Göturóstur í Nuuk eftir að opnað var á sölu áfengis Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2020 21:37 Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en bannið stóð í átján daga. Góður árangur Grænlendinga í baráttunni gegn kórónufaraldrinum er þannig að skila sér í enn frekari tilslökunum. Mikla athygli vakti þegar landlæknir Grænlands skýrði frá því þann 8. apríl síðastliðinn að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með covid 19, væri batnað og að engin ný smit hefðu greinst í landinu. Í dag gat svo landlæknir greint frá tólfta smitlausa deginum í röð. Síðasta smitið á Grænlandi greindist þann 4. apríl en alls hafa 1.019 manns verið skimaðir þar fyrir veirunni. Við verslunarmiðstöð í Nuuk. Fólkið á myndinni var að bjóða margskyns varning til sölu þegar myndin var tekin í janúar 2017.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Lögreglan í Nuuk ákvað í varúðarskyni að vera með aukamannskap á vakt þegar opnað var á sölu áfengis á ný klukkan 10 í gærmorgun. Vandræðin byrjuðu raunar strax um morguninn við matvöruverslanir sem selja áfengi því fólk stóð allt of þétt í biðröðunum og virti ekki reglur um lágmarks aðskilnað, að því er fréttamiðillinn Sermitsiaq hefur eftir lögregluvarðstjóra. „Ofbeldi, skemmdarverk og göturóstur,“ segir í fréttinni en alls skráði lögreglan sextíu atvik í gær, þar af 47 tengd áfengisneyslu, sem þykir ansi mikið í miðri viku í 18 þúsund manna bæ. Þess utan þurfti lögreglan að sinna nokkrum útköllum á heimili. Sem dæmi nefnir lögregluvarðstjórinn að kona hafi verið handtekin fyrir skemmdarverk eftir að hún braut nokkrar rúður. Síðan hafi hún bitið lögreglumann í handlegginn, sem þýðir að hún verði einnig kærð fyrir brot gegn valdsstjórninni fyrir að ráðast á lögreglumann að störfum. Á Grænlandi er áfengi selt í matvöruverslunum, eins og sjá mátti í þætti Stöðvar 2 frá Nuuk í janúar 2017: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en bannið stóð í átján daga. Góður árangur Grænlendinga í baráttunni gegn kórónufaraldrinum er þannig að skila sér í enn frekari tilslökunum. Mikla athygli vakti þegar landlæknir Grænlands skýrði frá því þann 8. apríl síðastliðinn að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með covid 19, væri batnað og að engin ný smit hefðu greinst í landinu. Í dag gat svo landlæknir greint frá tólfta smitlausa deginum í röð. Síðasta smitið á Grænlandi greindist þann 4. apríl en alls hafa 1.019 manns verið skimaðir þar fyrir veirunni. Við verslunarmiðstöð í Nuuk. Fólkið á myndinni var að bjóða margskyns varning til sölu þegar myndin var tekin í janúar 2017.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Lögreglan í Nuuk ákvað í varúðarskyni að vera með aukamannskap á vakt þegar opnað var á sölu áfengis á ný klukkan 10 í gærmorgun. Vandræðin byrjuðu raunar strax um morguninn við matvöruverslanir sem selja áfengi því fólk stóð allt of þétt í biðröðunum og virti ekki reglur um lágmarks aðskilnað, að því er fréttamiðillinn Sermitsiaq hefur eftir lögregluvarðstjóra. „Ofbeldi, skemmdarverk og göturóstur,“ segir í fréttinni en alls skráði lögreglan sextíu atvik í gær, þar af 47 tengd áfengisneyslu, sem þykir ansi mikið í miðri viku í 18 þúsund manna bæ. Þess utan þurfti lögreglan að sinna nokkrum útköllum á heimili. Sem dæmi nefnir lögregluvarðstjórinn að kona hafi verið handtekin fyrir skemmdarverk eftir að hún braut nokkrar rúður. Síðan hafi hún bitið lögreglumann í handlegginn, sem þýðir að hún verði einnig kærð fyrir brot gegn valdsstjórninni fyrir að ráðast á lögreglumann að störfum. Á Grænlandi er áfengi selt í matvöruverslunum, eins og sjá mátti í þætti Stöðvar 2 frá Nuuk í janúar 2017:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04
Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44
Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05