Innlent

Verslunarstjóri hjá Bónus sekur um fjárdrátt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr verslun Bónus.
Úr verslun Bónus. Fréttablaðið/Eyþór
Karlmaður sem starfaði sem verslunarstjóri hjá Bónus á Akureyri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fé við störf hjá versluninni. Upphæðin nam 347 þúsund krónum en karlmaðurinn mínusfærði í átján skipti í afgreiðslukössum verslunarinnar eins og viðskiptavinir væru að skila vörum.

Hann tók svo peningana úr afgreiðslukössunum sem samsvaraði mínusfærslunni og stakk í eigin vasa. Brotin dreifðust yfir átta mánuði en upphæðirnar voru frá rúmlega fimm þúsund krónum upp í fjörutíu þúsund krónur. Ráðstafaði hann peningunum til eigin neyslu og var því sömuleiðis ákærður og dæmdur fyrir peningaþvætti.

Hann játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Hann hefur hreinan sakaferil og þótti þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi hæfileg refsing.

Ekki kemur fram í dómnum, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra, hvort verslunarstjórinn hafi endurgreitt peningana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×