Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2020 07:41 Veggmynd af Arbery. AP/Tony Gutierrez Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. Enginn var handtekinn vegna dauða Arbery fyrr en myndband af atvikinu var birt á netinu. Myndbandið hefur vakið mikla bræði víða í Bandaríkjunum og hafa feðgarnir Gregory og Travis McMichael verið handteknir. Gregory starfaði hjá lögreglunni um árabil og og sagði hann lögregluþjónum að hann hefði talið Arbery líkjast innbrotsþjófi sem náðst á myndavél í hverfinu. Því hafi feðgarnir elt hann ásamt þriðja manninum sem tók myndbandið upp. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travis McMichael um byssu hans. Sjá einnig: Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Gregory og Travis McMichael, eftir að þeir voru handteknir.Vísir/AP Einn saksóknari, sem lýsti sig seinna vanhæfan vegna tengsla við Gregory, skrifaði bréf þar sem hann sagði banaskotin vera réttmæt. George E. Barnhill sagði að ekki væri tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Samtök bandarískra saksóknara gáfu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þau fordæmdu þetta bréf Barnhill. Eftir að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu skipaði Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar og ákærðir fyrir morð. Chris Carr, dómsmálaráðherra ríkisins, hefur samkvæmt AP fréttaveitunni beðið um að Dómsmálaráðuneytið rannsaki það hvernig málið var meðhöndlað af lögreglunni. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann allt of mörgum spurningum ósvarað og að fjölskylda Arbery og íbúar Georgíu þurfi svör. Lögmenn fjölskyldunnar sendu sömuleiðis frá sér tilkynningu og fögnuðu þessum vendingum. Þeir sögðust hafa beðið um þessa rannsókn frá upphafi málsins. Það þyrfti að skoða hvernig farið hefði verið með rannsóknina og af hverju það tók 74 daga að handtaka feðgana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. Enginn var handtekinn vegna dauða Arbery fyrr en myndband af atvikinu var birt á netinu. Myndbandið hefur vakið mikla bræði víða í Bandaríkjunum og hafa feðgarnir Gregory og Travis McMichael verið handteknir. Gregory starfaði hjá lögreglunni um árabil og og sagði hann lögregluþjónum að hann hefði talið Arbery líkjast innbrotsþjófi sem náðst á myndavél í hverfinu. Því hafi feðgarnir elt hann ásamt þriðja manninum sem tók myndbandið upp. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travis McMichael um byssu hans. Sjá einnig: Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Gregory og Travis McMichael, eftir að þeir voru handteknir.Vísir/AP Einn saksóknari, sem lýsti sig seinna vanhæfan vegna tengsla við Gregory, skrifaði bréf þar sem hann sagði banaskotin vera réttmæt. George E. Barnhill sagði að ekki væri tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Samtök bandarískra saksóknara gáfu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þau fordæmdu þetta bréf Barnhill. Eftir að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu skipaði Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar og ákærðir fyrir morð. Chris Carr, dómsmálaráðherra ríkisins, hefur samkvæmt AP fréttaveitunni beðið um að Dómsmálaráðuneytið rannsaki það hvernig málið var meðhöndlað af lögreglunni. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann allt of mörgum spurningum ósvarað og að fjölskylda Arbery og íbúar Georgíu þurfi svör. Lögmenn fjölskyldunnar sendu sömuleiðis frá sér tilkynningu og fögnuðu þessum vendingum. Þeir sögðust hafa beðið um þessa rannsókn frá upphafi málsins. Það þyrfti að skoða hvernig farið hefði verið með rannsóknina og af hverju það tók 74 daga að handtaka feðgana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16