Assad-liðar mættir á átakasvæði Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2019 07:45 Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum. EPA/ERDEM SAHIN Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. Þangað fóru þeir eftir að samkomulag náðist á milli sýrlenskra Kúrda, sem hafa átt í átökum við Tyrki og vopnaðar sveitir sem þeir styðja. Um mikinn sigur er að ræða fyrir Assad, Rússa og Íran og eru þessar vendingar til marks um endalok sjálfsstjórnarsvæðis Kúrda á svæðinu. Bandaríkin, sem slitu stuðningi sínum við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum, eru að flytja alla hermenn sína af svæðinu. Það hafa yfirvöld Frakklands ákveðið að gera líka. Hersveitir beggja ríkja voru í Sýrlandi til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins en sú barátta hefur nú alfarið verið stöðvuð. Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum. Forsvarsmenn hópsins sem mennirnir tilheyra hafa sagt að málið verði rannsakað en þeir hafa einnig skipað meðlimum sínum að hætta að taka myndbönd og birta á netinu.Sjá einnig: Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífiHermenn Bandaríkjanna, um 30 talsins, byrjuðu á því að yfirgefa svæði sem Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði að ætti að verða tiltekið öryggissvæði. Um er að ræða svæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það. Eftir að vopnaðar sveitir Tyrkja slitu birgðalínur bandarískra hermanna, tilkynnti Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði fyrirskipað brottflutning þeirra um þúsund hermanna sem þar eru. Hann sagði ekki berum orðum að þeir myndu yfirgefa Sýrland en AP fréttaveitan segir útlit fyrir að svo sé að fara.Bandaríkin eiga einnig smáa herstöð við landamæri Sýrlands og Jórdaníu en ekki liggur fyrir hvort einnig standi til að yfirgefa hana. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Á síðustu árum hafa Ísraelar gert fjölda árása á skotmörk í Sýrlandi og segja þeir þessar árásir beinast gegn Hezbollah. Esper sagði í gær að Bandaríkin hefðu ekki átt aðra kosti en að hörfa undan sókn Tyrkja en þeir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hann sagði sýrlenska Kúrda hafa verið góða bandamenn en Bandaríkin hefðu aldrei samþykkt að berjast með þeim gegn Tyrkjum. Þá sagði hann Erdogan hafa gert öllum ljóst að innrásin myndi eiga sér stað, þó bandarískir hermenn yrðu í vegi hennar eða ekki. Í gær birti Trump þó tíst sem hægt er að kalla nokkurs konar orðasalat, en þar sagði hann að Kúrdar og Tyrkir hefðu barist sína á milli um árabil og að Tyrkir líti á Verkamannaflokk Kúrda, PKK, sem háð hefur áralanga uppreisn í Tyrklandi, sem verstu hryðjuverkamenn heimsins. Tyrkir segja sýrlenska Kúrda, YPG, vera systursamtök PKK og styðja þá. „Kannski vilja aðrir koma og berjast fyrir mismunandi fylkingar. Leyfum þeim það! Við erum að fylgjast náið með ástandinu. Endalaus stríð!“ sagði forsetinn meðal annars......The Kurds and Turkey have been fighting for many years. Turkey considers the PKK the worst terrorists of all. Others may want to come in and fight for one side or the other. Let them! We are monitoring the situation closely. Endless Wars!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2019 Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. Þangað fóru þeir eftir að samkomulag náðist á milli sýrlenskra Kúrda, sem hafa átt í átökum við Tyrki og vopnaðar sveitir sem þeir styðja. Um mikinn sigur er að ræða fyrir Assad, Rússa og Íran og eru þessar vendingar til marks um endalok sjálfsstjórnarsvæðis Kúrda á svæðinu. Bandaríkin, sem slitu stuðningi sínum við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum, eru að flytja alla hermenn sína af svæðinu. Það hafa yfirvöld Frakklands ákveðið að gera líka. Hersveitir beggja ríkja voru í Sýrlandi til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins en sú barátta hefur nú alfarið verið stöðvuð. Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum. Forsvarsmenn hópsins sem mennirnir tilheyra hafa sagt að málið verði rannsakað en þeir hafa einnig skipað meðlimum sínum að hætta að taka myndbönd og birta á netinu.Sjá einnig: Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífiHermenn Bandaríkjanna, um 30 talsins, byrjuðu á því að yfirgefa svæði sem Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði að ætti að verða tiltekið öryggissvæði. Um er að ræða svæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það. Eftir að vopnaðar sveitir Tyrkja slitu birgðalínur bandarískra hermanna, tilkynnti Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði fyrirskipað brottflutning þeirra um þúsund hermanna sem þar eru. Hann sagði ekki berum orðum að þeir myndu yfirgefa Sýrland en AP fréttaveitan segir útlit fyrir að svo sé að fara.Bandaríkin eiga einnig smáa herstöð við landamæri Sýrlands og Jórdaníu en ekki liggur fyrir hvort einnig standi til að yfirgefa hana. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Á síðustu árum hafa Ísraelar gert fjölda árása á skotmörk í Sýrlandi og segja þeir þessar árásir beinast gegn Hezbollah. Esper sagði í gær að Bandaríkin hefðu ekki átt aðra kosti en að hörfa undan sókn Tyrkja en þeir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hann sagði sýrlenska Kúrda hafa verið góða bandamenn en Bandaríkin hefðu aldrei samþykkt að berjast með þeim gegn Tyrkjum. Þá sagði hann Erdogan hafa gert öllum ljóst að innrásin myndi eiga sér stað, þó bandarískir hermenn yrðu í vegi hennar eða ekki. Í gær birti Trump þó tíst sem hægt er að kalla nokkurs konar orðasalat, en þar sagði hann að Kúrdar og Tyrkir hefðu barist sína á milli um árabil og að Tyrkir líti á Verkamannaflokk Kúrda, PKK, sem háð hefur áralanga uppreisn í Tyrklandi, sem verstu hryðjuverkamenn heimsins. Tyrkir segja sýrlenska Kúrda, YPG, vera systursamtök PKK og styðja þá. „Kannski vilja aðrir koma og berjast fyrir mismunandi fylkingar. Leyfum þeim það! Við erum að fylgjast náið með ástandinu. Endalaus stríð!“ sagði forsetinn meðal annars......The Kurds and Turkey have been fighting for many years. Turkey considers the PKK the worst terrorists of all. Others may want to come in and fight for one side or the other. Let them! We are monitoring the situation closely. Endless Wars!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2019
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54
Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30
Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48
Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55
Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11