Annar heilbrigðisráðherra í stjórn Bolsonaro hrökklast úr embætti Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 20:27 Nelson Teich greindi frá afsögn sinni sem heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag en gaf ekki upp ástæðu. Brasilískir fjölmiðlar segja að ágreiningur við Bolosnaro um notkun á malaríulyfi hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Vísir/EPA Heilbrigðisráðherra Brasilíu sagði af sér í dag eftir innan við mánuð í embætti. Hann hefur verið ósammála Jair Bolsonaro forseta um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Forveri hans í embættinu var rekinn vegna ágreinings við forsetann. Nelson Teich hafði gagnrýnt tilskipun Bolsonaro forseta um að leyfa líkamsræktarstöðvum og snyrtistofum að hefja starfsemi á ný. Hann gaf þó enga ástæðu þegar hann greindi frá afsögn sinni á blaðamannafundi í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þakkaði hann Bolsonaro fyrir tækifærið til að gegna embættinu og heilbrigðisstarfsfólki fyrir störf sín. Þrátt fyrir að Brasilíu sé orðin að einum af miðpunktum heimsfaraldursins með meira en 200.000 staðfest smit og tæplega 14.000 dauðsföll hefur Bolsonaro gert lítið úr honum. Forsetinn er andsnúinn takmörkunum eins og útgöngu- og samgöngubönnum og hefur ítrekað lýst faraldrinum sem „dálítilli flensu“. Útbreiðsla kórónuveirunni sé „óumflýjanleg“. Teich hafði einnig verið ósáttur við þá áherslu sem Bolsonaro lagði á að nota malaríulyfið choloroquine sem meðferð við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki ljóst að lyfið gagnist. Þá hafði hann og forsetann greint á um áætlanir um að slaka á takmörkunum. Í síðustu viku sagði Teich að hann hefði ekki verið hafður með í ráðum áður en Bolsonaro gaf líkamsræktarstöðvum, hárgreiðslu- og snyrtistofum grænt ljós að hefja starfsemi aftur. Bolsonaro rak Luiz Henrique Mandetta, forvera Teich í embættinu, fyrir innan við mánuði og gagnrýndi fyrir að hvetja landsmenn til þess að stunda félagsforðun og halda sig heima við til að draga úr útbreiðslu faraldursins. Forsetinn hefur staðið fyrir mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum með stuðningsmönnum sínum. Hann hefur sætt gagnrýni lýðheilsusérfræðinga fyrir að taka faraldurinn ekki alvarlega. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. 13. maí 2020 13:27 Mesti fjöldi látinna á einum degi til þessa í Brasilíu Brasilía er nú í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem flestir hafa látið lífið af völdum veirunnar en óttast er að tala látinna sé þó mun hærri 13. maí 2020 07:38 Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39 Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Brasilíu sagði af sér í dag eftir innan við mánuð í embætti. Hann hefur verið ósammála Jair Bolsonaro forseta um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Forveri hans í embættinu var rekinn vegna ágreinings við forsetann. Nelson Teich hafði gagnrýnt tilskipun Bolsonaro forseta um að leyfa líkamsræktarstöðvum og snyrtistofum að hefja starfsemi á ný. Hann gaf þó enga ástæðu þegar hann greindi frá afsögn sinni á blaðamannafundi í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þakkaði hann Bolsonaro fyrir tækifærið til að gegna embættinu og heilbrigðisstarfsfólki fyrir störf sín. Þrátt fyrir að Brasilíu sé orðin að einum af miðpunktum heimsfaraldursins með meira en 200.000 staðfest smit og tæplega 14.000 dauðsföll hefur Bolsonaro gert lítið úr honum. Forsetinn er andsnúinn takmörkunum eins og útgöngu- og samgöngubönnum og hefur ítrekað lýst faraldrinum sem „dálítilli flensu“. Útbreiðsla kórónuveirunni sé „óumflýjanleg“. Teich hafði einnig verið ósáttur við þá áherslu sem Bolsonaro lagði á að nota malaríulyfið choloroquine sem meðferð við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki ljóst að lyfið gagnist. Þá hafði hann og forsetann greint á um áætlanir um að slaka á takmörkunum. Í síðustu viku sagði Teich að hann hefði ekki verið hafður með í ráðum áður en Bolsonaro gaf líkamsræktarstöðvum, hárgreiðslu- og snyrtistofum grænt ljós að hefja starfsemi aftur. Bolsonaro rak Luiz Henrique Mandetta, forvera Teich í embættinu, fyrir innan við mánuði og gagnrýndi fyrir að hvetja landsmenn til þess að stunda félagsforðun og halda sig heima við til að draga úr útbreiðslu faraldursins. Forsetinn hefur staðið fyrir mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum með stuðningsmönnum sínum. Hann hefur sætt gagnrýni lýðheilsusérfræðinga fyrir að taka faraldurinn ekki alvarlega.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. 13. maí 2020 13:27 Mesti fjöldi látinna á einum degi til þessa í Brasilíu Brasilía er nú í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem flestir hafa látið lífið af völdum veirunnar en óttast er að tala látinna sé þó mun hærri 13. maí 2020 07:38 Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39 Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. 13. maí 2020 13:27
Mesti fjöldi látinna á einum degi til þessa í Brasilíu Brasilía er nú í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem flestir hafa látið lífið af völdum veirunnar en óttast er að tala látinna sé þó mun hærri 13. maí 2020 07:38
Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39
Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04