Mörg ríki ekki undirbúin fyrir tilslakanir á félagsforðun Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2020 09:05 Farandverkamenn um borð í rútu á Indlandi. Margir hafa setið fastir vegna útgöngubanns og eru nú á leið til síns heima. AP/Rajesh Kumar Singh Víða um heim er verið að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun. Það er þó óljóst hve mörg ríki eru í raun undirbúin og sérfræðingar vara við því að mörg ríki séu það ekki. Ríki hafi ekki byggt upp nægilega getu til að skima fyrir nýju kórónuveirunni né elta uppi þá sem hafi verið í samskiptum við smitaða og skipa þeim í sóttkví. Á Indlandi hefur umfangsmikið útgöngubann hjálpað verulega við að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu meðal 1,3 milljarða íbúa Indlands. Þar á hins vegar að setja lestar landsins á stað aftur, þar sem sagan segir okkur að margir verði í miklu návígi. Tugir þúsunda hafa pantað sér miða með lestunum sem fóru af stað í morgun. Í samtali við Reuters sagði starfsmaður ríkisfyrirtækisins sem heldur utan um rekstur lestakerfisins að allar lestir yrðu fullar í dag. Farþegar munu þó þurfa að láta hitamæla sig og samþykkja að sækja rakningarapp í síma sína, áður en þeir fá að fara um borð í lestarnar. Á undanförnum dögum hafa fyrirtæki verið opnuð á nýjan leik og þegar eru ummerki um fjölgun smitaðra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Dr. Michael Ryan, frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sagði í gær að aðgerðir sem gripið hafi verið til í Þýskalandi og Suður-Kóreu sýni fram á að mögulegt sé að greina nýja smitklasa og einangra fólk áður en það verður of seint. Hann sagði ljóst að mörg ríki byggju ekki yfir þessari getu. „Að loka augunum og keyra í gegnum þetta blindur er eins kjánaleg jafna og ég hef séð,“ sagði Ryan. „Ég hef verulega áhyggjur af því að tiltekin ríki stefni á alvarlega blinda keyrslu á næstu mánuðum.“ .@WHO recommends countries answer these 3 questions to determine how to release a lockdown:-is the epidemic under control?-is the health system able to cope with a resurgence of cases?-is the surveillance system able to detect & manage the cases & their contacts?— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 11, 2020 Tæknifyrirtæki eins og Apple og Google vinna að þróun rakningarappa en sérfræðingar segja hefðbundna rannsóknarvinnu vera besta. Í Þýskalandi koma til dæmis rúmlega tíu þúsund manns að því að greina ferðir smitaðra. Yfirvöld Bretlands ætla að fá 18 þúsund manns til að vinna þessa vinnu þar í landi. Upprunalega stóð til að gera það í mars en hröð útbreiðsla veirunnar gerði það ómögulegt. Bandaríkin eru einnig meðal þeirra ríkja sem gætu verið óundirbúin fyrir aukna útbreiðslu veirunnar en eru samt að létta á félagsforðun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær að hver sem vildi gangast próf vegna veirunnar gæti gert það. Sérfræðingar segja það samt fjarri lagi. Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að framkvæma 700 þúsund próf á degi hverjum en óljóst er hvort ríkið geti náð því markmiði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Bandaríkin Bretland Þýskaland Suður-Kórea Frakkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Víða um heim er verið að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun. Það er þó óljóst hve mörg ríki eru í raun undirbúin og sérfræðingar vara við því að mörg ríki séu það ekki. Ríki hafi ekki byggt upp nægilega getu til að skima fyrir nýju kórónuveirunni né elta uppi þá sem hafi verið í samskiptum við smitaða og skipa þeim í sóttkví. Á Indlandi hefur umfangsmikið útgöngubann hjálpað verulega við að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu meðal 1,3 milljarða íbúa Indlands. Þar á hins vegar að setja lestar landsins á stað aftur, þar sem sagan segir okkur að margir verði í miklu návígi. Tugir þúsunda hafa pantað sér miða með lestunum sem fóru af stað í morgun. Í samtali við Reuters sagði starfsmaður ríkisfyrirtækisins sem heldur utan um rekstur lestakerfisins að allar lestir yrðu fullar í dag. Farþegar munu þó þurfa að láta hitamæla sig og samþykkja að sækja rakningarapp í síma sína, áður en þeir fá að fara um borð í lestarnar. Á undanförnum dögum hafa fyrirtæki verið opnuð á nýjan leik og þegar eru ummerki um fjölgun smitaðra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Dr. Michael Ryan, frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sagði í gær að aðgerðir sem gripið hafi verið til í Þýskalandi og Suður-Kóreu sýni fram á að mögulegt sé að greina nýja smitklasa og einangra fólk áður en það verður of seint. Hann sagði ljóst að mörg ríki byggju ekki yfir þessari getu. „Að loka augunum og keyra í gegnum þetta blindur er eins kjánaleg jafna og ég hef séð,“ sagði Ryan. „Ég hef verulega áhyggjur af því að tiltekin ríki stefni á alvarlega blinda keyrslu á næstu mánuðum.“ .@WHO recommends countries answer these 3 questions to determine how to release a lockdown:-is the epidemic under control?-is the health system able to cope with a resurgence of cases?-is the surveillance system able to detect & manage the cases & their contacts?— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 11, 2020 Tæknifyrirtæki eins og Apple og Google vinna að þróun rakningarappa en sérfræðingar segja hefðbundna rannsóknarvinnu vera besta. Í Þýskalandi koma til dæmis rúmlega tíu þúsund manns að því að greina ferðir smitaðra. Yfirvöld Bretlands ætla að fá 18 þúsund manns til að vinna þessa vinnu þar í landi. Upprunalega stóð til að gera það í mars en hröð útbreiðsla veirunnar gerði það ómögulegt. Bandaríkin eru einnig meðal þeirra ríkja sem gætu verið óundirbúin fyrir aukna útbreiðslu veirunnar en eru samt að létta á félagsforðun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær að hver sem vildi gangast próf vegna veirunnar gæti gert það. Sérfræðingar segja það samt fjarri lagi. Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að framkvæma 700 þúsund próf á degi hverjum en óljóst er hvort ríkið geti náð því markmiði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Bandaríkin Bretland Þýskaland Suður-Kórea Frakkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira