Væri ekki nær að baka köku? Sóley Tómasdóttir skrifar 25. október 2019 11:34 Íslandsbanki hefur ákveðið að taka upp fjögur skref heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og taka upp ábyrgari viðskiptahætti, m.a. á sviði umhverfis- og jafnréttismála. Kynningarstjóri bankans skrifaði stuttan pistil á Vísi til að vekja athygli á þessu í vikunni þar sem hún nefndi nokkur dæmi um það sem betur mætti fara. Eitt af því var að taka tillit til kynjasjónarmiða við val á miðlum til birtingar á auglýsingum. Vísir gerði frétt upp úr pistlinum, þar sem fullyrt var að Íslandsbanki hefði sett viðskiptabann á karllæga fjölmiðla með millifyrirsögnum um herör gegn karlmönnum og viðskiptaþvinganir. Fréttin varð fljótlega mest lesin. Þingmenn og ráðherrar sem almennt trúa á frelsi markaðarins voru skyndilega harmi slegnir yfir að banki ætlaði að fara að beita áhrifum sínum, ritstjóri Bændablaðsins talaði um viðskiptaþvinganir, blaðamenn ærðust yfir aðför að frjálsri fjölmiðlun og fréttastofur ljósvakamiðlanna endurvörpuðu þessum áhyggjum til almennings sem sparaði ekki stóru orðin í athugasemdakerfum og á samfélagsmiðlum. Þó mörgum þyki þessar áherslur og aðgerðir Íslandsbanka eðlilegar og tímabærar (og m.a.s. helst til borgaralegar) hefur gagnrýnin verið harkaleg. Fjármálaráðherra fullyrðir að þótt það sé gott og blessað að jafnréttismál séu ofarlega á baugi séu takmörk fyrir því hversu langt menn geti seilst. Athugasemdakerfin ganga enn lengra með ásökunum um fasisma, öfgar og ofbeldi.Hvað ef? Hvað ef einhver af jafnréttisriddurum #heforshe hefðu skrifað upphaflega pistilinn? Hvað ef viðurkenndur hvítur karl í viðskiptalífinu hefði skrifað hann? -Eða jafnvel téður fjármálaráðherra? Getur verið að fjölmiðlaumfjöllun hefði verið öðruvísi, kannski með fyrirsögn um ábyrga viðskiptahætti og heimsmarkmið? Staðreyndin er sú að á meðan framlagi karla til jafnréttisumræðunnar er að jafnaði tekið fagnandi mæta konur sem ögra hefðbundnum kynhlutverkum miklum mótbyr. Konur sem komast í stöðu til að breyta og leggja sig fram um að nýta þá stöðu eru ekki mærðar með sama hætti og fjármálaráðherrar sem baka köku eða utanríkisráðherrar sem tala um #heforshe í erlendum hátíðarræðum (og helvítis tíkur á börum). Þvert á móti mæta þær sérstöku og enn harðara mótlæti en almennt gengur og gerist.Fjölmörg dæmi Undanfarnar vikur hafa konur verið úthrópaðar fyrir að krefjast jafnréttis, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Hlutdræg fjölmiðlaumfjöllun, drifin áfram af smellubrellum, kraumandi reiði virkra í athugasemdum og megn fyrirlitning gagnvart konum spinnur saman orðræðu sem getur auðveldlega bugað sterkasta fólk. Orðræðan um Freyju Haraldsdóttur sem brýtur blað um þessar mundir í baráttu fyrir fatlaðar mæður, um Alexöndru Briem sem hefur vakið margt fólk til umhugsunar um kynleiðréttingar með opinskárri umfjöllun sinni um eigið ferli, um Hildi Lilliendahl ef hún tjáir sig almennt og nú síðast um Eddu Hermannsdóttur eru allar af sama meiði. Hatrömm og niðrandi orðræða um konur sem standa í stafni mannréttindabaráttu. Orðræða sem er að stórum hluta spunnin upp af valdastofnunum, af þingmönnum, ráðherrum og fjölmiðlum sem næra ótta og íhaldsemi almennings og ver feðraveldið með ráðum og dáð.Jafnréttisparadísin Ísland Á milli þess sem ráðherrar, þingmenn, ritstjórar, blaðamenn og virkir í athugasemdum fárast yfir konunum sem ögra er þetta sama fólk afar stolt af stöðu Íslands sem jafnréttisfyrirmyndar á alþjóðavettvangi. En það eins og það vanti oggulítinn part í samhengi sögunnar. Árangurinn er nefnilega til kominn vegna hugrekkis og þrautsegju kvenna á borð við þær ofangreindu sem hafa lagt blóð, svita og tár í hvert einasta hænuskref sem stigið hefur verið í átt að jafnrétti. Hvert eitt og einasta hænuskref hefur mætt mótbyr, valdið hugarangri þingmanna, ráðherra og ritstjóra og fjaðrafoki í almennri umræðu. Þessi oggulitli partur í samhenginu þarf að verða sýnilegri og viðurkenndari. Sem betur fer er til fólk sem er tilbúið til að leggja mannorð sitt að veði í þágu jafnréttis og mannréttinda. Ef samfélagið næði stjórn á þessum sjálfkrafa varnarviðbrögðum og tæki hugmyndum þeirra, rökum og tillögum með opnari hug er ég viss um að Ísland gæti orðið að enn betri jafnréttisfyrirmynd á alþjóðavettvangi. Í stað þess að lyppast niður af áhyggjum og vera harmi sleginn þegar baráttufólk kemur með hugmynd mætti taka þeim fagnandi og gleðjast. Jafnvel baka köku? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sóley Tómasdóttir Tengdar fréttir Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00 Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. 24. október 2019 18:30 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Íslandsbanki hefur ákveðið að taka upp fjögur skref heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og taka upp ábyrgari viðskiptahætti, m.a. á sviði umhverfis- og jafnréttismála. Kynningarstjóri bankans skrifaði stuttan pistil á Vísi til að vekja athygli á þessu í vikunni þar sem hún nefndi nokkur dæmi um það sem betur mætti fara. Eitt af því var að taka tillit til kynjasjónarmiða við val á miðlum til birtingar á auglýsingum. Vísir gerði frétt upp úr pistlinum, þar sem fullyrt var að Íslandsbanki hefði sett viðskiptabann á karllæga fjölmiðla með millifyrirsögnum um herör gegn karlmönnum og viðskiptaþvinganir. Fréttin varð fljótlega mest lesin. Þingmenn og ráðherrar sem almennt trúa á frelsi markaðarins voru skyndilega harmi slegnir yfir að banki ætlaði að fara að beita áhrifum sínum, ritstjóri Bændablaðsins talaði um viðskiptaþvinganir, blaðamenn ærðust yfir aðför að frjálsri fjölmiðlun og fréttastofur ljósvakamiðlanna endurvörpuðu þessum áhyggjum til almennings sem sparaði ekki stóru orðin í athugasemdakerfum og á samfélagsmiðlum. Þó mörgum þyki þessar áherslur og aðgerðir Íslandsbanka eðlilegar og tímabærar (og m.a.s. helst til borgaralegar) hefur gagnrýnin verið harkaleg. Fjármálaráðherra fullyrðir að þótt það sé gott og blessað að jafnréttismál séu ofarlega á baugi séu takmörk fyrir því hversu langt menn geti seilst. Athugasemdakerfin ganga enn lengra með ásökunum um fasisma, öfgar og ofbeldi.Hvað ef? Hvað ef einhver af jafnréttisriddurum #heforshe hefðu skrifað upphaflega pistilinn? Hvað ef viðurkenndur hvítur karl í viðskiptalífinu hefði skrifað hann? -Eða jafnvel téður fjármálaráðherra? Getur verið að fjölmiðlaumfjöllun hefði verið öðruvísi, kannski með fyrirsögn um ábyrga viðskiptahætti og heimsmarkmið? Staðreyndin er sú að á meðan framlagi karla til jafnréttisumræðunnar er að jafnaði tekið fagnandi mæta konur sem ögra hefðbundnum kynhlutverkum miklum mótbyr. Konur sem komast í stöðu til að breyta og leggja sig fram um að nýta þá stöðu eru ekki mærðar með sama hætti og fjármálaráðherrar sem baka köku eða utanríkisráðherrar sem tala um #heforshe í erlendum hátíðarræðum (og helvítis tíkur á börum). Þvert á móti mæta þær sérstöku og enn harðara mótlæti en almennt gengur og gerist.Fjölmörg dæmi Undanfarnar vikur hafa konur verið úthrópaðar fyrir að krefjast jafnréttis, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Hlutdræg fjölmiðlaumfjöllun, drifin áfram af smellubrellum, kraumandi reiði virkra í athugasemdum og megn fyrirlitning gagnvart konum spinnur saman orðræðu sem getur auðveldlega bugað sterkasta fólk. Orðræðan um Freyju Haraldsdóttur sem brýtur blað um þessar mundir í baráttu fyrir fatlaðar mæður, um Alexöndru Briem sem hefur vakið margt fólk til umhugsunar um kynleiðréttingar með opinskárri umfjöllun sinni um eigið ferli, um Hildi Lilliendahl ef hún tjáir sig almennt og nú síðast um Eddu Hermannsdóttur eru allar af sama meiði. Hatrömm og niðrandi orðræða um konur sem standa í stafni mannréttindabaráttu. Orðræða sem er að stórum hluta spunnin upp af valdastofnunum, af þingmönnum, ráðherrum og fjölmiðlum sem næra ótta og íhaldsemi almennings og ver feðraveldið með ráðum og dáð.Jafnréttisparadísin Ísland Á milli þess sem ráðherrar, þingmenn, ritstjórar, blaðamenn og virkir í athugasemdum fárast yfir konunum sem ögra er þetta sama fólk afar stolt af stöðu Íslands sem jafnréttisfyrirmyndar á alþjóðavettvangi. En það eins og það vanti oggulítinn part í samhengi sögunnar. Árangurinn er nefnilega til kominn vegna hugrekkis og þrautsegju kvenna á borð við þær ofangreindu sem hafa lagt blóð, svita og tár í hvert einasta hænuskref sem stigið hefur verið í átt að jafnrétti. Hvert eitt og einasta hænuskref hefur mætt mótbyr, valdið hugarangri þingmanna, ráðherra og ritstjóra og fjaðrafoki í almennri umræðu. Þessi oggulitli partur í samhenginu þarf að verða sýnilegri og viðurkenndari. Sem betur fer er til fólk sem er tilbúið til að leggja mannorð sitt að veði í þágu jafnréttis og mannréttinda. Ef samfélagið næði stjórn á þessum sjálfkrafa varnarviðbrögðum og tæki hugmyndum þeirra, rökum og tillögum með opnari hug er ég viss um að Ísland gæti orðið að enn betri jafnréttisfyrirmynd á alþjóðavettvangi. Í stað þess að lyppast niður af áhyggjum og vera harmi sleginn þegar baráttufólk kemur með hugmynd mætti taka þeim fagnandi og gleðjast. Jafnvel baka köku?
Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00
Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. 24. október 2019 18:30
Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30
Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun