400 milljónir fara í stuðning við einkarekna fjölmiðla Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2020 16:44 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjárstuðningur við einkarekna miðla í kórónuveirufaraldrinum verði aukinn um 50 milljónir, frá því sem boðað var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Formaður fjárlaganefndar segir að mikill stuðningur sé við aðgerðirnar, þó svo að stjórnarflokkarnir hafi áður tekist á um fjárveitingar til fjölmiðla. Í öðrum aðgerðapakka stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins var kveðið á um 350 milljóna króna stuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta tekjufalli sem orðið hefur vegna minni auglýsingasölu sem hlaupið hefur á tugum prósenta í sumum tilfellum. Í fjárlögum ársins er hins vegar gert ráð fyrir allt að 400 milljóna króna stuðningi við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarp lilju alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Meirihluti fjárlaganefndar hefur nú lagt til að nýta þessa 400 milljóna heimild í fjárlögum og verður kórónuveirustuðningurinn því aukinn um 50 milljónir, eða eins og Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar orðar það: „Við leggjum það til að ráðherra verði heimilt með útfærslu í reglugerð að koma stuðningi til einkarekinna fjölmiðla, allt að 400 milljónum, sem eru í til staðar í gildandi fjárlögum.“ Þrátt fyrir að fjölmiðlafrumvarpið sem nú er til umfjöllunar hjá allsherjar og menntamálanefnd sé umdeilt segir Willum að faraldursframlagið til fjölmiðla njóti stuðnings. „Það var algjör samstaða um það að bregðast við þessu ástandi og hraða því að koma þessum stuðningi til fjölmiðla, þannig það var algjör samstaða um það í þinginu.“ Willum gerir ráð fyrir að vinnu við fjölmiðlastuðninginn verði lokið á mánudag. „Lagagreinin í aðgerðafrumvarpinu, eða bandorminum svokallaða, er þess efnis að hún rammar þetta inn fyrir ráðherrann. Þetta ætti að geta gerst þá hraðar heldur en að fjalla áfram um það frumvarp sem lá fyrir,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Fjölmiðlar Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjárstuðningur við einkarekna miðla í kórónuveirufaraldrinum verði aukinn um 50 milljónir, frá því sem boðað var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Formaður fjárlaganefndar segir að mikill stuðningur sé við aðgerðirnar, þó svo að stjórnarflokkarnir hafi áður tekist á um fjárveitingar til fjölmiðla. Í öðrum aðgerðapakka stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins var kveðið á um 350 milljóna króna stuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta tekjufalli sem orðið hefur vegna minni auglýsingasölu sem hlaupið hefur á tugum prósenta í sumum tilfellum. Í fjárlögum ársins er hins vegar gert ráð fyrir allt að 400 milljóna króna stuðningi við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarp lilju alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Meirihluti fjárlaganefndar hefur nú lagt til að nýta þessa 400 milljóna heimild í fjárlögum og verður kórónuveirustuðningurinn því aukinn um 50 milljónir, eða eins og Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar orðar það: „Við leggjum það til að ráðherra verði heimilt með útfærslu í reglugerð að koma stuðningi til einkarekinna fjölmiðla, allt að 400 milljónum, sem eru í til staðar í gildandi fjárlögum.“ Þrátt fyrir að fjölmiðlafrumvarpið sem nú er til umfjöllunar hjá allsherjar og menntamálanefnd sé umdeilt segir Willum að faraldursframlagið til fjölmiðla njóti stuðnings. „Það var algjör samstaða um það að bregðast við þessu ástandi og hraða því að koma þessum stuðningi til fjölmiðla, þannig það var algjör samstaða um það í þinginu.“ Willum gerir ráð fyrir að vinnu við fjölmiðlastuðninginn verði lokið á mánudag. „Lagagreinin í aðgerðafrumvarpinu, eða bandorminum svokallaða, er þess efnis að hún rammar þetta inn fyrir ráðherrann. Þetta ætti að geta gerst þá hraðar heldur en að fjalla áfram um það frumvarp sem lá fyrir,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Fjölmiðlar Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira