Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Sylvía Hall skrifar 12. október 2019 07:56 Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur Xavier Dupont de Ligonnès árið 2011 Vísir/AFP Hinn 58 ára gamli Xavier Dupont de Ligonnès var handtekinn á Glasgow-flugvelli í dag eftir að hann lenti með flugi frá París. Ligonnes hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011, grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína og fjögur börn þeirra. Sama ár var gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum. Í frétt BBC um málið segir að eftir fingrafaraskoðun hafi hann verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald. Flugvallarstarfsmenn í París höfðu orðið varir við hann þegar hann var á leið um borð í flug til Glasgow en hann ferðaðist undir fölsku nafni. Í aprílmánuði árið 2011 fundust eiginkona hans og fjögur börn skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Ekkert hafði spurst til fjölskylduföðursins síðan og var meðal annars gerð húsleit í frönsku klaustri eftir að sjónarvottar sögðust hafa séð til Ligonnès íklæddan munkakufli í klaustrinu.Sjá einnig: Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára. Ligonnès er sagður hafa myrt fjölskyldumeðlimi sína á skipulagðan hátt, sem líktist helst aftöku. Hann hafi skotið þau tveimur skotum í hausinn af stuttu færi áður en hann velti þeim upp úr óleskjuðu kalki. Því næst gróf hann þau í garði fjölskyldunnar. Hann hafði áður tilkynnt kennurum barna sinna að þau hygðust flytja til Ástralíu og sagt vinum sínum að hann væri leyniþjónustumaður fyrir Bandaríkin og væri á leið í vitnavernd. Mikil leit var gerð að manninum eftir að lík fjölskyldumeðlimanna fundust og vöktu morðin mikinn óhug í Frakklandi.Uppfært:Maðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Glasgow í gær reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður. Bretland Frakkland Skotland Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Hinn 58 ára gamli Xavier Dupont de Ligonnès var handtekinn á Glasgow-flugvelli í dag eftir að hann lenti með flugi frá París. Ligonnes hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011, grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína og fjögur börn þeirra. Sama ár var gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum. Í frétt BBC um málið segir að eftir fingrafaraskoðun hafi hann verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald. Flugvallarstarfsmenn í París höfðu orðið varir við hann þegar hann var á leið um borð í flug til Glasgow en hann ferðaðist undir fölsku nafni. Í aprílmánuði árið 2011 fundust eiginkona hans og fjögur börn skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Ekkert hafði spurst til fjölskylduföðursins síðan og var meðal annars gerð húsleit í frönsku klaustri eftir að sjónarvottar sögðust hafa séð til Ligonnès íklæddan munkakufli í klaustrinu.Sjá einnig: Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára. Ligonnès er sagður hafa myrt fjölskyldumeðlimi sína á skipulagðan hátt, sem líktist helst aftöku. Hann hafi skotið þau tveimur skotum í hausinn af stuttu færi áður en hann velti þeim upp úr óleskjuðu kalki. Því næst gróf hann þau í garði fjölskyldunnar. Hann hafði áður tilkynnt kennurum barna sinna að þau hygðust flytja til Ástralíu og sagt vinum sínum að hann væri leyniþjónustumaður fyrir Bandaríkin og væri á leið í vitnavernd. Mikil leit var gerð að manninum eftir að lík fjölskyldumeðlimanna fundust og vöktu morðin mikinn óhug í Frakklandi.Uppfært:Maðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Glasgow í gær reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður.
Bretland Frakkland Skotland Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira