Horfum til stjarnanna! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 24. nóvember 2019 09:00 Þrjár helstu birtingarmyndir ADHD eru athyglisbrestur, hvatvísi og ofvirkni. Þar undir leynast ótal undirflokkar. Sjálfur kýs ég að kalla þetta eiginleika, suma daga eiga þeir til að flækjast örlítið fyrir mér en nýtast mér til góðra verka aðra daga. Hér eru dæmi um eiginleika sem „athyglisbrestir“ kannast eflaust vel við:Ofurfókus (e. hyperfocus): Væntanlega kemur sumum spánskt fyrir sjónir að einhver með athyglisbrest geti haldið 150% athygli í ákveðnu verkefni. Þessi eiginleiki ADHD er þó vel þekktur og getur svo sannanlega nýst vel undir réttum kringumstæðum. Kannski er kúnstin að velja sér áreiti. Sjálfur nota ég gjarnan ákveðna tegund af tónlist eða sæki í hæfilegt skvaldur á kaffihúsi þar sem ég þekki hvert hljóð og þarf ekki að velta þeim frekar fyrir mér.Seigla: Auðvitað flækist ADHD fyrir manni af og til. Fyrir vikið erum við athyglisbrestirnir þaulvön að yfirstíga hindranir, finna nýjar leiðir og gera helst betur en upp var lagt með. Sterkir persónleikar: Stundum er sagt að við athyglisbrestir séum upp til hópa orkumiklir, skemmtilegir og fluggáfaðir einstaklingar. Ekki ætla ég að draga það í efa. Við gerum hiklaust grín að eigin mistökum, vitum enda manna best hversu fullkomnunarhugtakið er stórlega ofmetið. Fyrir vikið höfum við mögulega öðlast ákveðna auðmýkt og virðingu fyrir manneskjunni sem býr innra með öllum. Þetta er eiginleiki sem skapar gott andrúmsloft og getur lýst upp daginn hjá öðrum.Örlæti og rík réttlætiskennd: Einstaklingur með ADHD má sjaldnast aumt sjá og vill hjálpa öðrum. Að sjálfsögðu verður allt að vera innan skynsamlegra marka, en um leið gefum við mikið af okkur. Við þekkjum líka af eigin raun hvað það er að berjast móti straumnum, að vera öðruvísi og tökum iðulega upp hanskann fyrir aðra í svipaðri stöðu.Hugvitsöm og skapandi: Í stormi hugmyndaflugsins sér einstaklingur með ADHD gjarnan lausnir sem öðrum kæmi ekki til hugar. Einmitt þess vegna má finna í okkar hópi fjöldan allan af listamönnum, frumkvöðlum og hönnuðum sem blómstra í l starfi og leik. Allt fólk sem hugsar út fyrir kassann.Hvatvís og tökum áhættu: Að taka áhættu og láta slag standa er ekki öllum gefið. Auðvitað getur hvatvísin komið manni í koll, en stundum þarf að leggja undir til að ná árangri.Hreinskilin og hispurslaus: Einstaklingar með ADHD koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Eflaust stuðar maður einhverja fyrir vikið en um leið er ótvíræður kostur að þeir sem umgangast athyglisbresti vita iðulega hvar þeir hafa þá.Samskipti: Fólk með ADHD á gjarnan auðvelt með samskipti við ólíka einstaklinga og hópa. Við erum fljót að átta okkur á aðstæðum og tengjum fólk saman.Stóra myndin: Athyglisbrestur er í raun rangnefni. Þessi eiginleiki ADHD snýst fyrst og fremstum að við tökum eftir öllu – og þá meina ég öllu! Þegar tekist er á við flókin verkefni finnst manni í fyrstu allt vera í einum graut. En á einhverjum tímapunkti er líkt og þyrla takist á loft – maður öðlast algera yfirsýn og skilning á ótrúlegust smáatriðum. Á þessari stundu er blessaður athyglisbresturinn eitthvert það besta verkfæri sem völ er á.„Öll liggjum við í ræsinu, en sum okkar horfa til stjarnanna“ skrifaði Oscar Wilde fyrir margt löngu. Frá því sjónarhorni er augljóst að við athyglisbrestirnir þurfum kannski fyrst og fremst að huga að eigin styrkleikum og leyfa þeim að blómstra. Ykkur hinum er velkomið að horfa í sömu átt, það gerir bara gott betra.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Þrjár helstu birtingarmyndir ADHD eru athyglisbrestur, hvatvísi og ofvirkni. Þar undir leynast ótal undirflokkar. Sjálfur kýs ég að kalla þetta eiginleika, suma daga eiga þeir til að flækjast örlítið fyrir mér en nýtast mér til góðra verka aðra daga. Hér eru dæmi um eiginleika sem „athyglisbrestir“ kannast eflaust vel við:Ofurfókus (e. hyperfocus): Væntanlega kemur sumum spánskt fyrir sjónir að einhver með athyglisbrest geti haldið 150% athygli í ákveðnu verkefni. Þessi eiginleiki ADHD er þó vel þekktur og getur svo sannanlega nýst vel undir réttum kringumstæðum. Kannski er kúnstin að velja sér áreiti. Sjálfur nota ég gjarnan ákveðna tegund af tónlist eða sæki í hæfilegt skvaldur á kaffihúsi þar sem ég þekki hvert hljóð og þarf ekki að velta þeim frekar fyrir mér.Seigla: Auðvitað flækist ADHD fyrir manni af og til. Fyrir vikið erum við athyglisbrestirnir þaulvön að yfirstíga hindranir, finna nýjar leiðir og gera helst betur en upp var lagt með. Sterkir persónleikar: Stundum er sagt að við athyglisbrestir séum upp til hópa orkumiklir, skemmtilegir og fluggáfaðir einstaklingar. Ekki ætla ég að draga það í efa. Við gerum hiklaust grín að eigin mistökum, vitum enda manna best hversu fullkomnunarhugtakið er stórlega ofmetið. Fyrir vikið höfum við mögulega öðlast ákveðna auðmýkt og virðingu fyrir manneskjunni sem býr innra með öllum. Þetta er eiginleiki sem skapar gott andrúmsloft og getur lýst upp daginn hjá öðrum.Örlæti og rík réttlætiskennd: Einstaklingur með ADHD má sjaldnast aumt sjá og vill hjálpa öðrum. Að sjálfsögðu verður allt að vera innan skynsamlegra marka, en um leið gefum við mikið af okkur. Við þekkjum líka af eigin raun hvað það er að berjast móti straumnum, að vera öðruvísi og tökum iðulega upp hanskann fyrir aðra í svipaðri stöðu.Hugvitsöm og skapandi: Í stormi hugmyndaflugsins sér einstaklingur með ADHD gjarnan lausnir sem öðrum kæmi ekki til hugar. Einmitt þess vegna má finna í okkar hópi fjöldan allan af listamönnum, frumkvöðlum og hönnuðum sem blómstra í l starfi og leik. Allt fólk sem hugsar út fyrir kassann.Hvatvís og tökum áhættu: Að taka áhættu og láta slag standa er ekki öllum gefið. Auðvitað getur hvatvísin komið manni í koll, en stundum þarf að leggja undir til að ná árangri.Hreinskilin og hispurslaus: Einstaklingar með ADHD koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Eflaust stuðar maður einhverja fyrir vikið en um leið er ótvíræður kostur að þeir sem umgangast athyglisbresti vita iðulega hvar þeir hafa þá.Samskipti: Fólk með ADHD á gjarnan auðvelt með samskipti við ólíka einstaklinga og hópa. Við erum fljót að átta okkur á aðstæðum og tengjum fólk saman.Stóra myndin: Athyglisbrestur er í raun rangnefni. Þessi eiginleiki ADHD snýst fyrst og fremstum að við tökum eftir öllu – og þá meina ég öllu! Þegar tekist er á við flókin verkefni finnst manni í fyrstu allt vera í einum graut. En á einhverjum tímapunkti er líkt og þyrla takist á loft – maður öðlast algera yfirsýn og skilning á ótrúlegust smáatriðum. Á þessari stundu er blessaður athyglisbresturinn eitthvert það besta verkfæri sem völ er á.„Öll liggjum við í ræsinu, en sum okkar horfa til stjarnanna“ skrifaði Oscar Wilde fyrir margt löngu. Frá því sjónarhorni er augljóst að við athyglisbrestirnir þurfum kannski fyrst og fremst að huga að eigin styrkleikum og leyfa þeim að blómstra. Ykkur hinum er velkomið að horfa í sömu átt, það gerir bara gott betra.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun