Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Andri Eysteinsson skrifar 27. desember 2019 23:46 Kóalabirnir eiga um sárt að binda vegna eldana. Getty/Brook Mitchell Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. CNN greinir frá. Í viðtali við áströlsku útvarpsstöðina ABC sagði umhverfisráðherrann að stór hluti þess landsvæðis sem kóalabirnir hafa dvalið á hafi orðið eldi að bráð, því óttist hún um afdrif stórs hluta stofnsins. „Það er mögulegt að um þriðjungur stofnsins hafi drepist þar sem að um þriðjungur híbýla þeirra hefur orðið eldi að bráð. Við munum vita meira þegar hægt verður að ráða niðurlögum eldsins og rannsaka svæðið,“ sagði Ley. Stofn kóalabjarna er flokkaður sem viðkvæm tegund í flokkunarkerfi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og eru Kóalabirnir því líklegir til að lenda í hættu á aldauða en þá er eingöngu að finna í austurhluta Ástralíu og þá sérstaklega í Nýju Suður Wales þar sem eldarnir hafa brunnið hvað mest. Önnur hitabylgja væntanleg Gróðureldar hafa geisað í Ástralíu undanfarna mánuði og hafa alls níu manns látið lífið vegna eldanna og um 800 heimili hafa gjöreyðilagðst í eldunum. Umhverfisráðherrann Ley sagði í viðtalinu að unnið væri að málefnum dýranna með sérfræðingum og sagði ríkisstjórnina hafa varið sex milljónum ástralskra dala í verndunarúrræði fyrir Kóalabirni. Talið er að ekkert lát verði á erfiðum aðstæðum í Ástralíu í næstu viku en spáð hefur verið hitabylgju í landinu um helgina og fram í næstu viku. Talið er að hár lofthiti í bland við vind geti ýtt undir útbreiðslu eldanna líkt og hefur verið uppi á teningnum undanfarið. Í liðinni viku glímdu Ástralir við aðra hitabylgju en meðalhiti í landinu náði 41,9°C. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. CNN greinir frá. Í viðtali við áströlsku útvarpsstöðina ABC sagði umhverfisráðherrann að stór hluti þess landsvæðis sem kóalabirnir hafa dvalið á hafi orðið eldi að bráð, því óttist hún um afdrif stórs hluta stofnsins. „Það er mögulegt að um þriðjungur stofnsins hafi drepist þar sem að um þriðjungur híbýla þeirra hefur orðið eldi að bráð. Við munum vita meira þegar hægt verður að ráða niðurlögum eldsins og rannsaka svæðið,“ sagði Ley. Stofn kóalabjarna er flokkaður sem viðkvæm tegund í flokkunarkerfi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og eru Kóalabirnir því líklegir til að lenda í hættu á aldauða en þá er eingöngu að finna í austurhluta Ástralíu og þá sérstaklega í Nýju Suður Wales þar sem eldarnir hafa brunnið hvað mest. Önnur hitabylgja væntanleg Gróðureldar hafa geisað í Ástralíu undanfarna mánuði og hafa alls níu manns látið lífið vegna eldanna og um 800 heimili hafa gjöreyðilagðst í eldunum. Umhverfisráðherrann Ley sagði í viðtalinu að unnið væri að málefnum dýranna með sérfræðingum og sagði ríkisstjórnina hafa varið sex milljónum ástralskra dala í verndunarúrræði fyrir Kóalabirni. Talið er að ekkert lát verði á erfiðum aðstæðum í Ástralíu í næstu viku en spáð hefur verið hitabylgju í landinu um helgina og fram í næstu viku. Talið er að hár lofthiti í bland við vind geti ýtt undir útbreiðslu eldanna líkt og hefur verið uppi á teningnum undanfarið. Í liðinni viku glímdu Ástralir við aðra hitabylgju en meðalhiti í landinu náði 41,9°C.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira