Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2019 10:48 Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, eftir þingflokksfund Jafnaðarmannaflokksins fyrr í dag. epa Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, hefur sagt af sér embætti eftir einungis um hálft ár í embætti. Hann gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. Miðflokkurinn, sem er einn fimm flokka í samsteypustjórn Rinne, greindi frá því í gærkvöldi að flokkurinn treysti Rinne ekki lengur til að leiða ríkisstjórn. Harðar deilur hafa verið á finnskum vinnumarkaði síðustu vikurnar og hafa þær nú haft áhrif á sjálft stjórnarsamstarfið. Antti Kurvinen, leiðtogi Miðflokksins, segir að flokkurinn hafi í þrígang komið því á framfæri að þingflokkurinn vantreysti forsætisráðherranum. Þingflokkar Jafnaðarmannaflokksins og Miðflokksins funduðu hver í sínu lagi í morgun og um hádegisbil að staðartíma greindi skrifstofa forseta svo frá því að von væri á Rinne til að biðjast lausnar. Finnskir fjölmiðlar segja líklegt að samgönguráðherrann og varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, hin 33 ára Sanna Marin, verði næsti forsætisráðherra landsins. Hún hefur sjálf sagst reiðubúin að axla ábyrgð.Sanna Marin samgönguráðherra.GettyÁtök á vinnumarkaði Átökin á vinnumarkaði sem hafa ný leitt til afsagnar Rinne snúa að starfsmönnum finnska póstsins, en til stóð færa sjö hundruð starfsmenn póstsins sem vinna við það að flokka böggla, til dótturfélags sem myndi leiða til lækkunar launa umræddra starfsmanna. Verkföll þessara starfsmanna og ýmis samúðarverkföll leiddu til þess að röskun varð á ýmsum sviðum finnsks samfélags í nokkrar vikur. Samkomulag náðist þó í deilunni um miðja síðustu viku. Ráðherrann Sirpa Paatero, sem fer með málefni póstins, sagði af sér í síðustu viku. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Finnland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, hefur sagt af sér embætti eftir einungis um hálft ár í embætti. Hann gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. Miðflokkurinn, sem er einn fimm flokka í samsteypustjórn Rinne, greindi frá því í gærkvöldi að flokkurinn treysti Rinne ekki lengur til að leiða ríkisstjórn. Harðar deilur hafa verið á finnskum vinnumarkaði síðustu vikurnar og hafa þær nú haft áhrif á sjálft stjórnarsamstarfið. Antti Kurvinen, leiðtogi Miðflokksins, segir að flokkurinn hafi í þrígang komið því á framfæri að þingflokkurinn vantreysti forsætisráðherranum. Þingflokkar Jafnaðarmannaflokksins og Miðflokksins funduðu hver í sínu lagi í morgun og um hádegisbil að staðartíma greindi skrifstofa forseta svo frá því að von væri á Rinne til að biðjast lausnar. Finnskir fjölmiðlar segja líklegt að samgönguráðherrann og varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, hin 33 ára Sanna Marin, verði næsti forsætisráðherra landsins. Hún hefur sjálf sagst reiðubúin að axla ábyrgð.Sanna Marin samgönguráðherra.GettyÁtök á vinnumarkaði Átökin á vinnumarkaði sem hafa ný leitt til afsagnar Rinne snúa að starfsmönnum finnska póstsins, en til stóð færa sjö hundruð starfsmenn póstsins sem vinna við það að flokka böggla, til dótturfélags sem myndi leiða til lækkunar launa umræddra starfsmanna. Verkföll þessara starfsmanna og ýmis samúðarverkföll leiddu til þess að röskun varð á ýmsum sviðum finnsks samfélags í nokkrar vikur. Samkomulag náðist þó í deilunni um miðja síðustu viku. Ráðherrann Sirpa Paatero, sem fer með málefni póstins, sagði af sér í síðustu viku. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum.
Finnland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53