Göngu- og hjólastígarnir okkar Ómar H. Kristmundsson skrifar 16. apríl 2020 08:00 Það var vor í lofti um páskana og margir á höfuðborgarsvæðinu nýttu tækifærið til útivistar. Mikil umferð var um göngu- og hjólastígana svo minnti á Laugaveginn á Þorláksmessu. Áreiðanlega verða stígarnir nýttir sem aldrei fyrr í sumar af augljósum ástæðum. Umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi hefur margfaldast á þessari öld og að því er virðist talsvert umfram þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á stígakerfi höfuðborgarinnar. Þrátt fyrir vinnu sveitarfélaga við að skilja að hjóla- og gönguumferð er enn langt í land að því sé lokið. Við þær aðstæður er hætta á óhöppum og óþægindum fyrir alla þá sem nýta sér stígana. Til að tryggja snurðulausa umferð um göngu- og hjólastíga við núverandi aðstæður þarf þrennt, skýrar og vel kynntar umferðarreglur, greinilegar umferðarmerkingar og góða umferðarmenningu. Umferðarreglurnar Grunnforsenda fyrir greiðri og hnökralausri umferð er að umferðarreglur séu skýrar og vegfarendur þekki þær. Reglur vegna gangandi og hjólandi umferðar utan vega hafa verið óskýrar í gegnum tíðina, sérstaklega varðandi hjólaumferð á göngustígum. Ný umferðarlög sem tóku gildi nú um síðustu áramót fela í sér framfarir hvað þetta varðar. Skv. þeim eru helstu reglur eftirfarandi: 1. Almenn aðgæsluskylda gildir fyrir alla vegfarendur. Hún felst í því að sýna almenna aðgæslu og öðrum vegfarendum tillitsemi. 2. Heimilt er að hjóla á göngustíg ef það veldur ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Gæta skal ýtrustu varkárni og ekki hjóla hraðar en svo að hjólreiðamaður geti vikið úr vegi fyrir gangandi vegfarendum sem eiga leið um. 3. Ef hjólastígur er samhliða göngustíg skal hjólreiðamaður að jafnaði notast við hjólastíginn. Þó er í slíkum tilvikum heimilt að hjóla á göngustíg ef fyllsta öryggis er gætt og ekki er hjólað hraðar en sem nemur eðlilegum gönguhraða. 4. Gangandi vegfarandi skal nota göngustíg. Hjólastíg má nota ef göngustígur er ekki til staðar eða ófær. Þessar reglur eru skýrar og einfaldar og má draga saman í eina langa setningu: Allir þeir sem um göngu- og hjólastíg fara eiga að sýna öðrum vegfarendum tillitssemi, hjólreiðafólk má nota göngustíg en það skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og gæta þess að þeir verði ekki fyrir óþægindum eða hættu og gangandi og hlaupandi vegfarendum er heimilt að nota hjólreiðastíg ef göngustíg er ekki að finna eða hann er ófær. Upplýsingar um þessar reglur eru aðgengilegar m.a. hjá Samgöngustofu, á vefnum hjolreidar.is og á vef Landssamtaka hjólreiðamanna. Þrátt fyrir þetta mætti gera átak í að kynna reglurnar betur, m.a. með sjónvarpsauglýsingum. Reglurnar ættu að vera aðgengilegar í einhverju formi á stígunum sjálfum t.d. á skiltum á fjölförnum stöðum. Umferðarmerkingar Eins og áður segir vantar mikið upp á að umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfaranda sé nægjanlega vel aðskilin. Í umferðarlögum segir að hjólastígur sé sá hluti vegar sem eingöngu er ætlaður umferð reiðhjóla og léttra bifhjóla, er merktur þannig og greinilega aðskilinn frá akbraut, t.d. með umferðareyju eða kantsteini. Þar sem stígar eru ekki aðskildir með umferðareyju virðist að jafnaði notast við yfirborðsmerkingu, óbrotna línu. Bæta mætti talsvert yfirborðsmerkingar og fjölga viðvörunar- og upplýsingamerkjum. Sérstaklega er þörf á betri merkingum þar sem hjólastígar þvera göngustíga, stígar sameinast eða umferð er sérstaklega mikil. Vantað hefur upp á að yfirborðsmerkingar séu endurmálaðar. Fara ætti í endurmálun þeirra strax. Þetta er ódýr leið til að auka öryggi vegfaranda! Á tímum sóttvarnaaðgerða væri um leið ekki úr vegi að setja merkingar um tveggja metra regluna sem verður örugglega í fullu gildi a.m.k. út sumarið. Umferðarmenning Reglur og merkingar koma hins vegar aldrei í staðinn fyrir góða umferðarmenningu. Hún felur í sér að vegfarendur sýni varkárni og hverjum öðrum tillitssemi og kurteisi óháð skráðum reglum. Nánari umfjöllun um góða umferðarmenningu má finna í leiðbeiningum Landssamtaka hjólreiðamanna um umferð hjólandi á stígum og götum. Þúsundir höfuðborgarbúa fara um stígana á hverjum góðviðrisdegi og þarfir þeirra eru ólíkar. Á stígunum eru hjólreiðamenn sem fara hratt yfir, aðrir hægar, þar fara ungir vegfarendur, hlauparar, einir og í hópum og að lokum gangandi vegfarendur, sumir í félagsskap hunda. Allir þurfa að geta farið um þessa stíga án þess að eiga það á hættu að verða fyrir óhöppum eða óþægindum. Munum að þetta eru stígarnir okkar allra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar