Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2019 07:27 Abu Bakr al-Baghdadi. Vísir/AP Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins aðgerðin hafi verið framkvæmd í gær og að Baghdadi hafi látist er hann virkjaði sprengjubelti sem hann bar um sig miðjan. Áður hefur verið greint frá því að hann hafi ávallt sofið með sprengjubelti utan um sig af ótta við að vera handsamaður. Endanleg staðfesting á þvi hvort um Baghdadi hafi verið að ræða bíður endanlegar staðfestingar á meðan verið er að kanna DNA og önnur sönnunargögn á vettvangi. Engu að síður telja stjórnvöld í Bandaríkjunum að al-Baghdadi hafi látist í aðgerðinni. Hvíta húsið hefur ekki viljað staðfesta fréttirnar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að koma með „meiriháttar tilkynningu“ klukkan eitt að íslenskum tíma í dag. Tilkynningin tengist utanríkismálum að því er fram kemur á vef CNN. Sjálfur tísti Trump í nótt um að eitthvað „mjög stórt“ hafi verið að gerast.Something very big has just happened! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 27, 2019 Baghdadi hefur verið lengi í felum en hann hefur stýrt ISIS og forverum þess frá árinu 2010, líkt og ítarlega var fjallað um hér. Eftir sigra ISIS sumarið 2014 steig Baghdadi í pontu í Nour al-Din moskunni í Mosul og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ein mikilvægasta eiginkonan í ISIS hefur aðstoðað við að hafa hendur í hári Baghdadi Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn mikilvægasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. 31. maí 2019 23:30 Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til Enn standa þó yfir stakir bardagar á milli ISIS-liða og sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í austurhluta Sýrlands. 22. mars 2019 16:54 ISIS-leiðtogi sést í fyrsta skiptið í fimm ár Ekki er vitað hvenær myndbandið var tekið upp en samtökin segja það hafa verið í apríl. 29. apríl 2019 23:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins aðgerðin hafi verið framkvæmd í gær og að Baghdadi hafi látist er hann virkjaði sprengjubelti sem hann bar um sig miðjan. Áður hefur verið greint frá því að hann hafi ávallt sofið með sprengjubelti utan um sig af ótta við að vera handsamaður. Endanleg staðfesting á þvi hvort um Baghdadi hafi verið að ræða bíður endanlegar staðfestingar á meðan verið er að kanna DNA og önnur sönnunargögn á vettvangi. Engu að síður telja stjórnvöld í Bandaríkjunum að al-Baghdadi hafi látist í aðgerðinni. Hvíta húsið hefur ekki viljað staðfesta fréttirnar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að koma með „meiriháttar tilkynningu“ klukkan eitt að íslenskum tíma í dag. Tilkynningin tengist utanríkismálum að því er fram kemur á vef CNN. Sjálfur tísti Trump í nótt um að eitthvað „mjög stórt“ hafi verið að gerast.Something very big has just happened! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 27, 2019 Baghdadi hefur verið lengi í felum en hann hefur stýrt ISIS og forverum þess frá árinu 2010, líkt og ítarlega var fjallað um hér. Eftir sigra ISIS sumarið 2014 steig Baghdadi í pontu í Nour al-Din moskunni í Mosul og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ein mikilvægasta eiginkonan í ISIS hefur aðstoðað við að hafa hendur í hári Baghdadi Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn mikilvægasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. 31. maí 2019 23:30 Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til Enn standa þó yfir stakir bardagar á milli ISIS-liða og sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í austurhluta Sýrlands. 22. mars 2019 16:54 ISIS-leiðtogi sést í fyrsta skiptið í fimm ár Ekki er vitað hvenær myndbandið var tekið upp en samtökin segja það hafa verið í apríl. 29. apríl 2019 23:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Ein mikilvægasta eiginkonan í ISIS hefur aðstoðað við að hafa hendur í hári Baghdadi Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn mikilvægasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. 31. maí 2019 23:30
Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til Enn standa þó yfir stakir bardagar á milli ISIS-liða og sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í austurhluta Sýrlands. 22. mars 2019 16:54
ISIS-leiðtogi sést í fyrsta skiptið í fimm ár Ekki er vitað hvenær myndbandið var tekið upp en samtökin segja það hafa verið í apríl. 29. apríl 2019 23:01