Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Eiður Þór Árnason skrifar 1. desember 2019 15:01 Myndband náðist af því þegar menn yfirbuguðu Usman Khan stuttu áður en lögregla skaut hann til bana. Vísir/AP Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. Khan hafði stungið tvo til bana og sært þrjá til viðbótar þegar hópur manna skarst í leikinn og náði að yfirbuga hann og ná hnífnum af honum stuttu áður en lögregla kom á vettvang. Einn þeirra er sagður hafa verið James Ford, sem var dæmdur fyrir morðið á ungri konu árið 2004, er fram kemur í frétt Sky News.Sjá einnig:25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gærAmanda Champion var 21 árs þegar hún var kyrkt og skorin á háls af Ford í breska bænum Ashford. Ford var sóttur til saka á sínum tíma eftir að starfsmaður góðgerðasamtaka braut þagnareið og greindi lögreglu frá því að Ford hafi hringt í hjálparsíma samtakanna og játað að hafa myrt konu. Ford sat endurhæfingaráðstefnu fyrir fanga sem haldin var á vegum samtakanna Learning Together á föstudag ásamt árásarmanninum Khan og minnst eins fórnarlamba hans.Sjá einnig: Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindurÁ myndböndum sem náðust af átökunum sést meðal annars einn maður sprauta á árásarmanninn með eldslökkvitæki og annar ógna honum með eins og hálfs metra langri náhvalstönn. Einnig hefur verið greint frá því að lögreglumaður sem var í fríi hafi átt þátt í að afvopna hann. Ef marka má heimildarmann PA fréttaveitunnar var Ford ekki eini dæmdi brotamaðurinn sem tók þátt í því að yfirbuga Khan þennan örlagaríka dag. Please stay away from #LondonBridge! I just saw a man with a knife being shot in the head by police. Please be careful London! pic.twitter.com/BotIffaLJ0— Hand Luggage Only (@HLOBlog) November 29, 2019 Bretland England Tengdar fréttir 25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53 Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58 Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London Nokkur fjöldi fólks er talinn hafa slasast eftir hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni um klukkan tvö í dag. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna málsins og hefur að minnsta kosti einn verið skotinn í tengslum við árásirnar. 29. nóvember 2019 15:49 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. Khan hafði stungið tvo til bana og sært þrjá til viðbótar þegar hópur manna skarst í leikinn og náði að yfirbuga hann og ná hnífnum af honum stuttu áður en lögregla kom á vettvang. Einn þeirra er sagður hafa verið James Ford, sem var dæmdur fyrir morðið á ungri konu árið 2004, er fram kemur í frétt Sky News.Sjá einnig:25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gærAmanda Champion var 21 árs þegar hún var kyrkt og skorin á háls af Ford í breska bænum Ashford. Ford var sóttur til saka á sínum tíma eftir að starfsmaður góðgerðasamtaka braut þagnareið og greindi lögreglu frá því að Ford hafi hringt í hjálparsíma samtakanna og játað að hafa myrt konu. Ford sat endurhæfingaráðstefnu fyrir fanga sem haldin var á vegum samtakanna Learning Together á föstudag ásamt árásarmanninum Khan og minnst eins fórnarlamba hans.Sjá einnig: Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindurÁ myndböndum sem náðust af átökunum sést meðal annars einn maður sprauta á árásarmanninn með eldslökkvitæki og annar ógna honum með eins og hálfs metra langri náhvalstönn. Einnig hefur verið greint frá því að lögreglumaður sem var í fríi hafi átt þátt í að afvopna hann. Ef marka má heimildarmann PA fréttaveitunnar var Ford ekki eini dæmdi brotamaðurinn sem tók þátt í því að yfirbuga Khan þennan örlagaríka dag. Please stay away from #LondonBridge! I just saw a man with a knife being shot in the head by police. Please be careful London! pic.twitter.com/BotIffaLJ0— Hand Luggage Only (@HLOBlog) November 29, 2019
Bretland England Tengdar fréttir 25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53 Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58 Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London Nokkur fjöldi fólks er talinn hafa slasast eftir hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni um klukkan tvö í dag. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna málsins og hefur að minnsta kosti einn verið skotinn í tengslum við árásirnar. 29. nóvember 2019 15:49 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53
Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39
Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58
Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London Nokkur fjöldi fólks er talinn hafa slasast eftir hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni um klukkan tvö í dag. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna málsins og hefur að minnsta kosti einn verið skotinn í tengslum við árásirnar. 29. nóvember 2019 15:49