Telur uppruna mannsins í Botsvana Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. október 2019 06:45 Svæðið sunnan við Zambesi-fljót einkennist af saltlagi. Nordicphotos/Getty „Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að nútímamaðurinn kom fram í Afríku fyrir um 200.000 árum en það sem hefur ekki verið ljóst er hvaðan nákvæmlega forfeður okkar koma,“ segi Vanessa Hayes, prófessor í erfðafræði við Garvan-rannsóknarstofnunina í Ástralíu. Vísindamenn telja sig nú hafa fundið svarið við því hvar mannkynið er upprunnið og er svæðið sem um ræðir sunnan við Zambesi-fljót í Botsvana. BBC greinir frá. Svæðið einkennist nú af saltlagi en þar var að öllum líkindum mikið af vatni. Samkvæmt vísindamönnum var svæðið heimkynni manna í 70.000 ár þar til loftslag breyttist og í kjölfarið færðu menn sig á frjósamari svæði og hófust þannig flutningar mannkynsins út úr Afríku. „Þetta er ákaflega stórt svæði sem virðist hafa verið mjög blautt og gróskumikið. Það hefur verið hentugt til búsetu bæði fyrir menn og dýr,“ segir Hayes. Rannsókn hennar sýnir fram á að mennirnir hafi upphaflega haldið í norðaustur frá Zambesi-svæðinu og að því næst hafi önnur bylgja frumbyggja fært sig í til suðvesturs. Hayes segir að hægt hafi verið að draga upp mynd af svæðinu bæði með erfðarannsóknum og jarðfræði ásamt því að líkja eftir loftslaginu á svæðinu með tölvulíkani. Gagnrýnisraddir um rannsóknina hafa heyrst víða og segir Chris Stringer, prófessor á Náttúrufræðisafninu í London, að ekki sé litið til allra þátta við gerð rannsóknarinnar. „Ég held að það sé stiklað á stóru við gerð rannsóknarinnar. Það að horfa einungis á einn hluta erfðamengis mannsins og einungis eina staðsetningu gefur okkur ekki alla söguna um uppruna mannsins,“ segir Stringer og bætir við: „Ef rannsóknin hefði verið umfangsmeiri hefðu mögulega fundist fleiri en einn staður sem væru fyrstu heimahagar mannsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Botsvana Vísindi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
„Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að nútímamaðurinn kom fram í Afríku fyrir um 200.000 árum en það sem hefur ekki verið ljóst er hvaðan nákvæmlega forfeður okkar koma,“ segi Vanessa Hayes, prófessor í erfðafræði við Garvan-rannsóknarstofnunina í Ástralíu. Vísindamenn telja sig nú hafa fundið svarið við því hvar mannkynið er upprunnið og er svæðið sem um ræðir sunnan við Zambesi-fljót í Botsvana. BBC greinir frá. Svæðið einkennist nú af saltlagi en þar var að öllum líkindum mikið af vatni. Samkvæmt vísindamönnum var svæðið heimkynni manna í 70.000 ár þar til loftslag breyttist og í kjölfarið færðu menn sig á frjósamari svæði og hófust þannig flutningar mannkynsins út úr Afríku. „Þetta er ákaflega stórt svæði sem virðist hafa verið mjög blautt og gróskumikið. Það hefur verið hentugt til búsetu bæði fyrir menn og dýr,“ segir Hayes. Rannsókn hennar sýnir fram á að mennirnir hafi upphaflega haldið í norðaustur frá Zambesi-svæðinu og að því næst hafi önnur bylgja frumbyggja fært sig í til suðvesturs. Hayes segir að hægt hafi verið að draga upp mynd af svæðinu bæði með erfðarannsóknum og jarðfræði ásamt því að líkja eftir loftslaginu á svæðinu með tölvulíkani. Gagnrýnisraddir um rannsóknina hafa heyrst víða og segir Chris Stringer, prófessor á Náttúrufræðisafninu í London, að ekki sé litið til allra þátta við gerð rannsóknarinnar. „Ég held að það sé stiklað á stóru við gerð rannsóknarinnar. Það að horfa einungis á einn hluta erfðamengis mannsins og einungis eina staðsetningu gefur okkur ekki alla söguna um uppruna mannsins,“ segir Stringer og bætir við: „Ef rannsóknin hefði verið umfangsmeiri hefðu mögulega fundist fleiri en einn staður sem væru fyrstu heimahagar mannsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Botsvana Vísindi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira