Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2020 07:41 Veggmynd af Arbery. AP/Tony Gutierrez Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. Enginn var handtekinn vegna dauða Arbery fyrr en myndband af atvikinu var birt á netinu. Myndbandið hefur vakið mikla bræði víða í Bandaríkjunum og hafa feðgarnir Gregory og Travis McMichael verið handteknir. Gregory starfaði hjá lögreglunni um árabil og og sagði hann lögregluþjónum að hann hefði talið Arbery líkjast innbrotsþjófi sem náðst á myndavél í hverfinu. Því hafi feðgarnir elt hann ásamt þriðja manninum sem tók myndbandið upp. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travis McMichael um byssu hans. Sjá einnig: Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Gregory og Travis McMichael, eftir að þeir voru handteknir.Vísir/AP Einn saksóknari, sem lýsti sig seinna vanhæfan vegna tengsla við Gregory, skrifaði bréf þar sem hann sagði banaskotin vera réttmæt. George E. Barnhill sagði að ekki væri tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Samtök bandarískra saksóknara gáfu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þau fordæmdu þetta bréf Barnhill. Eftir að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu skipaði Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar og ákærðir fyrir morð. Chris Carr, dómsmálaráðherra ríkisins, hefur samkvæmt AP fréttaveitunni beðið um að Dómsmálaráðuneytið rannsaki það hvernig málið var meðhöndlað af lögreglunni. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann allt of mörgum spurningum ósvarað og að fjölskylda Arbery og íbúar Georgíu þurfi svör. Lögmenn fjölskyldunnar sendu sömuleiðis frá sér tilkynningu og fögnuðu þessum vendingum. Þeir sögðust hafa beðið um þessa rannsókn frá upphafi málsins. Það þyrfti að skoða hvernig farið hefði verið með rannsóknina og af hverju það tók 74 daga að handtaka feðgana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira
Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. Enginn var handtekinn vegna dauða Arbery fyrr en myndband af atvikinu var birt á netinu. Myndbandið hefur vakið mikla bræði víða í Bandaríkjunum og hafa feðgarnir Gregory og Travis McMichael verið handteknir. Gregory starfaði hjá lögreglunni um árabil og og sagði hann lögregluþjónum að hann hefði talið Arbery líkjast innbrotsþjófi sem náðst á myndavél í hverfinu. Því hafi feðgarnir elt hann ásamt þriðja manninum sem tók myndbandið upp. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travis McMichael um byssu hans. Sjá einnig: Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Gregory og Travis McMichael, eftir að þeir voru handteknir.Vísir/AP Einn saksóknari, sem lýsti sig seinna vanhæfan vegna tengsla við Gregory, skrifaði bréf þar sem hann sagði banaskotin vera réttmæt. George E. Barnhill sagði að ekki væri tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Samtök bandarískra saksóknara gáfu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þau fordæmdu þetta bréf Barnhill. Eftir að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu skipaði Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar og ákærðir fyrir morð. Chris Carr, dómsmálaráðherra ríkisins, hefur samkvæmt AP fréttaveitunni beðið um að Dómsmálaráðuneytið rannsaki það hvernig málið var meðhöndlað af lögreglunni. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann allt of mörgum spurningum ósvarað og að fjölskylda Arbery og íbúar Georgíu þurfi svör. Lögmenn fjölskyldunnar sendu sömuleiðis frá sér tilkynningu og fögnuðu þessum vendingum. Þeir sögðust hafa beðið um þessa rannsókn frá upphafi málsins. Það þyrfti að skoða hvernig farið hefði verið með rannsóknina og af hverju það tók 74 daga að handtaka feðgana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira
Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16