Tækju Flynn aftur með opnum örmum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 22:25 Mike Pence, varaforseti, (t.v.) með Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, (t.h.) í febrúar árið 2017. Flynn entist innan við mánuð í starfi, skemur en nokkur annar þjóðaröryggisráðgjafi. Ástæðan fyrir afsögninni var sögð sú að hann laug að Pence og alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Vísir/EPA Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Dómsmálaráðuneytið ákvað að draga ákæru gegn Flynn til baka í síðustu viku þrátt fyrir að hann hefði játað sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni. Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að fella niður ákæruna á hendur Flynn er umdeild. Flynn laug að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra og leynileg málafylgjustörf fyrir tyrknesk stjórnvöld árið 2017. Hann játaði sök fyrir dómi í tvígang og gerði samkomulag við saksóknara um að veita rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa samvinnu. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk í fyrra hefur Flynn reynt að draga játningu sína til baka og haldið því fram að hann sé fórnarlamb samsæris alríkislögreglunnar, dómsmálaráðuneytisins og hans eigin lögmanna við upphaf málsins. Trump forseti hefur gefið sterklega í skyn að hann gæti náðað Flynn. Dómari á eftir að taka afstöðu til kröfu ráðuneytisins um að málið gegn Flynn verði fellt niður. Fordæmalaust er sagt að dómsmálaráðuneytið felli niður mál þar sem sakborningur hefur játað sök og halda gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar því fram að William Barr, dómsmálaráðherra, gangi pólitískra erinda Trump með ákvörðuninni í máli Flynn. Í viðtali við netmiðilinn Axios í dag sagði Pence að hann tæki Flynn fagnandi aftur inn í ríkisstjórn Trump. Flynn var látinn segja af sér í febrúar árið 2017 fyrir að ljúga að Pence um samskiptin við rússneska sendiherrann. Trump hefur áður sagt að hann myndi íhuga að ráða Flynn aftur. „Ég tel Michael Flynn herforingja bandarískan föðurlandsvin. Fyrir mitt leyti yrði ég glaður að sjá Michael Flynn aftur,“ sagði Pence. Barack Obama, þá fráfarandi forseti, varaði Trump sérstaklega við því að ráða fyrrverandi herforingjann Flynn sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn á sínum tíma. Ástæðan var meðal annars störf Flynn fyrir tyrknesk stjórnvöld sem hann gaf ekki upp opinberlega. Rússarannsóknin Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira
Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Dómsmálaráðuneytið ákvað að draga ákæru gegn Flynn til baka í síðustu viku þrátt fyrir að hann hefði játað sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni. Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að fella niður ákæruna á hendur Flynn er umdeild. Flynn laug að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra og leynileg málafylgjustörf fyrir tyrknesk stjórnvöld árið 2017. Hann játaði sök fyrir dómi í tvígang og gerði samkomulag við saksóknara um að veita rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa samvinnu. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk í fyrra hefur Flynn reynt að draga játningu sína til baka og haldið því fram að hann sé fórnarlamb samsæris alríkislögreglunnar, dómsmálaráðuneytisins og hans eigin lögmanna við upphaf málsins. Trump forseti hefur gefið sterklega í skyn að hann gæti náðað Flynn. Dómari á eftir að taka afstöðu til kröfu ráðuneytisins um að málið gegn Flynn verði fellt niður. Fordæmalaust er sagt að dómsmálaráðuneytið felli niður mál þar sem sakborningur hefur játað sök og halda gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar því fram að William Barr, dómsmálaráðherra, gangi pólitískra erinda Trump með ákvörðuninni í máli Flynn. Í viðtali við netmiðilinn Axios í dag sagði Pence að hann tæki Flynn fagnandi aftur inn í ríkisstjórn Trump. Flynn var látinn segja af sér í febrúar árið 2017 fyrir að ljúga að Pence um samskiptin við rússneska sendiherrann. Trump hefur áður sagt að hann myndi íhuga að ráða Flynn aftur. „Ég tel Michael Flynn herforingja bandarískan föðurlandsvin. Fyrir mitt leyti yrði ég glaður að sjá Michael Flynn aftur,“ sagði Pence. Barack Obama, þá fráfarandi forseti, varaði Trump sérstaklega við því að ráða fyrrverandi herforingjann Flynn sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn á sínum tíma. Ástæðan var meðal annars störf Flynn fyrir tyrknesk stjórnvöld sem hann gaf ekki upp opinberlega.
Rússarannsóknin Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira
Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27
Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54