Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Björn Þorfinnsson skrifar 21. október 2019 06:00 Loft er lævi blandið í Santiago, höfuðborg Chile. Nordic Photos/Getty Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. Um áratugaskeið hefur Chile verið stöðugasta ríki Suður-Ameríku. Á yfirborðinu hefur hagsældin verið mikil en undir niðri kraumar óánægja hins þögla meirihluta vegna spillingar og misskiptingar. Kveikjan að mótmælunum í Santiago var hækkun stjórnvalda á miðum í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Miðinn hækkaði aðeins um 5 krónur á hverja ferð en það var þó nóg til þess að allt varð vitlaust í höfuðborginni. „Það er mikil stéttaskipting í Santiago. Það er ákveðinn hluti borgarbúa mjög efnaður og síðan er stór hluti borgarbúa sem nær varla endum saman. Þetta fólk býr oft á ódýrari svæðum lengra frá miðborginni og sækir vinnu eða skóla inn í borgina. Það treystir því mjög neðanjarðarlestakerfið. Þessi hækkun fór því mjög illa í fólk og varð til þess að mótmælin sprungu út. Fljótlega brutust út skelfilegar óeirðir,“ segir Harpa Elín.Harpa Elín HaraldsdóttirAð hennar sögn er farmiðahækkunin þó bara toppurinn á ísjakanum. „Maður upplifir gjá milli stjórnmálamanna og almennings. Undanfarið hafa einnig komið upp nokkur svæsin spillingamál meðal grunnstofnana ríkisins, til dæmis innan lögreglunnar og hersins, sem hefur reitt fólk til reiði. Eitt málið var leyst þannig að hinir seku voru látnir sitja siðfræðitíma sem fór ekki vel í fólk. Þessi mótmæli eiga sér því mjög langan aðdraganda,“ segir Harpa Elín. Að hennar sögn hafi stúdentar hafið mótmælin með því neita að borga hið hækkaða miðaverð og stökkva yfir gjaldahlið neðanjarðarstöðvanna. Síðan hafi þau breiðst hratt út og orðið að stjórnlausum óeirðum í borginni. Tugir neðanjarðarlestarstöðva hafa verið brenndar og um sextíu útibú verslunarkeðjunnar Lider, sem er í eigu Walmart, hafa orðið eldi að bráð. Forseti landsins, Sebastián Piñera, lýsti yfir neyðarástandi og dró síðan fargjaldahækkunina til baka. Þegar það dugði ekki til var tilkynnt um algjört útgöngubann í höfuðborginni. „Það bann var virt að vettugi af stórum hluta borgarbúa. Í hverfinu sem ég bý í safnaðist fólk út á svalir og út á götur til að berja í potta og pönnur. Þetta var friðsamlegt en mjög áhrifaríkt.“ Harpa Elín segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig ástandið muni þróast. „Neðanjarðarlestakerfið er lamað og þar með samgöngur í borginni allri. Skólar hafa verið felldir niður á morgun og í fréttum heyrir maður að mótmælin séu að breiðast út til annarra borga í landinu. Þetta er mjög einkennilegt ástand því þrátt fyrir friðsæld í mínu nærumhverfi þá finnur maður að fólk er virkilega óttaslegið,“ segir Harpa Elín. Birtist í Fréttablaðinu Chile Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. Um áratugaskeið hefur Chile verið stöðugasta ríki Suður-Ameríku. Á yfirborðinu hefur hagsældin verið mikil en undir niðri kraumar óánægja hins þögla meirihluta vegna spillingar og misskiptingar. Kveikjan að mótmælunum í Santiago var hækkun stjórnvalda á miðum í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Miðinn hækkaði aðeins um 5 krónur á hverja ferð en það var þó nóg til þess að allt varð vitlaust í höfuðborginni. „Það er mikil stéttaskipting í Santiago. Það er ákveðinn hluti borgarbúa mjög efnaður og síðan er stór hluti borgarbúa sem nær varla endum saman. Þetta fólk býr oft á ódýrari svæðum lengra frá miðborginni og sækir vinnu eða skóla inn í borgina. Það treystir því mjög neðanjarðarlestakerfið. Þessi hækkun fór því mjög illa í fólk og varð til þess að mótmælin sprungu út. Fljótlega brutust út skelfilegar óeirðir,“ segir Harpa Elín.Harpa Elín HaraldsdóttirAð hennar sögn er farmiðahækkunin þó bara toppurinn á ísjakanum. „Maður upplifir gjá milli stjórnmálamanna og almennings. Undanfarið hafa einnig komið upp nokkur svæsin spillingamál meðal grunnstofnana ríkisins, til dæmis innan lögreglunnar og hersins, sem hefur reitt fólk til reiði. Eitt málið var leyst þannig að hinir seku voru látnir sitja siðfræðitíma sem fór ekki vel í fólk. Þessi mótmæli eiga sér því mjög langan aðdraganda,“ segir Harpa Elín. Að hennar sögn hafi stúdentar hafið mótmælin með því neita að borga hið hækkaða miðaverð og stökkva yfir gjaldahlið neðanjarðarstöðvanna. Síðan hafi þau breiðst hratt út og orðið að stjórnlausum óeirðum í borginni. Tugir neðanjarðarlestarstöðva hafa verið brenndar og um sextíu útibú verslunarkeðjunnar Lider, sem er í eigu Walmart, hafa orðið eldi að bráð. Forseti landsins, Sebastián Piñera, lýsti yfir neyðarástandi og dró síðan fargjaldahækkunina til baka. Þegar það dugði ekki til var tilkynnt um algjört útgöngubann í höfuðborginni. „Það bann var virt að vettugi af stórum hluta borgarbúa. Í hverfinu sem ég bý í safnaðist fólk út á svalir og út á götur til að berja í potta og pönnur. Þetta var friðsamlegt en mjög áhrifaríkt.“ Harpa Elín segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig ástandið muni þróast. „Neðanjarðarlestakerfið er lamað og þar með samgöngur í borginni allri. Skólar hafa verið felldir niður á morgun og í fréttum heyrir maður að mótmælin séu að breiðast út til annarra borga í landinu. Þetta er mjög einkennilegt ástand því þrátt fyrir friðsæld í mínu nærumhverfi þá finnur maður að fólk er virkilega óttaslegið,“ segir Harpa Elín.
Birtist í Fréttablaðinu Chile Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira