Hljóp maraþon í öllum ríkjum heims og setur stefnuna á Ísland Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2019 10:50 Nick Butter og vinur hans Kevin Webber við endalok síðasta maraþonsins af 196. Mynd/Instagram Bretinn Nick Butter skráði nafn sitt í sögubækurnar á sunnudaginn þegar hann lauk maraþoni í Grikklandi. Það þykir kannski ekki merkilegt út af fyrir sig en með maraþonhlaupinu í Grikklandi náði Butter þeim áfanga að hafa hlaupið maraþon í 196 ríkjum frá því í janúar í fyrra. Um er að ræða þau 193 ríki sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Vatíkanið, Palestínu og Taívan. Með því vonast Butter til að safna 250 þúsund pundum til góðgerðarmála. Átak þetta tók 674 daga og tvö maraþon í tveimur ríkjum á hverri viku, að meðaltali. Alls hljóp hann meira en 8.200 kílómetra. Þá er óhætt að segja að hlaup Butter hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Það var skotið á hann í Nígeríu. Villihundar réðust á hann í Túnis, hann var rændur tvisvar sinnum, varð fyrir bíl og þurfti að hlaupa yfir vígvelli í Sýrlandi, svo eitthvað sé nefnt. Fann fór í 201 flugferð, 45 lestaferðir, tók rútu 15 sinnum og leigubíla 280 sinnum, samkvæmt frétt The Times (áskriftarvefur).Í samtali við Times segir Butter að hann sé ekki hættur að hlaupa og ætlar hann sér að hlaupa um Ísland á næsta ári. Hugmyndin kviknaði árið 2016 þegar Butter kynntist Kevin Webber þar sem þeir voru báðir að undirbúa sig fyrir Marathon des Sables í Marokkó. Webber sagðist hafa greinst með ólæknandi krabbamein í blöðruhálskirtli og hann væri að reyna að nota þann tíma sem hann ætti eftir til að safna til góðgerðamála. „Ég trúði því ekki að þessi maður, sem var svo fullur af hamingju og lífi, hafi verið að segja mér að hann væri með ólæknandi krabbamein,“ sagði Butter. Hann sagði Kevin hafa breytt lífi sínu og í framhaldinu hafi hann sagt upp í bankanum sem hann starfaði í og skipt jakkafötunum út fyrir hlaupabuxurnar að eilífu. „Meðal líf er 29,747 dagar að lengd og ef þú ert breskur verð um níu árum í að horfa á sjónvarpið. Það er áhugavert að fá fólk til að hugsa um hve miklum tíma það sóar í eitthvað sem það hefur í raun ekki áhuga á.“Thank you @SkyNews for this interview #runningtheworld196https://t.co/7lbCfHtjNppic.twitter.com/z5WcLGUyGp — Nick Butter (@nickbutterrun) November 12, 2019 Bretland Hlaup Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Bretinn Nick Butter skráði nafn sitt í sögubækurnar á sunnudaginn þegar hann lauk maraþoni í Grikklandi. Það þykir kannski ekki merkilegt út af fyrir sig en með maraþonhlaupinu í Grikklandi náði Butter þeim áfanga að hafa hlaupið maraþon í 196 ríkjum frá því í janúar í fyrra. Um er að ræða þau 193 ríki sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Vatíkanið, Palestínu og Taívan. Með því vonast Butter til að safna 250 þúsund pundum til góðgerðarmála. Átak þetta tók 674 daga og tvö maraþon í tveimur ríkjum á hverri viku, að meðaltali. Alls hljóp hann meira en 8.200 kílómetra. Þá er óhætt að segja að hlaup Butter hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Það var skotið á hann í Nígeríu. Villihundar réðust á hann í Túnis, hann var rændur tvisvar sinnum, varð fyrir bíl og þurfti að hlaupa yfir vígvelli í Sýrlandi, svo eitthvað sé nefnt. Fann fór í 201 flugferð, 45 lestaferðir, tók rútu 15 sinnum og leigubíla 280 sinnum, samkvæmt frétt The Times (áskriftarvefur).Í samtali við Times segir Butter að hann sé ekki hættur að hlaupa og ætlar hann sér að hlaupa um Ísland á næsta ári. Hugmyndin kviknaði árið 2016 þegar Butter kynntist Kevin Webber þar sem þeir voru báðir að undirbúa sig fyrir Marathon des Sables í Marokkó. Webber sagðist hafa greinst með ólæknandi krabbamein í blöðruhálskirtli og hann væri að reyna að nota þann tíma sem hann ætti eftir til að safna til góðgerðamála. „Ég trúði því ekki að þessi maður, sem var svo fullur af hamingju og lífi, hafi verið að segja mér að hann væri með ólæknandi krabbamein,“ sagði Butter. Hann sagði Kevin hafa breytt lífi sínu og í framhaldinu hafi hann sagt upp í bankanum sem hann starfaði í og skipt jakkafötunum út fyrir hlaupabuxurnar að eilífu. „Meðal líf er 29,747 dagar að lengd og ef þú ert breskur verð um níu árum í að horfa á sjónvarpið. Það er áhugavert að fá fólk til að hugsa um hve miklum tíma það sóar í eitthvað sem það hefur í raun ekki áhuga á.“Thank you @SkyNews for this interview #runningtheworld196https://t.co/7lbCfHtjNppic.twitter.com/z5WcLGUyGp — Nick Butter (@nickbutterrun) November 12, 2019
Bretland Hlaup Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira