Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Sylvía Hall skrifar 22. desember 2019 15:07 Ekki hafa fundist sambærileg skilaboð í öðrum kortum en Tesco hefur ákveðið að stöðva framleiðslu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Sex ára stúlka fann handskrifuð skilaboð þar sem óskað var eftir því að mannréttindasamtökum yrði gert viðvart „Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í skilaboðum sem hin sex ára gamla Florence Widdicombe fann í einu jólakorti sem keypt var í verslun Tesco. Hún segist hafa orðið mjög leið þegar hún skildi loks hvað skilaboðin þýddu. Florence hafði verið að skrifa jólakort til skólafélaga sinna þegar hún fann skilaboðin. Kortið var sakleysislegt að sjá, með mynd af ketti með jólahúfu. Líkt og áður sagði var eitt kortanna ekki autt heldur hafði verið búið að skrifa inn í það. „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu og jafnframt vísað á Peter Humphrey, breskan blaðamann sem hefur áður verið fangi í fangelsinu. Frá Shanghai Qingpu fangelsinu.Vísir/Getty Faðir stúlkunnar segir skilaboðin hafa verið sérstaklega átakanleg og táknræn í ljósi þess að jólahátíðin stendur nú yfir. Þau hafi gert sér grein fyrir alvarleika skilaboðanna og komið þeim áleiðis til Humphrey líkt og beðið var um. „Það er óréttlæti í heiminum og það er fólk í erfiðum aðstæðum og við vitum það og við lesum um það á hverjum degi,“ sagði Ben Widdicombe, faðir Florence, í samtali við BBC. Hann segir það hafa verið tilviljun að þau hafi komið auga á skilaboðin í ljósi þess að margar fjölskyldur kaupa of mörg jólakort sem enda síðan óopnuð ofan í skúffum til næsta árs. Jólakortin eru seld til styrktar góðgerðarmála á ári hverju. Verksmiðjan sem jólakortin eru framleidd í var skoðuð í síðasta mánuði og voru engin merki um brot á banni við nauðungarvinnu fanga. Talsmaður Tesco segir fyrirtækið taka málinu alvarlega og þau hafi ákveðið að hætta framleiðslu kortanna í verksmiðjunni sem þau hafa hingað til starfað með. Þá muni þau hefja rannsókn á málinu þar sem þau hafi hingað til gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að eiga ekki í viðskiptum við birgja sem nýti sér nauðungarvinnu. Bretland Kína Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Sex ára stúlka fann handskrifuð skilaboð þar sem óskað var eftir því að mannréttindasamtökum yrði gert viðvart „Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í skilaboðum sem hin sex ára gamla Florence Widdicombe fann í einu jólakorti sem keypt var í verslun Tesco. Hún segist hafa orðið mjög leið þegar hún skildi loks hvað skilaboðin þýddu. Florence hafði verið að skrifa jólakort til skólafélaga sinna þegar hún fann skilaboðin. Kortið var sakleysislegt að sjá, með mynd af ketti með jólahúfu. Líkt og áður sagði var eitt kortanna ekki autt heldur hafði verið búið að skrifa inn í það. „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu og jafnframt vísað á Peter Humphrey, breskan blaðamann sem hefur áður verið fangi í fangelsinu. Frá Shanghai Qingpu fangelsinu.Vísir/Getty Faðir stúlkunnar segir skilaboðin hafa verið sérstaklega átakanleg og táknræn í ljósi þess að jólahátíðin stendur nú yfir. Þau hafi gert sér grein fyrir alvarleika skilaboðanna og komið þeim áleiðis til Humphrey líkt og beðið var um. „Það er óréttlæti í heiminum og það er fólk í erfiðum aðstæðum og við vitum það og við lesum um það á hverjum degi,“ sagði Ben Widdicombe, faðir Florence, í samtali við BBC. Hann segir það hafa verið tilviljun að þau hafi komið auga á skilaboðin í ljósi þess að margar fjölskyldur kaupa of mörg jólakort sem enda síðan óopnuð ofan í skúffum til næsta árs. Jólakortin eru seld til styrktar góðgerðarmála á ári hverju. Verksmiðjan sem jólakortin eru framleidd í var skoðuð í síðasta mánuði og voru engin merki um brot á banni við nauðungarvinnu fanga. Talsmaður Tesco segir fyrirtækið taka málinu alvarlega og þau hafi ákveðið að hætta framleiðslu kortanna í verksmiðjunni sem þau hafa hingað til starfað með. Þá muni þau hefja rannsókn á málinu þar sem þau hafi hingað til gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að eiga ekki í viðskiptum við birgja sem nýti sér nauðungarvinnu.
Bretland Kína Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira