Vill verja minnst hálfum milljarði dala í að mála Vegginn Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2020 16:12 Trump telur að veggurinn væri ógnvænlegri málaður svartur. EPA/David Maung Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Veggurinn svokallaði á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó verði málaður svartur. Það myndi kosta ríkið minnst 500 miljónir dala. Ráðgjafar Trump töldu sig hafa fengið forsetann af hugmynd sinni í fyrra. Trump lýsti því hins vegar yfir á nýlegum fundi að mála ætti vegginn. Trump hefur lengi viljað hafa Vegginn svartan og telur hann það draga úr því að fólk reyni að klifra hann. Bæði verði veggurinn ógnvænlegri og þar að auki verði hann mun heitari á sumrin. Herforingjar og embættismenn sem koma að stjórn landamæranna telja málninguna vera óþarfa. Hún auki kostnað verulega og leiði til mun meira viðhalds en annars. Þá er óljóst hvernig hægt sé að mála þá hluta veggjarins sem búið er að setja upp. Mögulega þyrfti að útbúa einhvers konar bómu sem færi yfir veginn og málaði hann Mexíkómegin frá Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post mun það að mála vegginn kosta minnst 500 milljónir dala og mest þrjá milljarða, eftir því hvers konar svört málning verði fyrir valinu. Á kjörtímabili sínu hefur Trump ekki tekist að fá fé frá þinginu til að byggja nýja veggi á landamærum ríkjanna. Hvorki þegar Repúblikanar voru þar í meirihluta né Demókratar. Það fé sem hann hefur fengið hefur verið skilyrt til endurbyggingar veggja sem þegar voru á landamærunum. Því var ákveðið að nota fé úr byggingarsjóðum herafla Bandaríkjanna til að byggja nýja veggi. Trump hefur heitið því að reisa veggi eða tálma á 500 mílna hluta landamæranna en enn sem komið er hafa veggir verið reistir á 110 mílna hluta. Hluti ástæðunnar fyrir því að illa gengur að reisa nýja veggi er að landið er að mestu í einkaeigu og ríkið þarf að taka það land eignanámi. Slíkt eignanám endar iðurlega tímafrekum dómsmálum. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Veggurinn svokallaði á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó verði málaður svartur. Það myndi kosta ríkið minnst 500 miljónir dala. Ráðgjafar Trump töldu sig hafa fengið forsetann af hugmynd sinni í fyrra. Trump lýsti því hins vegar yfir á nýlegum fundi að mála ætti vegginn. Trump hefur lengi viljað hafa Vegginn svartan og telur hann það draga úr því að fólk reyni að klifra hann. Bæði verði veggurinn ógnvænlegri og þar að auki verði hann mun heitari á sumrin. Herforingjar og embættismenn sem koma að stjórn landamæranna telja málninguna vera óþarfa. Hún auki kostnað verulega og leiði til mun meira viðhalds en annars. Þá er óljóst hvernig hægt sé að mála þá hluta veggjarins sem búið er að setja upp. Mögulega þyrfti að útbúa einhvers konar bómu sem færi yfir veginn og málaði hann Mexíkómegin frá Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post mun það að mála vegginn kosta minnst 500 milljónir dala og mest þrjá milljarða, eftir því hvers konar svört málning verði fyrir valinu. Á kjörtímabili sínu hefur Trump ekki tekist að fá fé frá þinginu til að byggja nýja veggi á landamærum ríkjanna. Hvorki þegar Repúblikanar voru þar í meirihluta né Demókratar. Það fé sem hann hefur fengið hefur verið skilyrt til endurbyggingar veggja sem þegar voru á landamærunum. Því var ákveðið að nota fé úr byggingarsjóðum herafla Bandaríkjanna til að byggja nýja veggi. Trump hefur heitið því að reisa veggi eða tálma á 500 mílna hluta landamæranna en enn sem komið er hafa veggir verið reistir á 110 mílna hluta. Hluti ástæðunnar fyrir því að illa gengur að reisa nýja veggi er að landið er að mestu í einkaeigu og ríkið þarf að taka það land eignanámi. Slíkt eignanám endar iðurlega tímafrekum dómsmálum.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira