Stærsta ógnin Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 23. október 2019 07:00 Mikið væri það nú þægilegt ef hægt væri að verðleggja vöru og þjónustu, nákvæmlega eins og framleiðandanum hentaði. Ef ekkert væri til sem héti samband verðs og gæða, verðteygni eftirspurnar og hvað þá samkeppni við aðra framleiðendur. Draumland framleiðenda en kannski martröð neytenda? Það mætti stundum halda af máli fólks og framgöngu að Ísland sem ferðamannaland sé í nákvæmlega þessari draumastöðu. Það skipti hreinlega engu máli hvernig rekstrarumhverfi ferðaþjónustu sé, það sé bara hægt að hækka verð endalaust. Það sé jafnvel æskilegt, því þá komi bara efnaðir gestir til Íslands, en ekki einhver bakpokalýður sem skilur ekkert eftir sig. Þeim sé hvort sem er alveg sama hvað hlutirnir kosta. Ísland er svo einstakt og frábært. Fátt er hins vegar jafn fjarri lagi og varasamt að ganga út frá því að neytendur, í þessu tilfelli erlendir ferðamenn, séu fífl. Staðreyndin er nefnilega sú, að þó svo að Ísland sé vissulega frábær áfangastaður, þá á hann í samkeppni við fjölda annarra frábærra áfangastaða um hylli ferðamanna. Samkeppnishæfni áfangastaða ferðamanna er samsett af mörgum þáttum, sem eru vegnir og metnir innbyrðis. Í glænýrri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfni áfangastaða, sem nær til 140 landa, og þar sem stuðst er við samkeppnisvísitölu The Travel & Tourism Competitiveness, lendir Ísland í 30. sæti af 140 þjóðum. Ísland hefur lækkað um 12 sæti á þessum lista frá árinu 2015 og er mun neðar en helstu keppinautar. Þegar litið er til einstakra þátta, þá er Ísland reyndar að skora mjög hátt í mörgum ráðandi þáttum, svo sem friði, öryggi, vatnsgæðum, jarðvarma og mannauði. Á hinn bóginn er samkeppnisstaðan afleit þegar kemur að verðlagi. Á þann mælikvarða er Ísland í 138. sæti af 140 þjóðum. Í topp þremur, yfir dýrustu ferðamannalönd í heimi. Hvað er það sem gerir samkeppnisumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu eins slæmt og raun ber vitni? Getum við breytt stöðunni?Hár launakostnaður: Launakostnaður á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í heiminum og tugum prósenta hærri í erlendri mynt, en í flestum okkar samkeppnislöndum.Launatengd gjöld: Þessi kostnaðarþáttur gleymist oft í umræðunni, en er töluvert hærri hér en víðast hvar annars staðar. Hér skal sérstaklega nefnt tryggingargjaldið, sem er öllum atvinnurekendum þyrnir í augum.Grænir skattar: Fara hækkandi og þykir ekki við hæfi að gagnrýna það – en það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að stjórnvöld birti bókhald yfir ráðstöfun þeirra.Almenn skattbyrði er hlutfallslega há á Íslandi. Í því samhengi vil ég sérstaklega nefna há fasteignagjöld, sem hafa hækkað um 35% frá árinu 2012, án þess að aukin þjónusta við fyrirtæki hafi komið á móti. Svört og ólögleg starfsemi er enn allt of útbreidd og skekkir innbyrðis samkeppnisstöðuna verulega.Fíllinn í stofunni er samt gengi íslensku krónunnar. Það er sorglegt en því miður satt að tiltölulega litlar sveiflur í gengi krónu gagnvart helstu viðskiptamyntum, geta skilið á milli feigs og ófeigs í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Því miður er það svo að krónan er enn of sterk til að ferðaþjónustan geti dafnað á sjálfbæran hátt, miðað við það erfiða rekstrarumhverfi sem hún hrærist í. Það er beint samhengi á milli gengisvísitölu og eftirspurnar eftir íslenskri ferðaþjónustu og það eru bein tengsl á milli gengisvísitölu og afkomu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. OECD telur í nýlegri úttekt að samdráttur í ferðaþjónustu sé stærsta ógnin í þjóðarbúskapnum um þessar mundir. Því hlýtur það nú að vera mikilvægasta verkefni stjórnvalda að stuðla að bættu samkeppnisumhverfi greinarinnar. Það er hægt með því að draga úr skattbyrði og stuðla að því að hagstjórnin og stjórn efnahagsmála í landinu taki meira mið af hagsmunum stærstu útflutningsgreinar landsins. Og þar með möguleikum hennar til að skapa enn meiri verðmæti fyrir samfélagið allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Skattar og tollar Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Mikið væri það nú þægilegt ef hægt væri að verðleggja vöru og þjónustu, nákvæmlega eins og framleiðandanum hentaði. Ef ekkert væri til sem héti samband verðs og gæða, verðteygni eftirspurnar og hvað þá samkeppni við aðra framleiðendur. Draumland framleiðenda en kannski martröð neytenda? Það mætti stundum halda af máli fólks og framgöngu að Ísland sem ferðamannaland sé í nákvæmlega þessari draumastöðu. Það skipti hreinlega engu máli hvernig rekstrarumhverfi ferðaþjónustu sé, það sé bara hægt að hækka verð endalaust. Það sé jafnvel æskilegt, því þá komi bara efnaðir gestir til Íslands, en ekki einhver bakpokalýður sem skilur ekkert eftir sig. Þeim sé hvort sem er alveg sama hvað hlutirnir kosta. Ísland er svo einstakt og frábært. Fátt er hins vegar jafn fjarri lagi og varasamt að ganga út frá því að neytendur, í þessu tilfelli erlendir ferðamenn, séu fífl. Staðreyndin er nefnilega sú, að þó svo að Ísland sé vissulega frábær áfangastaður, þá á hann í samkeppni við fjölda annarra frábærra áfangastaða um hylli ferðamanna. Samkeppnishæfni áfangastaða ferðamanna er samsett af mörgum þáttum, sem eru vegnir og metnir innbyrðis. Í glænýrri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfni áfangastaða, sem nær til 140 landa, og þar sem stuðst er við samkeppnisvísitölu The Travel & Tourism Competitiveness, lendir Ísland í 30. sæti af 140 þjóðum. Ísland hefur lækkað um 12 sæti á þessum lista frá árinu 2015 og er mun neðar en helstu keppinautar. Þegar litið er til einstakra þátta, þá er Ísland reyndar að skora mjög hátt í mörgum ráðandi þáttum, svo sem friði, öryggi, vatnsgæðum, jarðvarma og mannauði. Á hinn bóginn er samkeppnisstaðan afleit þegar kemur að verðlagi. Á þann mælikvarða er Ísland í 138. sæti af 140 þjóðum. Í topp þremur, yfir dýrustu ferðamannalönd í heimi. Hvað er það sem gerir samkeppnisumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu eins slæmt og raun ber vitni? Getum við breytt stöðunni?Hár launakostnaður: Launakostnaður á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í heiminum og tugum prósenta hærri í erlendri mynt, en í flestum okkar samkeppnislöndum.Launatengd gjöld: Þessi kostnaðarþáttur gleymist oft í umræðunni, en er töluvert hærri hér en víðast hvar annars staðar. Hér skal sérstaklega nefnt tryggingargjaldið, sem er öllum atvinnurekendum þyrnir í augum.Grænir skattar: Fara hækkandi og þykir ekki við hæfi að gagnrýna það – en það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að stjórnvöld birti bókhald yfir ráðstöfun þeirra.Almenn skattbyrði er hlutfallslega há á Íslandi. Í því samhengi vil ég sérstaklega nefna há fasteignagjöld, sem hafa hækkað um 35% frá árinu 2012, án þess að aukin þjónusta við fyrirtæki hafi komið á móti. Svört og ólögleg starfsemi er enn allt of útbreidd og skekkir innbyrðis samkeppnisstöðuna verulega.Fíllinn í stofunni er samt gengi íslensku krónunnar. Það er sorglegt en því miður satt að tiltölulega litlar sveiflur í gengi krónu gagnvart helstu viðskiptamyntum, geta skilið á milli feigs og ófeigs í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Því miður er það svo að krónan er enn of sterk til að ferðaþjónustan geti dafnað á sjálfbæran hátt, miðað við það erfiða rekstrarumhverfi sem hún hrærist í. Það er beint samhengi á milli gengisvísitölu og eftirspurnar eftir íslenskri ferðaþjónustu og það eru bein tengsl á milli gengisvísitölu og afkomu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. OECD telur í nýlegri úttekt að samdráttur í ferðaþjónustu sé stærsta ógnin í þjóðarbúskapnum um þessar mundir. Því hlýtur það nú að vera mikilvægasta verkefni stjórnvalda að stuðla að bættu samkeppnisumhverfi greinarinnar. Það er hægt með því að draga úr skattbyrði og stuðla að því að hagstjórnin og stjórn efnahagsmála í landinu taki meira mið af hagsmunum stærstu útflutningsgreinar landsins. Og þar með möguleikum hennar til að skapa enn meiri verðmæti fyrir samfélagið allt.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun