Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2019 20:26 Mark Milley ræddi við blaðamenn í Pentagon í dag. Getty/Chip Somodevilla Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. Frá þessu greindi æðsti hershöfðingi Bandaríkjahers, Mark Milley á blaðamannafundi í Pentagon í dag. Milley segir að mennirnir tveir hafi nú verið fluttir á öruggan stað og séu í haldi. BBC greinir frá. Ekki voru veittar frekari upplýsingar um mennina en Milley greindi frá því að unnið væri að því að ákvarða hvaða hlutar aðgerðarinnar verði opinberaðir. Bandaríkjaforseti greindi frá því fyrr í dag að mögulega yrði myndband frá aðgerðum birt opinberlega. Um jarðneskar leifar Baghdadi sagði Milley að lík hans hafi verið flutt á herstöð til þess að ákvarða með fullri vissu að um réttan aðila væri að ræða. Því næst hafi líkið verið jarðsett á viðeigandi hátt. Enginn mennskur meðlimur hersveitarinnar sem stóð að aðgerðinni lét lífið en Milley greindi frá því að þegar al-Baghdadi hafi sprengt sig í loft upp hafi einn hundanna sem tóku þátt í að elta hann uppi fallið. Segir hershöfðinginn að nafn hundsins sé trúnaðarmál. Í tilkynningu sinni á sunnudag greindi Bandaríkjaforseti frá dauða al-Baghdadi og sagði hann hafa látið lífið grenjandi og vælandi. Milley var spurður út í þá fullyrðingu forsetans og kvaðst hann ekki vita hvernig Trump hefði aflað þeirra upplýsinga. Milley bætti þó við að hann telji að upplýsingarnar hafi komist til forsetans eftir beinar samræður hans við hermenn. Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24 Telur að maður komi í manns stað hjá Ríki íslams Íslenskur sérfræðingur um málefni Ríkis íslams telur fráfall leiðtoga samtakanna ekki munu hafa teljandi áhrif á starfsemi þeirra. 27. október 2019 22:44 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. Frá þessu greindi æðsti hershöfðingi Bandaríkjahers, Mark Milley á blaðamannafundi í Pentagon í dag. Milley segir að mennirnir tveir hafi nú verið fluttir á öruggan stað og séu í haldi. BBC greinir frá. Ekki voru veittar frekari upplýsingar um mennina en Milley greindi frá því að unnið væri að því að ákvarða hvaða hlutar aðgerðarinnar verði opinberaðir. Bandaríkjaforseti greindi frá því fyrr í dag að mögulega yrði myndband frá aðgerðum birt opinberlega. Um jarðneskar leifar Baghdadi sagði Milley að lík hans hafi verið flutt á herstöð til þess að ákvarða með fullri vissu að um réttan aðila væri að ræða. Því næst hafi líkið verið jarðsett á viðeigandi hátt. Enginn mennskur meðlimur hersveitarinnar sem stóð að aðgerðinni lét lífið en Milley greindi frá því að þegar al-Baghdadi hafi sprengt sig í loft upp hafi einn hundanna sem tóku þátt í að elta hann uppi fallið. Segir hershöfðinginn að nafn hundsins sé trúnaðarmál. Í tilkynningu sinni á sunnudag greindi Bandaríkjaforseti frá dauða al-Baghdadi og sagði hann hafa látið lífið grenjandi og vælandi. Milley var spurður út í þá fullyrðingu forsetans og kvaðst hann ekki vita hvernig Trump hefði aflað þeirra upplýsinga. Milley bætti þó við að hann telji að upplýsingarnar hafi komist til forsetans eftir beinar samræður hans við hermenn.
Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24 Telur að maður komi í manns stað hjá Ríki íslams Íslenskur sérfræðingur um málefni Ríkis íslams telur fráfall leiðtoga samtakanna ekki munu hafa teljandi áhrif á starfsemi þeirra. 27. október 2019 22:44 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24
Telur að maður komi í manns stað hjá Ríki íslams Íslenskur sérfræðingur um málefni Ríkis íslams telur fráfall leiðtoga samtakanna ekki munu hafa teljandi áhrif á starfsemi þeirra. 27. október 2019 22:44