Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás í starfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2019 09:30 Ákæran verður þingfest snemma í desember. Vísir/Vilhelm Tæplega þrítugur lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Er lögreglumaðurinn sakaður um að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmanns á sjötugsaldri fyrir utan veitingastaðinn Irishman Pub á Klapparstíg aðfaranótt mánudagsins 18. mars á þessu ári. Í ákæru á hendur lögreglumanninum, sem þingfest verður í héraði eftir um tvær vikur, kemur fram að lögreglumaðurinn hafi farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmannsins. Þvingaði handjárnaða handleggi í sársaukastöðu Er hann sagður hafa slegið karlmanninn í höfuðið við það að setja hann inn í lögreglubifreið og slegið hann síðan tveimur höggum í andlit. Þrýsti hann hné sínu á háls og höfuð hins handtekna auk þess að þvinga handjárnaða handleggi hans ítrekað í sársaukastöðu fyrir aftan bak þar sem karlmaðurinn lá á gólfi lögreglubifreiðar. Var verið að flytja karlmanninn á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Fram kemur að maðurinn hafi hlotið tognun og ofreynslu á hálshrygg. Hinn handtekni fer fram á að lögreglumaðurinn greiði honum 2,7 milljónir króna í skaða- og miskabætur í málinu. Það er embætti héraðssaksóknara sem gefur út ákæruna í málinu en frá árinu 2016, þegar embættið var stofnað, hafa ellefu lögreglumenn verið ákærðir fyrir brot í starfi.Algeng refsing 30 daga fangelsi Málin skiptast jafnt milli áranna þannig að þrír hafa verið ákærðir á hverju þessara ára en á yfirstandandi ári hafa tveir verið ákærðir. Sakfellt hefur verið í ellefu málum og sýknað í einu. Tveimur málum er ólokið, þar á meðal mál þess lögreglumanns sem hér er til umfjöllunar. Samkvæmt ársskýrslu Ríkissaksóknara fyrir 2018, voru samtals 102 kærur lagðar fram gegn lögreglumönnum á árunum 2016, 2017 og 2018. Aðeins var ákært í níu málum fyrir brot í starfi. Langflestum kærum var vísað frá, málið fellt niður eða fallið frá kæru. Algeng refsing fyrir brot lögreglumanns í starfi er 30 daga fangelsi. Í fyrra var refsing lögreglumanns milduð úr 60 daga fangelsi niður í 30 daga en hann játaði að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja brotaþola úr fangageymslu og fyrir dómara.Sýknudómur í máli Bjarna Ólafs Magnússonar í október var fyrsti sýknudómur í máli um brot lögreglumanns í starfi sem kveðinn er upp frá því ákæruvald í mála flokknum fluttist til héraðssaksóknara árið 2016. Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Tæplega þrítugur lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Er lögreglumaðurinn sakaður um að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmanns á sjötugsaldri fyrir utan veitingastaðinn Irishman Pub á Klapparstíg aðfaranótt mánudagsins 18. mars á þessu ári. Í ákæru á hendur lögreglumanninum, sem þingfest verður í héraði eftir um tvær vikur, kemur fram að lögreglumaðurinn hafi farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmannsins. Þvingaði handjárnaða handleggi í sársaukastöðu Er hann sagður hafa slegið karlmanninn í höfuðið við það að setja hann inn í lögreglubifreið og slegið hann síðan tveimur höggum í andlit. Þrýsti hann hné sínu á háls og höfuð hins handtekna auk þess að þvinga handjárnaða handleggi hans ítrekað í sársaukastöðu fyrir aftan bak þar sem karlmaðurinn lá á gólfi lögreglubifreiðar. Var verið að flytja karlmanninn á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Fram kemur að maðurinn hafi hlotið tognun og ofreynslu á hálshrygg. Hinn handtekni fer fram á að lögreglumaðurinn greiði honum 2,7 milljónir króna í skaða- og miskabætur í málinu. Það er embætti héraðssaksóknara sem gefur út ákæruna í málinu en frá árinu 2016, þegar embættið var stofnað, hafa ellefu lögreglumenn verið ákærðir fyrir brot í starfi.Algeng refsing 30 daga fangelsi Málin skiptast jafnt milli áranna þannig að þrír hafa verið ákærðir á hverju þessara ára en á yfirstandandi ári hafa tveir verið ákærðir. Sakfellt hefur verið í ellefu málum og sýknað í einu. Tveimur málum er ólokið, þar á meðal mál þess lögreglumanns sem hér er til umfjöllunar. Samkvæmt ársskýrslu Ríkissaksóknara fyrir 2018, voru samtals 102 kærur lagðar fram gegn lögreglumönnum á árunum 2016, 2017 og 2018. Aðeins var ákært í níu málum fyrir brot í starfi. Langflestum kærum var vísað frá, málið fellt niður eða fallið frá kæru. Algeng refsing fyrir brot lögreglumanns í starfi er 30 daga fangelsi. Í fyrra var refsing lögreglumanns milduð úr 60 daga fangelsi niður í 30 daga en hann játaði að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja brotaþola úr fangageymslu og fyrir dómara.Sýknudómur í máli Bjarna Ólafs Magnússonar í október var fyrsti sýknudómur í máli um brot lögreglumanns í starfi sem kveðinn er upp frá því ákæruvald í mála flokknum fluttist til héraðssaksóknara árið 2016.
Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira