Breska þingið hafnar tillögu Johnson um snemmbúnar kosningar Andri Eysteinsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 28. október 2019 19:03 Aukinn meirihluti fékkst ekki á breska þinginu fyrir tillögu forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, um að boða til þingkosninga 12. desember næstkomandi. Fyrirfram hafði verið búist við því að tillögunni yrði hafnað, sú varð raunin. Til þess að boðað yrði til kosninga hefði þurft 434 atkvæði með tillögunni en 650 þingmenn sitja í neðri deild breska þingsins. 299 greiddu atkvæði með tillögu forsætisráðherrans. Boris Johnson forsætisráðherra hafði barist fyrir nýjum kosningum allt frá því það varð ljóst að þingið myndi ekki samþykkja nýjan útgöngusamning hans í tæka tíð svo hægt væri að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október eins og samþykkt hafði verið.Brexit slegið á frest til janúarloka Þingið hafði skyldað Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um frest, næðist samningur ekki í gegn í síðasta lagi laugardaginn 19. október. Svar fékkst við þeirri beiðni í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í tísti að svarið hafi verið jákvætt. Sveigjanleg frestun yrði gerð á útgöngunni til loka janúarmánaðar. Það þýðir að Bretar geta gengið út fyrr, nái þeir samkomulagi þar um. Sophie Wilmes, sem varð forsætisráðherra Belgíu í dag, fyrst kvenna, kvaðst ánægð. „Þýði þetta að unnt verði að skipuleggja útgönguna þannig að hún gangi vel fyrir sig tel ég að það sé afar jákvætt,“ sagði Wilmes. Stjórnarandstöðuflokkar í Bretlandi höfðu gefið það út fyrir umræður og atkvæðagreiðslu kvöldsins að þeir myndu ekki styðja tillögu Johnsons um nýjar kosningar. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir Demókratar eru hins vegar ekki alfarið andvígir nýjum kosningum. „Verði lagt fram frumvarp sem gerir okkur kleift að fara í skyndikosningar til að breyta löggjöfinni sem liggur þegar fyrir getum við haldið kosningar þann 9.desember næstkomandi,“ sagði Ian Blackford, þingflokksformaður skoska þjóðarflokksins. Blackford sagði þá lausn vera betri því þá væru kosningar fyrr og forsætisráðherrann fengi skemmri tíma til þess að reyna að koma samningi sínum, sem Blackford segir vondan, í gegnum þingið.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 sem send var út áður en að niðurstöður lágu fyrir. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Aukinn meirihluti fékkst ekki á breska þinginu fyrir tillögu forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, um að boða til þingkosninga 12. desember næstkomandi. Fyrirfram hafði verið búist við því að tillögunni yrði hafnað, sú varð raunin. Til þess að boðað yrði til kosninga hefði þurft 434 atkvæði með tillögunni en 650 þingmenn sitja í neðri deild breska þingsins. 299 greiddu atkvæði með tillögu forsætisráðherrans. Boris Johnson forsætisráðherra hafði barist fyrir nýjum kosningum allt frá því það varð ljóst að þingið myndi ekki samþykkja nýjan útgöngusamning hans í tæka tíð svo hægt væri að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október eins og samþykkt hafði verið.Brexit slegið á frest til janúarloka Þingið hafði skyldað Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um frest, næðist samningur ekki í gegn í síðasta lagi laugardaginn 19. október. Svar fékkst við þeirri beiðni í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í tísti að svarið hafi verið jákvætt. Sveigjanleg frestun yrði gerð á útgöngunni til loka janúarmánaðar. Það þýðir að Bretar geta gengið út fyrr, nái þeir samkomulagi þar um. Sophie Wilmes, sem varð forsætisráðherra Belgíu í dag, fyrst kvenna, kvaðst ánægð. „Þýði þetta að unnt verði að skipuleggja útgönguna þannig að hún gangi vel fyrir sig tel ég að það sé afar jákvætt,“ sagði Wilmes. Stjórnarandstöðuflokkar í Bretlandi höfðu gefið það út fyrir umræður og atkvæðagreiðslu kvöldsins að þeir myndu ekki styðja tillögu Johnsons um nýjar kosningar. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir Demókratar eru hins vegar ekki alfarið andvígir nýjum kosningum. „Verði lagt fram frumvarp sem gerir okkur kleift að fara í skyndikosningar til að breyta löggjöfinni sem liggur þegar fyrir getum við haldið kosningar þann 9.desember næstkomandi,“ sagði Ian Blackford, þingflokksformaður skoska þjóðarflokksins. Blackford sagði þá lausn vera betri því þá væru kosningar fyrr og forsætisráðherrann fengi skemmri tíma til þess að reyna að koma samningi sínum, sem Blackford segir vondan, í gegnum þingið.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 sem send var út áður en að niðurstöður lágu fyrir.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira