Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2019 15:49 Mikill fjöldi lögreglumanna er á vettvangi vegna árásarinnar. Getty Images/Chris J Ratcliffe Karlmaður var skotinn til bana af lögreglunni í London um klukkan tvö í dag grunaður um hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni. Nokkur fjöldi manna slasaðist við árásina.Þetta er það sem við vitum um árásina:Tilkynnt var um hnífaárás á London Bridge um klukkan 14Breska lögreglan brást við atvikinu sem um hryðjuverk væri að ræðaVopnaðir lögreglumenn skutu árásarmanninn til bana á London BridgeNokkrir særðust í hnífaárásinniÁrásarmaðurinn var klæddur í gervisprengjuvestiLondon Bridge verður áfram lokuð og lögreglumenn verða áberandi í grennd til að tryggja öryggi almenningsLögreglan biðlar til almennings um myndbönd og myndir teknar af vitnumTæknideild lögreglu er við störf á vettvangiSky News er með beina fréttaútsendingu hér að neðan.Breska lögreglan var laust fyrir klukkan þrjú í dag kölluð út að London Bridge vegna manns sem réðst að fólki vopnaður hnífi. Maðurinn er sagður hafa náð að særa nokkra að því er fram kemur á vef Breska ríkisútvarpsins BBC. Einn hefur verið skotinn af lögreglu. Lögreglan í London segir atburðarásina enn óljósa en til segjast bregðast við atburðinum eins og um hryðjuverk sé að ræða. Mikil skelfing greip um sig á meðal viðstaddra en lögregla hefur nú lokað umferð í báðar áttir. Vitni segjast hafa heyrt tvo skothvelli.Fólk flúði af brúnni Mikill fjöldi lörgeglumanna, margir hverjir gráir fyrir járnum, mætti á svæðið og beindi verkamönnum og ferðamönnum af svæðinu. Svæðið í kringum London Bridge er pakkað af háum skrifstofubyggingum, bönkum, veitingastöðum og krám. Starfsmönnum í byggingum hefur verið sagt að halda kyrru fyrir innandyra. London brúin tengir viðskiptahverfi borgarinnar við suðurbakka árinnar Thames.London Bridge Attack pic.twitter.com/1R6v0j1o51— Wolfgang Kitzler (@wolfgangert) November 29, 2019 Lögreglan segir einn mann hafa verið tekinn höndum og nokkur fjöldi hafi særst. Vitni lýstu því að hafa orðið vör við það sem virtust vera slagsmál á brúnni og svo heyrðust skothvellir. Sky News greindi frá því að sá sem var skotinn hafi verið meintur árásarmaður.Heyrði skothvelliEinar Orn, útvarpsmaður í London, fylgdist með því sem fram fór á svölum skrifstofubyggingar þar sem hann vinnur. Einar sat utandyra en á leiðinni inn eftir hádegishlé þegar hann sá allt í einu lögreglubíla mæta á svæðið. Svo heyrði hann hvelli. „Við héldum að þetta væru byssuskot eða flugeldar, vorum ekki viss. Nokkrum mínútum síðar þá heyrðum við miklu fleiri byssuskot, fólk byrjaði að hlaupa af brúnni að götunum. Strætóarnir stoppuðu, fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla komu á svæðið svo það hefur margt verið að gerast,“ sagði Einar Orn í viðtali við BBC. Hann segir mjög marga hafa verið á brúnni, líklega í kringum 300 hlaupandi á brúnni og nokkrir á götunni, en svo hafi bílar og strætóar blokkað útsýni hans. Einar Orn birti þessi myndbönd í dag en fréttastofu er ekki kunnugt um hvort hann sé af íslensku bergi brotinn.pic.twitter.com/tUuUBCTVTp— Einar Orn (@einarorn_) November 29, 2019 Lögreglan í London lækkaði viðbúnaðarstig sitt vegna hryðjuverkaárása þann 4. nóvember síðastliðinn. Fór hættustigið úr mjög miklu í töluvert sem þýðir að líkur voru taldar á hryðjuverkaárás en áður voru þær taldar miklar. Íbúar og vegfarendur í London eru hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna lögreglu taki það eftir einhverju grunsamlegu.Að neðan má sjá myndbönd frá vettvangi í London. "There was a rush of people running into the cafe...people rushed in, immediately the manager ran and shut the door and locked it, and everybody basically dove under the tables," says a witness who was at a cafe near London Bridge during the incident https://t.co/uyjGx0cpS5 pic.twitter.com/UUhBCyX2ir— CNN International (@cnni) November 29, 2019 Athugasemd ritstjórnarVinnustöðvun vefblaðamanna stendur yfir á Vísi. Fréttastofa óskaði eftir undanþágu til að geta flutt lesendum sínum fregnir af atburðunum í London sem gætu varðað öryggi Íslendinga á svæðinu. Undanþágunefnd Blaðamannafélags Íslands samþykkti undanþágubeiðnina. Bretland England Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Karlmaður var skotinn til bana af lögreglunni í London um klukkan tvö í dag grunaður um hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni. Nokkur fjöldi manna slasaðist við árásina.Þetta er það sem við vitum um árásina:Tilkynnt var um hnífaárás á London Bridge um klukkan 14Breska lögreglan brást við atvikinu sem um hryðjuverk væri að ræðaVopnaðir lögreglumenn skutu árásarmanninn til bana á London BridgeNokkrir særðust í hnífaárásinniÁrásarmaðurinn var klæddur í gervisprengjuvestiLondon Bridge verður áfram lokuð og lögreglumenn verða áberandi í grennd til að tryggja öryggi almenningsLögreglan biðlar til almennings um myndbönd og myndir teknar af vitnumTæknideild lögreglu er við störf á vettvangiSky News er með beina fréttaútsendingu hér að neðan.Breska lögreglan var laust fyrir klukkan þrjú í dag kölluð út að London Bridge vegna manns sem réðst að fólki vopnaður hnífi. Maðurinn er sagður hafa náð að særa nokkra að því er fram kemur á vef Breska ríkisútvarpsins BBC. Einn hefur verið skotinn af lögreglu. Lögreglan í London segir atburðarásina enn óljósa en til segjast bregðast við atburðinum eins og um hryðjuverk sé að ræða. Mikil skelfing greip um sig á meðal viðstaddra en lögregla hefur nú lokað umferð í báðar áttir. Vitni segjast hafa heyrt tvo skothvelli.Fólk flúði af brúnni Mikill fjöldi lörgeglumanna, margir hverjir gráir fyrir járnum, mætti á svæðið og beindi verkamönnum og ferðamönnum af svæðinu. Svæðið í kringum London Bridge er pakkað af háum skrifstofubyggingum, bönkum, veitingastöðum og krám. Starfsmönnum í byggingum hefur verið sagt að halda kyrru fyrir innandyra. London brúin tengir viðskiptahverfi borgarinnar við suðurbakka árinnar Thames.London Bridge Attack pic.twitter.com/1R6v0j1o51— Wolfgang Kitzler (@wolfgangert) November 29, 2019 Lögreglan segir einn mann hafa verið tekinn höndum og nokkur fjöldi hafi særst. Vitni lýstu því að hafa orðið vör við það sem virtust vera slagsmál á brúnni og svo heyrðust skothvellir. Sky News greindi frá því að sá sem var skotinn hafi verið meintur árásarmaður.Heyrði skothvelliEinar Orn, útvarpsmaður í London, fylgdist með því sem fram fór á svölum skrifstofubyggingar þar sem hann vinnur. Einar sat utandyra en á leiðinni inn eftir hádegishlé þegar hann sá allt í einu lögreglubíla mæta á svæðið. Svo heyrði hann hvelli. „Við héldum að þetta væru byssuskot eða flugeldar, vorum ekki viss. Nokkrum mínútum síðar þá heyrðum við miklu fleiri byssuskot, fólk byrjaði að hlaupa af brúnni að götunum. Strætóarnir stoppuðu, fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla komu á svæðið svo það hefur margt verið að gerast,“ sagði Einar Orn í viðtali við BBC. Hann segir mjög marga hafa verið á brúnni, líklega í kringum 300 hlaupandi á brúnni og nokkrir á götunni, en svo hafi bílar og strætóar blokkað útsýni hans. Einar Orn birti þessi myndbönd í dag en fréttastofu er ekki kunnugt um hvort hann sé af íslensku bergi brotinn.pic.twitter.com/tUuUBCTVTp— Einar Orn (@einarorn_) November 29, 2019 Lögreglan í London lækkaði viðbúnaðarstig sitt vegna hryðjuverkaárása þann 4. nóvember síðastliðinn. Fór hættustigið úr mjög miklu í töluvert sem þýðir að líkur voru taldar á hryðjuverkaárás en áður voru þær taldar miklar. Íbúar og vegfarendur í London eru hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna lögreglu taki það eftir einhverju grunsamlegu.Að neðan má sjá myndbönd frá vettvangi í London. "There was a rush of people running into the cafe...people rushed in, immediately the manager ran and shut the door and locked it, and everybody basically dove under the tables," says a witness who was at a cafe near London Bridge during the incident https://t.co/uyjGx0cpS5 pic.twitter.com/UUhBCyX2ir— CNN International (@cnni) November 29, 2019 Athugasemd ritstjórnarVinnustöðvun vefblaðamanna stendur yfir á Vísi. Fréttastofa óskaði eftir undanþágu til að geta flutt lesendum sínum fregnir af atburðunum í London sem gætu varðað öryggi Íslendinga á svæðinu. Undanþágunefnd Blaðamannafélags Íslands samþykkti undanþágubeiðnina.
Bretland England Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira