Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Sylvía Hall skrifar 11. maí 2020 19:27 Gregory og Travis McMichael, eftir að þeir voru handteknir. Vísir/AP Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. Fegðarnir skutu hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana í febrúar þegar hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Glynn-sýslu. Málið komst í hámæli í síðustu viku þegar myndband af morðinu fór í dreifingu. Fram að því hafði það flakkað milli saksóknara innan ríkisins en tveir af þremur héraðssaksóknurum sögðu sig frá málinu vegna tengsla við Gregory McMichaels, sem er fyrrverandi lögregluþjónn. Málið fjaraði á endanum út og hafði fjölskyldan gefið upp alla von að réttlæti yrði náð fram í málinu þar til myndbandið komst í dreifingu. Á vef BBC kemur fram að feðgarnir verði ákærðir fyrir morð og árás vegna dauða Arbery en ákæra fyrir hatursglæp er sögð einnig koma til greina. Sögðust þeir telja hann mögulega tengjast innbrotum á svæðinu og ákváðu því að vopnbúast og aka á eftir honum. Þá fullyrða þeir að Arbery hafi ráðist á Travis þegar þeir báðu hann um að ræða við sig. Faðir Arbery segir ljóst að kynþóttafordómar hafi orðið syni hans að bana. Hann hafi verið í sakleysi sínu að hlaupa leið sem hann hafði margoft hlaupið áður og engin ástæða til að ætla að hann hafi gert nokkuð saknæmt. Þvert á móti hafi sonur sinn verið góður drengur og viljað öllum vel. Í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneytinu segir að málið verði rannsakað og í kjölfarið ákveðið hvort tilefni sé til að ákæra fyrir hatursglæp. Gripið verði til aðgerða í samræmi við lög og staðreyndir málsins. DOJ statement on the Ahmaud Arbery case. pic.twitter.com/wLgHujyVFh— KerriKupecDOJ (@KerriKupecDOJ) May 11, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. Fegðarnir skutu hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana í febrúar þegar hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Glynn-sýslu. Málið komst í hámæli í síðustu viku þegar myndband af morðinu fór í dreifingu. Fram að því hafði það flakkað milli saksóknara innan ríkisins en tveir af þremur héraðssaksóknurum sögðu sig frá málinu vegna tengsla við Gregory McMichaels, sem er fyrrverandi lögregluþjónn. Málið fjaraði á endanum út og hafði fjölskyldan gefið upp alla von að réttlæti yrði náð fram í málinu þar til myndbandið komst í dreifingu. Á vef BBC kemur fram að feðgarnir verði ákærðir fyrir morð og árás vegna dauða Arbery en ákæra fyrir hatursglæp er sögð einnig koma til greina. Sögðust þeir telja hann mögulega tengjast innbrotum á svæðinu og ákváðu því að vopnbúast og aka á eftir honum. Þá fullyrða þeir að Arbery hafi ráðist á Travis þegar þeir báðu hann um að ræða við sig. Faðir Arbery segir ljóst að kynþóttafordómar hafi orðið syni hans að bana. Hann hafi verið í sakleysi sínu að hlaupa leið sem hann hafði margoft hlaupið áður og engin ástæða til að ætla að hann hafi gert nokkuð saknæmt. Þvert á móti hafi sonur sinn verið góður drengur og viljað öllum vel. Í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneytinu segir að málið verði rannsakað og í kjölfarið ákveðið hvort tilefni sé til að ákæra fyrir hatursglæp. Gripið verði til aðgerða í samræmi við lög og staðreyndir málsins. DOJ statement on the Ahmaud Arbery case. pic.twitter.com/wLgHujyVFh— KerriKupecDOJ (@KerriKupecDOJ) May 11, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23
Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16