H. Kristmundsson Umferðaröryggi Hjólreiðar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það var vor í lofti um páskana og margir á höfuðborgarsvæðinu nýttu tækifærið til útivistar. Mikil umferð var um göngu- og hjólastígana svo minnti á Laugaveginn á Þorláksmessu. Áreiðanlega verða stígarnir nýttir sem aldrei fyrr í sumar af augljósum ástæðum. Umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi hefur margfaldast á þessari öld og að því er virðist talsvert umfram þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á stígakerfi höfuðborgarinnar. Þrátt fyrir vinnu sveitarfélaga við að skilja að hjóla- og gönguumferð er enn langt í land að því sé lokið. Við þær aðstæður er hætta á óhöppum og óþægindum fyrir alla þá sem nýta sér stígana. Til að tryggja snurðulausa umferð um göngu- og hjólastíga við núverandi aðstæður þarf þrennt, skýrar og vel kynntar umferðarreglur, greinilegar umferðarmerkingar og góða umferðarmenningu. Umferðarreglurnar Grunnforsenda fyrir greiðri og hnökralausri umferð er að umferðarreglur séu skýrar og vegfarendur þekki þær. Reglur vegna gangandi og hjólandi umferðar utan vega hafa verið óskýrar í gegnum tíðina, sérstaklega varðandi hjólaumferð á göngustígum. Ný umferðarlög sem tóku gildi nú um síðustu áramót fela í sér framfarir hvað þetta varðar. Skv. þeim eru helstu reglur eftirfarandi: 1. Almenn aðgæsluskylda gildir fyrir alla vegfarendur. Hún felst í því að sýna almenna aðgæslu og öðrum vegfarendum tillitsemi. 2. Heimilt er að hjóla á göngustíg ef það veldur ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Gæta skal ýtrustu varkárni og ekki hjóla hraðar en svo að hjólreiðamaður geti vikið úr vegi fyrir gangandi vegfarendum sem eiga leið um. 3. Ef hjólastígur er samhliða göngustíg skal hjólreiðamaður að jafnaði notast við hjólastíginn. Þó er í slíkum tilvikum heimilt að hjóla á göngustíg ef fyllsta öryggis er gætt og ekki er hjólað hraðar en sem nemur eðlilegum gönguhraða. 4. Gangandi vegfarandi skal nota göngustíg. Hjólastíg má nota ef göngustígur er ekki til staðar eða ófær. Þessar reglur eru skýrar og einfaldar og má draga saman í eina langa setningu: Allir þeir sem um göngu- og hjólastíg fara eiga að sýna öðrum vegfarendum tillitssemi, hjólreiðafólk má nota göngustíg en það skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og gæta þess að þeir verði ekki fyrir óþægindum eða hættu og gangandi og hlaupandi vegfarendum er heimilt að nota hjólreiðastíg ef göngustíg er ekki að finna eða hann er ófær. Upplýsingar um þessar reglur eru aðgengilegar m.a. hjá Samgöngustofu, á vefnum hjolreidar.is og á vef Landssamtaka hjólreiðamanna. Þrátt fyrir þetta mætti gera átak í að kynna reglurnar betur, m.a. með sjónvarpsauglýsingum. Reglurnar ættu að vera aðgengilegar í einhverju formi á stígunum sjálfum t.d. á skiltum á fjölförnum stöðum. Umferðarmerkingar Eins og áður segir vantar mikið upp á að umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfaranda sé nægjanlega vel aðskilin. Í umferðarlögum segir að hjólastígur sé sá hluti vegar sem eingöngu er ætlaður umferð reiðhjóla og léttra bifhjóla, er merktur þannig og greinilega aðskilinn frá akbraut, t.d. með umferðareyju eða kantsteini. Þar sem stígar eru ekki aðskildir með umferðareyju virðist að jafnaði notast við yfirborðsmerkingu, óbrotna línu. Bæta mætti talsvert yfirborðsmerkingar og fjölga viðvörunar- og upplýsingamerkjum. Sérstaklega er þörf á betri merkingum þar sem hjólastígar þvera göngustíga, stígar sameinast eða umferð er sérstaklega mikil. Vantað hefur upp á að yfirborðsmerkingar séu endurmálaðar. Fara ætti í endurmálun þeirra strax. Þetta er ódýr leið til að auka öryggi vegfaranda! Á tímum sóttvarnaaðgerða væri um leið ekki úr vegi að setja merkingar um tveggja metra regluna sem verður örugglega í fullu gildi a.m.k. út sumarið. Umferðarmenning Reglur og merkingar koma hins vegar aldrei í staðinn fyrir góða umferðarmenningu. Hún felur í sér að vegfarendur sýni varkárni og hverjum öðrum tillitssemi og kurteisi óháð skráðum reglum. Nánari umfjöllun um góða umferðarmenningu má finna í leiðbeiningum Landssamtaka hjólreiðamanna um umferð hjólandi á stígum og götum. Þúsundir höfuðborgarbúa fara um stígana á hverjum góðviðrisdegi og þarfir þeirra eru ólíkar. Á stígunum eru hjólreiðamenn sem fara hratt yfir, aðrir hægar, þar fara ungir vegfarendur, hlauparar, einir og í hópum og að lokum gangandi vegfarendur, sumir í félagsskap hunda. Allir þurfa að geta farið um þessa stíga án þess að eiga það á hættu að verða fyrir óhöppum eða óþægindum. Munum að þetta eru stígarnir okkar allra!
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar