggja sig fram á hverjum degi á æfingum og gefa allt í þetta. Í dag var það Yngvi sem steig upp fyrir okkur og ég var einmitt að tala við hann fyrir leik og hjálpa honum að undirbúa sig fyrir þá miklu baráttu sem yrði á vellinum. Hann svaraði heldur betur kallinu og ég er afar ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Israel Martin að lokum.vísir/daníelDaníel: Þetta var ljótt brot „Mér fannst hann (Flennard Whitfield,) bara stíga undir hann. Þetta var bara ljótt brot, bara rosa ljótt. Það er súrt að missa lykilleikmann út af svona snemma en Björgvin er lykilmaður hjá okkur varnarlega og á reyndar bara mörg vopn, bæði í vörn og sókn. Það var mjög slæmt að missa hann þarna.“ Aðspurður um leikinn sjálfan, segir Daníel varnarleik sinna manna ekki boðlegan. „Ég er mjög ósáttur með varnarleikinn hjá okkur og það stingur mest í leikslok hversu slakur hann var. Við erum góðir í því að skora boltanum en varnarleikurinn okkar var bara vandræðalegur á löngum köflum í þessum leik.“ „Maður vinnur enga leiki með svona varnarleik. Maður þarf að halda liðum undir 80 stigum og skoðað svo sóknarleikinn sinn út frá því. Þetta var bara afleitt varnarlega og við þurfum að gera miklu betur og taka miklu meiri ábyrgð í okkar varnarleik. Það þýðir ekkert að bjóða upp á þetta til lengri tími,“ bætti Daníel við. Jamal Olasaware og Valdas Vasylius léku báðir sinn fyrsta leik með Grindavík í kvöld. Olasaware skoraði 18 stig og Vasylius skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Hvernig leist þjálfaranum á frumraun þeirra? „Ég er bara nokkuð spenntur fyrir framhaldinu með þá í liðinu mínu. Þeir líta bara vel út. Jamal var fínn í fyrri hálfleik en átti erfitt uppdráttar í þeim seinni og tók þá stundum rangar ákvarðanir í sókninni. Varnarlega er hann ekki alveg klár og það sést alveg að hann er ekki alveg 100%,“ sagði Daníel að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum