Sílesk kona á Íslandi segir yfirstéttina hafa hertekið stjórnmálin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. október 2019 19:00 Alondra Silva segir sársaukafullt að fylgjast með atburðarásinni. Vísir/Friðrik Sílemenn hafa mótmælt stjórnvöldum undanfarna daga og var tilkynning um hækkun fargjalda í neðanjarðarlestarkerfi höfuðborgarinnar Santiago kornið sem fyllti mælinn. Hætt hefur verið við verðhækkunina en áfram er ójöfnuði í landinu mótmælt. Alondra Silva, sílesk kona búsett á Íslandi, segir almenna borgara orðna þreytta á ofríki yfirvalda og misskiptingu í samfélaginu. „Jafnvel þótt við búum ekki lengur við einræði líður manni eins og yfirstéttin hafi hertekið stjórnmálin síðan þá.“ Mótmælendur hafa gert áhlaup á verslanir og í nótt fórust fimm eftir að kveikt var í fataverksmiðju í Santiago. Alondra segist ekki hlynnt því ofbeldi sem hefur verið beitt. Segist þó hafa skilning á reiði mótmælenda. Erfitt sé að fylgjast með atburðunum. „Það er sársaukafullt. Ég hef verið miður mín síðan þetta hófst.“ Hún segir yngri kynslóðina meðvitaða um möguleika sína á því að mótmæla, öfugt við eldri kynslóðir sem áttu hættu á því að vera myrt fyrir mótmæli gegn einræðisherranum Pinochet. „Ég held að ástandið muni ekki batna ef hersveitir verða sendar út á göturnar líkt og í tíð einræðisstjórnarinnar. Ég get séð fyrir mér að það yrði sársaukafullt fyrir foreldra mína. Þeirra kynslóð er enn í sárum. Og nú er eins og við höfum farið aftur í tímann, fjörutíu ár.“ Chile Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Sílemenn hafa mótmælt stjórnvöldum undanfarna daga og var tilkynning um hækkun fargjalda í neðanjarðarlestarkerfi höfuðborgarinnar Santiago kornið sem fyllti mælinn. Hætt hefur verið við verðhækkunina en áfram er ójöfnuði í landinu mótmælt. Alondra Silva, sílesk kona búsett á Íslandi, segir almenna borgara orðna þreytta á ofríki yfirvalda og misskiptingu í samfélaginu. „Jafnvel þótt við búum ekki lengur við einræði líður manni eins og yfirstéttin hafi hertekið stjórnmálin síðan þá.“ Mótmælendur hafa gert áhlaup á verslanir og í nótt fórust fimm eftir að kveikt var í fataverksmiðju í Santiago. Alondra segist ekki hlynnt því ofbeldi sem hefur verið beitt. Segist þó hafa skilning á reiði mótmælenda. Erfitt sé að fylgjast með atburðunum. „Það er sársaukafullt. Ég hef verið miður mín síðan þetta hófst.“ Hún segir yngri kynslóðina meðvitaða um möguleika sína á því að mótmæla, öfugt við eldri kynslóðir sem áttu hættu á því að vera myrt fyrir mótmæli gegn einræðisherranum Pinochet. „Ég held að ástandið muni ekki batna ef hersveitir verða sendar út á göturnar líkt og í tíð einræðisstjórnarinnar. Ég get séð fyrir mér að það yrði sársaukafullt fyrir foreldra mína. Þeirra kynslóð er enn í sárum. Og nú er eins og við höfum farið aftur í tímann, fjörutíu ár.“
Chile Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira