Vita ekki enn af hverju maður hóf skothríð í kirkju í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2019 00:01 Rúmlega 240 manns voru í kirkjunni. AP/Yffy Yossifor Lögreglan í Texas í Bandaríkjunum veit ekki enn af hverju maður ákvað að hefja skothríð í kirkju í ríkinu á sunnudaginn. Hann dró upp haglabyssu og skaut tvo menn til bana. Eftir það var hann skotinn til bana af eldri manni sem er sjálfboðaliði í varðsveit kirkjunnar. Rúmlega 240 manns voru í kirkjunni. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall. Fyrir liggur að hann var ákærður fyrir ýmsa glæpi árið 2009 en eins og áður segir liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir Kinnunen hafa sótt kirkjuna áður og hann hafi mögulega átt við geðræn vandamál að stríða. Hann sagði þar að auki að ekki væri hægt að koma í veg fyrir slík veikindi en þó væri hægt að vera viðbúinn árásum sem þessum, eins og forsvarsmenn kirkjunnar voru. Paxton hvatti önnur ríki Bandaríkjanna til að taka upp sömu lög og Texas varðandi það að leyfa fólki að bera skotvopn í kirkjum og bænahúsum. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall.Vísir/AP Þar vísaði hann til laga sem samþykkt voru í kjölfar mannskæðustu skotárásar Texas. Árið 2017 gekk maður inn í kirkju í Sutherlands Springs og skaut 26 manns til bana. Borgarar veittu honum eftirför og særðu hann. Á endanum beindi árásarmaðurinn, sem hét Devin Patrick Kelley, byssu sinni að sjálfum sér.Paxton sjálfur barðist fyrir lögunum. Í kjölfar árásarinnar í Sutherlands Springs sagði hann að ef kirkjur Bandaríkjanna vopnvæddu söfnuði sína og réðu öryggisverði gætu þeir sjálfir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það.Íhaldsmenn í Bandaríkjunum vísa ítrekað til geðrænna vandamála og segja þau rót þeirra fjölmörgu og mannskæðu skotárása sem eiga sér stað þar í landi á ári hverju. Þeir segja sömuleiðis að besta leiðin til að verjast slíkum árásum sé að fleiri beri skotvopn. Maðurinn sem skaut Kinnunen til bana heitir Jack Wilson. Hann er 71 árs gamall og starfar við að kenna fólki á skotvopn. Áður en hann skaut árásarmanninn var annar meðlimur varðsveitar kirkjunnar skotinn auk annars manns sem stundaði sjálfboðastarf í kirkjunni. Myndband af atvikinu sýnir að þegar Kinnunen skaut Richard White, sem var í varðsveitinni, var White að reyna að draga byssu úr hulstri sínu. Hér að neðan má sjá viðtal við Wilson, þar sem hann fer yfir atburðarrásina. Hann segist ekki líta á sig sem hetju og lítur ekki á það sem svo að hann hafi skotið mann til bana. Hann segist hafa skotið illsku. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Lögreglan í Texas í Bandaríkjunum veit ekki enn af hverju maður ákvað að hefja skothríð í kirkju í ríkinu á sunnudaginn. Hann dró upp haglabyssu og skaut tvo menn til bana. Eftir það var hann skotinn til bana af eldri manni sem er sjálfboðaliði í varðsveit kirkjunnar. Rúmlega 240 manns voru í kirkjunni. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall. Fyrir liggur að hann var ákærður fyrir ýmsa glæpi árið 2009 en eins og áður segir liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir Kinnunen hafa sótt kirkjuna áður og hann hafi mögulega átt við geðræn vandamál að stríða. Hann sagði þar að auki að ekki væri hægt að koma í veg fyrir slík veikindi en þó væri hægt að vera viðbúinn árásum sem þessum, eins og forsvarsmenn kirkjunnar voru. Paxton hvatti önnur ríki Bandaríkjanna til að taka upp sömu lög og Texas varðandi það að leyfa fólki að bera skotvopn í kirkjum og bænahúsum. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall.Vísir/AP Þar vísaði hann til laga sem samþykkt voru í kjölfar mannskæðustu skotárásar Texas. Árið 2017 gekk maður inn í kirkju í Sutherlands Springs og skaut 26 manns til bana. Borgarar veittu honum eftirför og særðu hann. Á endanum beindi árásarmaðurinn, sem hét Devin Patrick Kelley, byssu sinni að sjálfum sér.Paxton sjálfur barðist fyrir lögunum. Í kjölfar árásarinnar í Sutherlands Springs sagði hann að ef kirkjur Bandaríkjanna vopnvæddu söfnuði sína og réðu öryggisverði gætu þeir sjálfir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það.Íhaldsmenn í Bandaríkjunum vísa ítrekað til geðrænna vandamála og segja þau rót þeirra fjölmörgu og mannskæðu skotárása sem eiga sér stað þar í landi á ári hverju. Þeir segja sömuleiðis að besta leiðin til að verjast slíkum árásum sé að fleiri beri skotvopn. Maðurinn sem skaut Kinnunen til bana heitir Jack Wilson. Hann er 71 árs gamall og starfar við að kenna fólki á skotvopn. Áður en hann skaut árásarmanninn var annar meðlimur varðsveitar kirkjunnar skotinn auk annars manns sem stundaði sjálfboðastarf í kirkjunni. Myndband af atvikinu sýnir að þegar Kinnunen skaut Richard White, sem var í varðsveitinni, var White að reyna að draga byssu úr hulstri sínu. Hér að neðan má sjá viðtal við Wilson, þar sem hann fer yfir atburðarrásina. Hann segist ekki líta á sig sem hetju og lítur ekki á það sem svo að hann hafi skotið mann til bana. Hann segist hafa skotið illsku.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira