Sagt upp eftir sjónvarpsumræður um Samherjamálið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2019 09:27 Namibíumenn ganga til kosninga í dag. AP/Sonja Smith Fréttamaður sem starfaði í lausamennsku fyrir namibísku fréttaveituna Nampa missti vinnuna um eftir að hann tók þátt í umræðum um Samherjamálið í spjallþætti á namibískri sjónvarpsstöð á sunnudaginn. Yfirmenn hans segja að þátttaka hans í þættinum hafi skaðað orðspor fréttaveitunnar.Frá þessu er greint á vef Namibian en þar kemur fram að það hafi komið fréttamanninum, Vito Angula, á óvart að fá uppsagnarbréf eftir að hafa tekið þátt í umræðum um Samherjamálið í sjónvarpsþættinum. Hann sé reglulegur gestur í þáttum sjónvarpsstöðvarinnar One Africa.Það sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á yfirmönnum hans hjá Nampa eru ummæli hans um tengsl stjórnmálamanna við hákarlana svokölluðu í Samherjamálinu.„Ég reyndi að vera málefnalegur og eitt af því sem ég sagði var að þetta væri spilling. Þetta liti út eins og hagsmunaárekstur miðað við nálægð þeirra við forsetann,“ er haft eftir Angula á vef Namibian.Ósáttir við þátttöku í „mjög umdeildum“ umræðum Í frétt Namibian er vitnað í uppsagnarbréf sem Angula fékk í hendurnar eftir þátttökuna í þættinum. Þar segir að brottrekstrarsökin sé sú að Angula hafi skaðað orðspor fréttaveitunnar og mögulega komið óorði á ritstjórnarstefnu fréttaveiturinnar með því að taka þátt í „mjög umdeildum“ umræðum í sjónvarpi um Samherjamálið.Sjá einnig: Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysisÞannig hafi þátttaka hans verið án leyfis ritstjóra og framkvæmdastjóra fréttaveitunnar sem sé eitthvað sem ítarlega hafi verið rætt um þegar ráðningarsamningur Angula tók gildi. Þá hafi Angula verið ítrekað varaður við því að taka þátt í opinberum umræðum á borð við þær sem voru til tals í sjónvarpsþættinum.Kosningar fara fram í Namibíu í dag.AP/Sonja Smith.Í frétt Namibian segir að Angula sé í viðræðum við lögmann um að áfrýja brottrekstrinum. Hann setji spurningarmerki við hvað hafi leitt til brottrekstrar hans.Forseta- og þingkosningar fara fram í Namibíu í dag. Búist er við spennandi forsetakosningum og líklegt er talið að mjótt verði á munum á milli Hage Geingob, forseti Namibíu og Panduleni Itula, sem býður sig fram sem óháður frambjóðandi. Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysis Talið er líklegt að framboð tannlæknisins Panduleni Itula til forseta Namibíu muni velgja sitjandi forseta og SWAPO-stjórnmálaflokki hans verulega undir uggum í forseta- og þingkosningunum sem framundan eru í ríkinu. 24. nóvember 2019 21:00 Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57 Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Fréttamaður sem starfaði í lausamennsku fyrir namibísku fréttaveituna Nampa missti vinnuna um eftir að hann tók þátt í umræðum um Samherjamálið í spjallþætti á namibískri sjónvarpsstöð á sunnudaginn. Yfirmenn hans segja að þátttaka hans í þættinum hafi skaðað orðspor fréttaveitunnar.Frá þessu er greint á vef Namibian en þar kemur fram að það hafi komið fréttamanninum, Vito Angula, á óvart að fá uppsagnarbréf eftir að hafa tekið þátt í umræðum um Samherjamálið í sjónvarpsþættinum. Hann sé reglulegur gestur í þáttum sjónvarpsstöðvarinnar One Africa.Það sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á yfirmönnum hans hjá Nampa eru ummæli hans um tengsl stjórnmálamanna við hákarlana svokölluðu í Samherjamálinu.„Ég reyndi að vera málefnalegur og eitt af því sem ég sagði var að þetta væri spilling. Þetta liti út eins og hagsmunaárekstur miðað við nálægð þeirra við forsetann,“ er haft eftir Angula á vef Namibian.Ósáttir við þátttöku í „mjög umdeildum“ umræðum Í frétt Namibian er vitnað í uppsagnarbréf sem Angula fékk í hendurnar eftir þátttökuna í þættinum. Þar segir að brottrekstrarsökin sé sú að Angula hafi skaðað orðspor fréttaveitunnar og mögulega komið óorði á ritstjórnarstefnu fréttaveiturinnar með því að taka þátt í „mjög umdeildum“ umræðum í sjónvarpi um Samherjamálið.Sjá einnig: Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysisÞannig hafi þátttaka hans verið án leyfis ritstjóra og framkvæmdastjóra fréttaveitunnar sem sé eitthvað sem ítarlega hafi verið rætt um þegar ráðningarsamningur Angula tók gildi. Þá hafi Angula verið ítrekað varaður við því að taka þátt í opinberum umræðum á borð við þær sem voru til tals í sjónvarpsþættinum.Kosningar fara fram í Namibíu í dag.AP/Sonja Smith.Í frétt Namibian segir að Angula sé í viðræðum við lögmann um að áfrýja brottrekstrinum. Hann setji spurningarmerki við hvað hafi leitt til brottrekstrar hans.Forseta- og þingkosningar fara fram í Namibíu í dag. Búist er við spennandi forsetakosningum og líklegt er talið að mjótt verði á munum á milli Hage Geingob, forseti Namibíu og Panduleni Itula, sem býður sig fram sem óháður frambjóðandi.
Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysis Talið er líklegt að framboð tannlæknisins Panduleni Itula til forseta Namibíu muni velgja sitjandi forseta og SWAPO-stjórnmálaflokki hans verulega undir uggum í forseta- og þingkosningunum sem framundan eru í ríkinu. 24. nóvember 2019 21:00 Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57 Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysis Talið er líklegt að framboð tannlæknisins Panduleni Itula til forseta Namibíu muni velgja sitjandi forseta og SWAPO-stjórnmálaflokki hans verulega undir uggum í forseta- og þingkosningunum sem framundan eru í ríkinu. 24. nóvember 2019 21:00
Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57
Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28