Afvopnaði nemanda og gaf honum faðmlag Sylvía Hall skrifar 20. október 2019 12:14 Myndbandsupptaka hefur verið birt af atvikinu. Skjáskot Þann 17. maí á þessu ári gekk hinn átján ára gamli Angel Granados-Diaz inn í kennslustofu í Parkrose framhaldsskólanum vopnaður haglabyssu. Diaz hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum um nokkurt skeið og ætlaði sér að fremja sjálfsvíg. Keanon Lowe, knattspyrnuþjálfari skólans og öryggisvörður, var fljótur til og afvopnaði nemandann. Hann segist hafa séð svipinn á Diaz og áttað sig á því að um alvöru skotvopn væri að ræða. „Eðlisávísunin tók yfir,“ sagði Lowe í samtali við blaðamenn en óhætt er að segja að hann hafi með þessu náð að afstýra því sem var yfirvofandi. Í nýlegri myndbandsupptöku úr öryggismyndavélum skólans hefur málið komist í hámæli á ný þar sem viðbrögð Lowe hafa vakið mikla athygli. Þegar Lowe hafði afvopnað Diaz fór fylgdi hann honum út úr kennslustofunni og fram á gang. Með skotvopnið í annarri höndinni tók hann utan um drenginn og gaf honum faðmlag. Á meðan kom annar maður hlaupandi og tók skotvopnið í burtu. Í fyrstu virðist Diaz vera hikandi og reynir að komast undan faðmlaginu en Lowe gefur sig ekki og heldur þéttingsfast um nemandann. Á endanum lætur Diaz undan og faðmar hann til baka í nokkurn tíma þar til þeir hverfa af því svæði sem myndavélin nær til. Eftir atvikið í maí lýsti Lowe því að hann hefði átt tilfinningaríka stund með nemandanum. Eftir að hann hefði afvopnað nemandann hafi þeir staðið tveir saman. „Þetta var tilfinningaríkt fyrir hann, þetta var tilfinningaríkt fyrir mig. Á þessari stundu fann ég fyrir samkennd. Oft á tíðum, sérstaklega þegar þú ert ungur, þá áttar þú þig ekki á því hvað þú ert að gera fyrr en það er afstaðið.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Þann 17. maí á þessu ári gekk hinn átján ára gamli Angel Granados-Diaz inn í kennslustofu í Parkrose framhaldsskólanum vopnaður haglabyssu. Diaz hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum um nokkurt skeið og ætlaði sér að fremja sjálfsvíg. Keanon Lowe, knattspyrnuþjálfari skólans og öryggisvörður, var fljótur til og afvopnaði nemandann. Hann segist hafa séð svipinn á Diaz og áttað sig á því að um alvöru skotvopn væri að ræða. „Eðlisávísunin tók yfir,“ sagði Lowe í samtali við blaðamenn en óhætt er að segja að hann hafi með þessu náð að afstýra því sem var yfirvofandi. Í nýlegri myndbandsupptöku úr öryggismyndavélum skólans hefur málið komist í hámæli á ný þar sem viðbrögð Lowe hafa vakið mikla athygli. Þegar Lowe hafði afvopnað Diaz fór fylgdi hann honum út úr kennslustofunni og fram á gang. Með skotvopnið í annarri höndinni tók hann utan um drenginn og gaf honum faðmlag. Á meðan kom annar maður hlaupandi og tók skotvopnið í burtu. Í fyrstu virðist Diaz vera hikandi og reynir að komast undan faðmlaginu en Lowe gefur sig ekki og heldur þéttingsfast um nemandann. Á endanum lætur Diaz undan og faðmar hann til baka í nokkurn tíma þar til þeir hverfa af því svæði sem myndavélin nær til. Eftir atvikið í maí lýsti Lowe því að hann hefði átt tilfinningaríka stund með nemandanum. Eftir að hann hefði afvopnað nemandann hafi þeir staðið tveir saman. „Þetta var tilfinningaríkt fyrir hann, þetta var tilfinningaríkt fyrir mig. Á þessari stundu fann ég fyrir samkennd. Oft á tíðum, sérstaklega þegar þú ert ungur, þá áttar þú þig ekki á því hvað þú ert að gera fyrr en það er afstaðið.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira