Hefja mótefnamælingar fyrir einstaklinga sem telja sig hafa fengið Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 12. maí 2020 11:49 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er byrjuð að mæla mótefni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 fyrir þá einstaklinga sem telja sig hafa fengið sjúkdóminn. Að því er segir í tilkynningu á vef landlæknis er deildin farin að taka á móti blóðsýnum en beiðni um móttöku þarf að koma frá lækni. Á vef landlæknis er einnig fjallað um söfnun blóðsýna til að meta útbreiðslu mótefna gegn veirunni í samfélaginu. Í því verkefni er aðeins safnað sýnum frá einstaklingum sem koma í blóðrannsóknir af öðrum ástæðum sem stendur. Ekki sé verið að safna sýnum frá einstaklingum sem ekki hafa aðra ástæðu til blóðtöku á þessu stigi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir í samtali við Vísi að mótefnamælingar séu þrískiptar. Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni. Stuðst er við úrtak í vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnaráðstöfun sóttvarnalæknis, sem þýðir að fólk er beðið um að taka þátt í rannsókninni. Þjónusturannsóknin hins vegar er þannig að fólk getur óskað eftir því við lækni að kannað verði hvort það hafi myndað ónæmi við veirunni, telji það sig hafa sýkst af henni. Fyrir nokkrum vikum var helsta fyrirstaðan vegna þessara mótefnamælinga sú að ekki höfðu fundist viðeigandi próf sem gáfu traustar niðurstöður sem vísindamenn töldu sig geta treyst. Már segir að nú hafi fundist fullnægjandi próf og ánægja á meðal vísindamanna með niðurstöðurnar úr þeim. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er byrjuð að mæla mótefni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 fyrir þá einstaklinga sem telja sig hafa fengið sjúkdóminn. Að því er segir í tilkynningu á vef landlæknis er deildin farin að taka á móti blóðsýnum en beiðni um móttöku þarf að koma frá lækni. Á vef landlæknis er einnig fjallað um söfnun blóðsýna til að meta útbreiðslu mótefna gegn veirunni í samfélaginu. Í því verkefni er aðeins safnað sýnum frá einstaklingum sem koma í blóðrannsóknir af öðrum ástæðum sem stendur. Ekki sé verið að safna sýnum frá einstaklingum sem ekki hafa aðra ástæðu til blóðtöku á þessu stigi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir í samtali við Vísi að mótefnamælingar séu þrískiptar. Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni. Stuðst er við úrtak í vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnaráðstöfun sóttvarnalæknis, sem þýðir að fólk er beðið um að taka þátt í rannsókninni. Þjónusturannsóknin hins vegar er þannig að fólk getur óskað eftir því við lækni að kannað verði hvort það hafi myndað ónæmi við veirunni, telji það sig hafa sýkst af henni. Fyrir nokkrum vikum var helsta fyrirstaðan vegna þessara mótefnamælinga sú að ekki höfðu fundist viðeigandi próf sem gáfu traustar niðurstöður sem vísindamenn töldu sig geta treyst. Már segir að nú hafi fundist fullnægjandi próf og ánægja á meðal vísindamanna með niðurstöðurnar úr þeim. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira