Sjö hundruð smit á dag í fyrirmyndarríkinu Singapúr Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2020 08:45 Flest kórónuveirusmit í Singapúr greinast meðal farandverkamanna sem margir hverjir hafast við í fjölmennum vistarverum. Getty/Ore Huiying Stjórnvöld í Singapúr hafa greint um 700 kórónuveirusmit á dag í vikunni. Alls hafa greinst næstum 22 þúsund smit í landinu frá upphafi faraldursins, langflest meðal farandverkafólks, en Singapúr hefur sérstaklega verið hrósað fyrir að hafa tekið útbreiðsluna föstum tökum. Þarlend stjórnvöld greindu þannig frá því í morgun að 768 ný smit hafi greinst á milli daga. Nú eru næstum 1400 smitaðra á spítala í Singapúr, þar sem fjórir heilbrigðisstarfsmenn hafa smitast, en 20 hafa látið lífið það sem af er faraldri. Tíu af þeim sem greindust á síðasta sólarhring eru innfæddir Singapúrar en 725 smit greindust meðal farandverkafólks sem hefst jafnan við í mannmörgum vistarverum. Rúmlega 200 þúsund farandverkamenn frá Bangladess, Indlandi og öðrum Asíuríkjum búa nú í Singapúr, þar sem heildarfjöldi íbúa er um 6 milljónir. Tugþúsundir þeirra hafa verið skikkaðir í sóttkví og þurfa því að hafast við í mannmörgum svefnsölunum, en aðrir hafa verið fluttir á aðra staði til að draga úr þrengslum. Mikil fjögun frá aprílbyrjun Dagleg smit í Singapúr voru innan við 100 á dag í aprílbyrjun og horfðu margar þjóðir til árangurs ríkisins í baráttunni við veiruna, sem styðst við smitrakningu og einangrun smitaðra. Síðan þá hefur smitum farið ört fjölgandi og voru t.a.m. staðfest rúmlega 1400 tilfelli þann 20. apríl. Síðan þá hafa smitin verið að jafnaði á bilinu 600 til 1100 á dag. Þarlend heilbrigðisyfirvöld segja að flest hinna smituðu hafi fengið væg einkenni en að um 30 prósent þurfi aðhlynningu vegna aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Stefnt er að því að yfirstandandi samkomubanni í Singapúr verði aflétt um næstu mánaðamót. Þrátt fyrir að ýmsar verslanir séu farnar að opna aftur var þorra þeirra lokað, Singapúrum gert að halda sig heima og takmarka búðarferðir sínar við kaup á nauðsynjavörum. Singapúr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. 6. apríl 2020 16:38 Mikil fjölgun skráðra smita í Singapúr Síðustu daga hefur orðið mikil fjölgun í skráðum kórónuveirusmitum í Singapúr – landi sem var sérstaklega hrósað framan af fyrir að hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum. 19. apríl 2020 12:12 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Stjórnvöld í Singapúr hafa greint um 700 kórónuveirusmit á dag í vikunni. Alls hafa greinst næstum 22 þúsund smit í landinu frá upphafi faraldursins, langflest meðal farandverkafólks, en Singapúr hefur sérstaklega verið hrósað fyrir að hafa tekið útbreiðsluna föstum tökum. Þarlend stjórnvöld greindu þannig frá því í morgun að 768 ný smit hafi greinst á milli daga. Nú eru næstum 1400 smitaðra á spítala í Singapúr, þar sem fjórir heilbrigðisstarfsmenn hafa smitast, en 20 hafa látið lífið það sem af er faraldri. Tíu af þeim sem greindust á síðasta sólarhring eru innfæddir Singapúrar en 725 smit greindust meðal farandverkafólks sem hefst jafnan við í mannmörgum vistarverum. Rúmlega 200 þúsund farandverkamenn frá Bangladess, Indlandi og öðrum Asíuríkjum búa nú í Singapúr, þar sem heildarfjöldi íbúa er um 6 milljónir. Tugþúsundir þeirra hafa verið skikkaðir í sóttkví og þurfa því að hafast við í mannmörgum svefnsölunum, en aðrir hafa verið fluttir á aðra staði til að draga úr þrengslum. Mikil fjögun frá aprílbyrjun Dagleg smit í Singapúr voru innan við 100 á dag í aprílbyrjun og horfðu margar þjóðir til árangurs ríkisins í baráttunni við veiruna, sem styðst við smitrakningu og einangrun smitaðra. Síðan þá hefur smitum farið ört fjölgandi og voru t.a.m. staðfest rúmlega 1400 tilfelli þann 20. apríl. Síðan þá hafa smitin verið að jafnaði á bilinu 600 til 1100 á dag. Þarlend heilbrigðisyfirvöld segja að flest hinna smituðu hafi fengið væg einkenni en að um 30 prósent þurfi aðhlynningu vegna aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Stefnt er að því að yfirstandandi samkomubanni í Singapúr verði aflétt um næstu mánaðamót. Þrátt fyrir að ýmsar verslanir séu farnar að opna aftur var þorra þeirra lokað, Singapúrum gert að halda sig heima og takmarka búðarferðir sínar við kaup á nauðsynjavörum.
Singapúr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. 6. apríl 2020 16:38 Mikil fjölgun skráðra smita í Singapúr Síðustu daga hefur orðið mikil fjölgun í skráðum kórónuveirusmitum í Singapúr – landi sem var sérstaklega hrósað framan af fyrir að hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum. 19. apríl 2020 12:12 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. 6. apríl 2020 16:38
Mikil fjölgun skráðra smita í Singapúr Síðustu daga hefur orðið mikil fjölgun í skráðum kórónuveirusmitum í Singapúr – landi sem var sérstaklega hrósað framan af fyrir að hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum. 19. apríl 2020 12:12
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent