Bein útsending: Bandaríkin undirbúa mannaðar geimferðir Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 10:15 Geimfar þetta á seinna meir að flytja geimfara út í geim, frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn í árabil. Getty/Joe Raedle Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það er orðinn reglulegur viðburður en að þessu sinni er Boeing að skjóta Starliner-geimfari fyrirtækisins í fyrsta sinn til geimstöðvarinnar. Geimfar þetta á seinna meir að flytja geimfara út í geim, frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn í árabil. Bandaríkin hafa ekki skotið mönnum út í geim til langs tíma og því hafa allar þjóðir sem að geimstöðinni koma reitt sig á Rússa til að manna stöðina. Það gæti breyst á næsta ári, ef vel gengur í dag. Samkvæmt NASA áætla veðurfræðingar að 80 prósent líkur séu á því að ekki þurfi að hætta við geimskotið.Starliner-farið er hannað til þess að tengjast sjálfkrafa við geimstöðina þannig að geimfarar um borð þurfi ekki að gera það sjálfir. Það verður reynt á laugardaginn. Yfirleitt er tenging einn erfiðasti hluti geimferða. Eftir að geimfararnir um borð í geimstöðinni opna farið munu þeir flytja farminn úr því og kanna svo ástand þess ítarlega. Þann 28. desember er svo áætlað að senda geimfarið aftur til jarðarinnar. Geimfarinu verður skotið á loft með Atlas V eldflaug frá ULA og er stefnt á að það verði gert klukkan 11:36. Þá er gert ráð fyrir að Starliner nái til geimstöðvarinnar á laugardaginn, eftir um 26 klukkustunda ferðalag. Um borð eru tæp 280 kíló af birgðum og jólagjafir til þeirra sex geimfara sem eru um borð.Hægt verður að fylgjast með hér í fréttinni þegar nær dregur. Today's #Starliner #AtlasV launch is an instantaneous launch - that means the rocket has a precise moment when it has to launch in order to get on the path to catch the @Space_Station in orbit. pic.twitter.com/99Flw0aY6y— Boeing Space (@BoeingSpace) December 20, 2019 Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það er orðinn reglulegur viðburður en að þessu sinni er Boeing að skjóta Starliner-geimfari fyrirtækisins í fyrsta sinn til geimstöðvarinnar. Geimfar þetta á seinna meir að flytja geimfara út í geim, frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn í árabil. Bandaríkin hafa ekki skotið mönnum út í geim til langs tíma og því hafa allar þjóðir sem að geimstöðinni koma reitt sig á Rússa til að manna stöðina. Það gæti breyst á næsta ári, ef vel gengur í dag. Samkvæmt NASA áætla veðurfræðingar að 80 prósent líkur séu á því að ekki þurfi að hætta við geimskotið.Starliner-farið er hannað til þess að tengjast sjálfkrafa við geimstöðina þannig að geimfarar um borð þurfi ekki að gera það sjálfir. Það verður reynt á laugardaginn. Yfirleitt er tenging einn erfiðasti hluti geimferða. Eftir að geimfararnir um borð í geimstöðinni opna farið munu þeir flytja farminn úr því og kanna svo ástand þess ítarlega. Þann 28. desember er svo áætlað að senda geimfarið aftur til jarðarinnar. Geimfarinu verður skotið á loft með Atlas V eldflaug frá ULA og er stefnt á að það verði gert klukkan 11:36. Þá er gert ráð fyrir að Starliner nái til geimstöðvarinnar á laugardaginn, eftir um 26 klukkustunda ferðalag. Um borð eru tæp 280 kíló af birgðum og jólagjafir til þeirra sex geimfara sem eru um borð.Hægt verður að fylgjast með hér í fréttinni þegar nær dregur. Today's #Starliner #AtlasV launch is an instantaneous launch - that means the rocket has a precise moment when it has to launch in order to get on the path to catch the @Space_Station in orbit. pic.twitter.com/99Flw0aY6y— Boeing Space (@BoeingSpace) December 20, 2019
Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira