Netanjahú samþykkir að boða til formannskosninga innan Líkúd Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2019 22:58 Staða Netanjahú innan Líkúd hefur jafnan verið betri. Getty/Amir Levy Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna. Times of Israel greinir frá. Andstæðingar Netanjahú, með Gideon Sa‘ar fremstan í flokki hafa þrýst á flokksforystu Líkúd eftir að Ríkissaksóknari Ísrael tilkynnti á dögunum að forsætisráðherrann yrði ákærður fyrir spillingu í þremur mismunandi málum. Þó hafði Sa‘ar lengur kallað eftir formannskjöri en stjórnarkreppa hefur ríkt í Ísrael frá kosningum í September en hvorki Netanjahú né andstæðingi hans, Benny Gantz tókst að mynda ríkisstjórn. Í kjölfar kosninganna hóf Sa‘ar að kalla eftir því að stokkað yrði upp í æðstu stöðum innan stjórnarflokksins Líkúd sem hefur undir stjórn Netanjahú setið í ríkisstjórn frá árinu 2009. Netanjahú hefur þó hingað til hafnað þeim tillögum Sa‘ar. En með væntanlegum ákærum gegn honum hefur Netanjahú snúist hugur og gæti svo orðið að nýr formaður flokksins verði kjörinn. Netanjahú tók sjálfur við embætti af Aríel Sharon árið 2005 þegar sá síðarnefndi stofnaði Kadima flokkinn. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær innan þessara sex vikna kosningarnar fara fram. Samkvæmt ísraelskum stjórnskipunarlögum eru þó eingöngu sextán dagar til stefnu áður en að boðað verður til þingkosninga á nýjan leik. Andstæðingar forsætisráðherrans hafa kallað eftir því að nýr formaður verði kjörinn innan þess tíma. Ísrael Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna. Times of Israel greinir frá. Andstæðingar Netanjahú, með Gideon Sa‘ar fremstan í flokki hafa þrýst á flokksforystu Líkúd eftir að Ríkissaksóknari Ísrael tilkynnti á dögunum að forsætisráðherrann yrði ákærður fyrir spillingu í þremur mismunandi málum. Þó hafði Sa‘ar lengur kallað eftir formannskjöri en stjórnarkreppa hefur ríkt í Ísrael frá kosningum í September en hvorki Netanjahú né andstæðingi hans, Benny Gantz tókst að mynda ríkisstjórn. Í kjölfar kosninganna hóf Sa‘ar að kalla eftir því að stokkað yrði upp í æðstu stöðum innan stjórnarflokksins Líkúd sem hefur undir stjórn Netanjahú setið í ríkisstjórn frá árinu 2009. Netanjahú hefur þó hingað til hafnað þeim tillögum Sa‘ar. En með væntanlegum ákærum gegn honum hefur Netanjahú snúist hugur og gæti svo orðið að nýr formaður flokksins verði kjörinn. Netanjahú tók sjálfur við embætti af Aríel Sharon árið 2005 þegar sá síðarnefndi stofnaði Kadima flokkinn. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær innan þessara sex vikna kosningarnar fara fram. Samkvæmt ísraelskum stjórnskipunarlögum eru þó eingöngu sextán dagar til stefnu áður en að boðað verður til þingkosninga á nýjan leik. Andstæðingar forsætisráðherrans hafa kallað eftir því að nýr formaður verði kjörinn innan þess tíma.
Ísrael Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira