Borgarstjóri sem Duterte benti á myrtur Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 15:43 Duterte birti lista fyrr á þessu ári yfir þá sem hann kallaði fíkniefnastjórnmálamenn. Navarro var á þeim lista. AP/Bullit Marquez Óþekktir byssumenn skutu borgarstjóra sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja sakaði um að vera tengdur fíkniefnasmygli til bana í dag. Lögreglumenn voru að flytja borgarstjórann á milli staða þegar morðingjarnir veittu þeim fyrirsát og skutu hann.Reuters-fréttastofan segir að David Navarro, borgarstjóri á eyjunni Mindanao, hafi verið handtekinn í gær, sakaður um að ráðast á nuddara í bænum Cebu. Verið var að flytja hann á skrifstofu saksóknara í borginni þegar hann var skotinn til bana. Duterte forseti setti nafn Navarro á lista um stjórnmálamenn sem hann sakaði um tengsl við fíkniefnaglæpi og birtur var opinberlega fyrir þingkosningar í maí. Þúsundir manna hafa verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum, fjöldi þeirra utan dóms og laga. Lögreglan segist sjálf hafa drepið 6.700 „fíkniefnasala“ í skotbardögum á þeim þremur árum sem liðin eru frá kjöri Duterte. Mannréttindasamtök og vestræn ríki hafa fordæmt mannréttindabrot í fíkniefnastríði Duterte. Filippseysk stjórnvöld brugðust hart við því þegar ályktun sem Ísland lagði fram í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að staða mannréttinda á Filippseyjum yrði rannsökuð var samþykkt í sumar. Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45 Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Óþekktir byssumenn skutu borgarstjóra sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja sakaði um að vera tengdur fíkniefnasmygli til bana í dag. Lögreglumenn voru að flytja borgarstjórann á milli staða þegar morðingjarnir veittu þeim fyrirsát og skutu hann.Reuters-fréttastofan segir að David Navarro, borgarstjóri á eyjunni Mindanao, hafi verið handtekinn í gær, sakaður um að ráðast á nuddara í bænum Cebu. Verið var að flytja hann á skrifstofu saksóknara í borginni þegar hann var skotinn til bana. Duterte forseti setti nafn Navarro á lista um stjórnmálamenn sem hann sakaði um tengsl við fíkniefnaglæpi og birtur var opinberlega fyrir þingkosningar í maí. Þúsundir manna hafa verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum, fjöldi þeirra utan dóms og laga. Lögreglan segist sjálf hafa drepið 6.700 „fíkniefnasala“ í skotbardögum á þeim þremur árum sem liðin eru frá kjöri Duterte. Mannréttindasamtök og vestræn ríki hafa fordæmt mannréttindabrot í fíkniefnastríði Duterte. Filippseysk stjórnvöld brugðust hart við því þegar ályktun sem Ísland lagði fram í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að staða mannréttinda á Filippseyjum yrði rannsökuð var samþykkt í sumar.
Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45 Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45
Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00