Heimilin sjái lægri vexti og fleiri haldi vinnunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. mars 2020 12:40 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi frá ákvörðun peningastefnunefndar um lækkun vaxta í morgun. Vísir/Vilhelm Hagkerfið hefur aldrei fyrr verið jafn vel í stakk búið til að bregðast við áföllum að sögn seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd kynnti ákvörðun sína um lækkun vaxta um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en til stóð. Þannig hafa meginginvextir bankans hafa verið lækkaðir niður í 2,25%. Það var gert í ljósi versnandi efnahagshorfa sem rekja má til útbreiðslu kórónuveirunnar að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Þá hefur meðaltalsbindiskylda innlánasstofnana jafnframt verið lækkuð úr einu og niður í núll prósent. Sjá einnig: Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig „Ég held að við séum að auðvelda atvinnulífinu að taka á móti þessu áfalli. Þegar að kemur aðeins lengra fram, af því það tekur kannski um hálft til eitt ár fyrir vaxtalækkunina að koma fram, við teljum að þetta vonandi muni leiða til þess að við munum örva fjárfestingu,“ segir Ásgeir. Að mati Ásgeirs er það jákvæða við óvissuna sem nú sé uppi og þau neikvæðu áhrif sem útbreiðsla veirunnar hefur haft á efnahagslífið er að áhrifin eru tímabundin. „Við náttúrlega höfum lent í áföllum áður í okkar útflutningsgreinum. Síldin hvarf og þorskurinn hrundi og svo framvegis og þetta er jákvætt að því leiti að þetta er tímabundið, þetta er faraldur sem gengur yfir það er bara spurning hversu langan tíma það tekur en það er það sem er jákvætt,“ segir Ásgeir. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Og við erum vel undirbúin. Við urðum fyrir áfalli fyrir tíu árum síðan og við höfum byggt upp fjármálakerfið til að standast annað svona áfall,“ bætir hann við. Staðan hafi raunar aldrei verð betri til að bregðast við áföllum. En að hvaða leyti munu heimilin í landinu finna fyrir áhrifum þeirrar ákvörðunar sem kynnt var í morgun um lækkun vaxta? „Með tvennum hætti. Annars vegar vonandi sjá lægri vexti á sínum lánum og vonandi það að fleiri muni halda atvinnunni,“ segir Ásgeir. Ítarlegra viðtal við Ásgeir um ákvörðun peningastefnunefndar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásgeir Jónsson um vaxtaákvörðun Efnahagsmál Seðlabankinn Wuhan-veiran Íslenska krónan Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Hagkerfið hefur aldrei fyrr verið jafn vel í stakk búið til að bregðast við áföllum að sögn seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd kynnti ákvörðun sína um lækkun vaxta um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en til stóð. Þannig hafa meginginvextir bankans hafa verið lækkaðir niður í 2,25%. Það var gert í ljósi versnandi efnahagshorfa sem rekja má til útbreiðslu kórónuveirunnar að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Þá hefur meðaltalsbindiskylda innlánasstofnana jafnframt verið lækkuð úr einu og niður í núll prósent. Sjá einnig: Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig „Ég held að við séum að auðvelda atvinnulífinu að taka á móti þessu áfalli. Þegar að kemur aðeins lengra fram, af því það tekur kannski um hálft til eitt ár fyrir vaxtalækkunina að koma fram, við teljum að þetta vonandi muni leiða til þess að við munum örva fjárfestingu,“ segir Ásgeir. Að mati Ásgeirs er það jákvæða við óvissuna sem nú sé uppi og þau neikvæðu áhrif sem útbreiðsla veirunnar hefur haft á efnahagslífið er að áhrifin eru tímabundin. „Við náttúrlega höfum lent í áföllum áður í okkar útflutningsgreinum. Síldin hvarf og þorskurinn hrundi og svo framvegis og þetta er jákvætt að því leiti að þetta er tímabundið, þetta er faraldur sem gengur yfir það er bara spurning hversu langan tíma það tekur en það er það sem er jákvætt,“ segir Ásgeir. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Og við erum vel undirbúin. Við urðum fyrir áfalli fyrir tíu árum síðan og við höfum byggt upp fjármálakerfið til að standast annað svona áfall,“ bætir hann við. Staðan hafi raunar aldrei verð betri til að bregðast við áföllum. En að hvaða leyti munu heimilin í landinu finna fyrir áhrifum þeirrar ákvörðunar sem kynnt var í morgun um lækkun vaxta? „Með tvennum hætti. Annars vegar vonandi sjá lægri vexti á sínum lánum og vonandi það að fleiri muni halda atvinnunni,“ segir Ásgeir. Ítarlegra viðtal við Ásgeir um ákvörðun peningastefnunefndar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásgeir Jónsson um vaxtaákvörðun
Efnahagsmál Seðlabankinn Wuhan-veiran Íslenska krónan Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira