Umskurður drengja er tímaskekkja Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 08:15 Það eru ómetanleg forréttindi að fá að búa og alast upp á Íslandi við frelsi og frið. Við Íslendingar búum yfir því láni að hafa frelsi til athafna og getum verið stolt af þeim framförum sem hafa áunnist m.a. í jafnréttismálum, réttindabaráttu hinsegin fólks og réttindum barna. Þrátt fyrir góðan árangur á mörgum sviðum eigum við enn langt í land til að uppfylla ýmsar skuldbindingar sem við höfum gengist undir á alþjóðavísu til að tryggja réttindi borgaranna. Einn af þeim samningunum sem Ísland er aðili að er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem í ár fagnar 30 ára afmæli. Samningurinn var tímamótasamningur og hefur haft gríðarleg áhrif á réttarstöðu barna um allan heim. Má þar nefna bann við umskurði stúlkna sem tók gildi árið 2005 hér á landi. Hér er um að ræða aðgerðir sem gerðar voru á kynfærum stúlkubarna án þeirra samþykkis, oft á hrottalegan hátt í nafni trúar- og menningarhefða með tilheyrandi þjáningum og jafnvel dauða. Umskurður drengja er þó enn leyfilegur. Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns og getur ollið barninu bæði sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti fullorðinna til að taka óafturkræfar trúar- og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Í því samhengi er vert að árétta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verndar börn gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra og skyldar aðildarríki sáttmálans til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi. Það samræmist illa Barnasáttmálanum, sem kveður á um að börn eigi að fá að tjá sig um öll þau málefni sem þau varða, að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja er, án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess að slík aðgerð sé gerð. Umrædd aðgerð ætti því einungis að fara fram að frumkvæði þess einstaklings sem aðgerðin er gerð á. Umskurður drengja er almennt framkvæmdur á mjög ungum börnum. Það er ótækt að forsjáraðilar barna geti tekið svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni. Það kann að vera svo að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Íslendingar sem upplýst þjóð, ættu að standa fremst þjóða í að verja rétt barna til yfirráða yfir eigin líkama. Drengir á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir slíku óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Þá fyrst geta Íslendingar sagt að börn á Íslandi njóti verndar í lögum gegn varanlegum líkamsaðgerðum í nafni trúar og menningarhefða. Höfundur er laganemi, stjórnarmeðlimur í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) og jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það eru ómetanleg forréttindi að fá að búa og alast upp á Íslandi við frelsi og frið. Við Íslendingar búum yfir því láni að hafa frelsi til athafna og getum verið stolt af þeim framförum sem hafa áunnist m.a. í jafnréttismálum, réttindabaráttu hinsegin fólks og réttindum barna. Þrátt fyrir góðan árangur á mörgum sviðum eigum við enn langt í land til að uppfylla ýmsar skuldbindingar sem við höfum gengist undir á alþjóðavísu til að tryggja réttindi borgaranna. Einn af þeim samningunum sem Ísland er aðili að er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem í ár fagnar 30 ára afmæli. Samningurinn var tímamótasamningur og hefur haft gríðarleg áhrif á réttarstöðu barna um allan heim. Má þar nefna bann við umskurði stúlkna sem tók gildi árið 2005 hér á landi. Hér er um að ræða aðgerðir sem gerðar voru á kynfærum stúlkubarna án þeirra samþykkis, oft á hrottalegan hátt í nafni trúar- og menningarhefða með tilheyrandi þjáningum og jafnvel dauða. Umskurður drengja er þó enn leyfilegur. Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns og getur ollið barninu bæði sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti fullorðinna til að taka óafturkræfar trúar- og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Í því samhengi er vert að árétta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verndar börn gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra og skyldar aðildarríki sáttmálans til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi. Það samræmist illa Barnasáttmálanum, sem kveður á um að börn eigi að fá að tjá sig um öll þau málefni sem þau varða, að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja er, án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess að slík aðgerð sé gerð. Umrædd aðgerð ætti því einungis að fara fram að frumkvæði þess einstaklings sem aðgerðin er gerð á. Umskurður drengja er almennt framkvæmdur á mjög ungum börnum. Það er ótækt að forsjáraðilar barna geti tekið svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni. Það kann að vera svo að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Íslendingar sem upplýst þjóð, ættu að standa fremst þjóða í að verja rétt barna til yfirráða yfir eigin líkama. Drengir á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir slíku óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Þá fyrst geta Íslendingar sagt að börn á Íslandi njóti verndar í lögum gegn varanlegum líkamsaðgerðum í nafni trúar og menningarhefða. Höfundur er laganemi, stjórnarmeðlimur í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) og jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ).
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun