Tæknilæsið og skólakerfið Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 22. maí 2020 12:00 Um þessar mundir blása stjórnvöld til sóknar og leggja til aukna fjármuni í tækniframþróun. Leggja á fé í rannsóknir, auka stuðning við sprotafyrirtæki og efla tæknimenntun í verk- og listgreinum svo eitthvað sé nefnt. Nú skal bregðast við af myndugleika. Lítið ef nokkuð er hins vegar fjallað um aðgerðir í skólakerfinu til að mæta hinni stafrænu byltingu á sama tíma og umbreyting starfa á sér stað á ógnarhraða. Hvernig ætlum við sem samfélag að mæta þeim veruleika? Hvers vegna eru stjórnvöld ekki að leggja til stuðning við leik- og grunnskóla sérstaklega í þessari sértæku aðgerð í þágu tækniþróunar? Umbreytingar gerast ekki af sjálfu sér en einn lykilþáttur í slíkri vegferð er viðhorf. Ef við vinnum ekki að tæknilæsi allt frá fyrstu stigum menntunar þá mun samfélagi okkar ganga afar hægt að nálgast þetta nýja umhverfi. Tæknilæsi er grunnurinn að þessari umbyltingu allri, rétt eins og hefðbundið læsi tryggir aðgengi okkar að umheiminum í sinni víðustu mynd. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig sjá stjórnvöld þá umbreytingu eiga sér stað? Eða er það utan dagskrár? Skiptir það ekki máli? Er stjórnvöldum að yfirsjást? Eða á enn eina ferðina að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun? Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. En svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Gildi menntunar í stafrænni umbreytingu Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænnna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Fjartæknibúnaður er t.d. gluggi inn í heim fjölbreyttra tækifæra, en ef engin er þekkingin eða kunnáttan í slíku umhverfi aðlagast skólakerfið ekki þeirri nýju hugsun og þeim tækifærum sem þar felast. Börnum og ungmennum opnast þar leið til að fá aukna þjónustu á mörgum sviðum. Kennurum opnast leið til að einfalda yfirsýn og eftirfylgni með framvindu náms með kerfum sem hönnuð eru sérstaklega utan um nám og kennslu. Allt aðgengi að sérfræðiaðstoð verður einfaldara í umhverfi fjartækninnar og leiðir af sér nýsköpun, nýjar nálganir til að veita mikilvæga þjónustu. Og getur um leið flýtt fyrir þjónustu, að ekki sé talað um jafnt aðgengi að slíkri þjónustu óháð búsetu. Hjálp í formi talþjálfunar er sá snertiflötur fjartækninnar sem einna helst hefur tengst menntakerfinu. Önnur tækifæri eru falin í fjarkennslu, sem skólakerfið tók upp án nokkurs fyrirvara eins og við öll þekkjum. En hvað svo? Ætlum við ekki að grípa gæsina og styðja skólakerfið til frekari þróunar í stafrænni tækni? Er ekki kjörið að ganga hratt og örugglega inn í skólaumhverfi 21. aldarinnar og hrista af sér iðnbyltingarumhverfið með öllu? Við höfum öðlast dýrmæta reynslu og hana eigum við að nýta, en ekki falla í sama farið. Sem betur fer sér fjöldi kennara og stjórnenda tækifæri til að stökkva inn í framtíðina og ætlar sér að nýta nýfengna þekkingu. Þeir vilja halda í veruleika jafnvægis, minni streitu og valdeflingar í lífi barna og ungmenna. Vegurinn er greiður, en áframhaldandi för ræðst samt af góðum stuðningi við tæknimenntun kennara og fjármagni sem gerir þeim kleift að hrinda verkum í framkvæmd. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir blása stjórnvöld til sóknar og leggja til aukna fjármuni í tækniframþróun. Leggja á fé í rannsóknir, auka stuðning við sprotafyrirtæki og efla tæknimenntun í verk- og listgreinum svo eitthvað sé nefnt. Nú skal bregðast við af myndugleika. Lítið ef nokkuð er hins vegar fjallað um aðgerðir í skólakerfinu til að mæta hinni stafrænu byltingu á sama tíma og umbreyting starfa á sér stað á ógnarhraða. Hvernig ætlum við sem samfélag að mæta þeim veruleika? Hvers vegna eru stjórnvöld ekki að leggja til stuðning við leik- og grunnskóla sérstaklega í þessari sértæku aðgerð í þágu tækniþróunar? Umbreytingar gerast ekki af sjálfu sér en einn lykilþáttur í slíkri vegferð er viðhorf. Ef við vinnum ekki að tæknilæsi allt frá fyrstu stigum menntunar þá mun samfélagi okkar ganga afar hægt að nálgast þetta nýja umhverfi. Tæknilæsi er grunnurinn að þessari umbyltingu allri, rétt eins og hefðbundið læsi tryggir aðgengi okkar að umheiminum í sinni víðustu mynd. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig sjá stjórnvöld þá umbreytingu eiga sér stað? Eða er það utan dagskrár? Skiptir það ekki máli? Er stjórnvöldum að yfirsjást? Eða á enn eina ferðina að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun? Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. En svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Gildi menntunar í stafrænni umbreytingu Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænnna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Fjartæknibúnaður er t.d. gluggi inn í heim fjölbreyttra tækifæra, en ef engin er þekkingin eða kunnáttan í slíku umhverfi aðlagast skólakerfið ekki þeirri nýju hugsun og þeim tækifærum sem þar felast. Börnum og ungmennum opnast þar leið til að fá aukna þjónustu á mörgum sviðum. Kennurum opnast leið til að einfalda yfirsýn og eftirfylgni með framvindu náms með kerfum sem hönnuð eru sérstaklega utan um nám og kennslu. Allt aðgengi að sérfræðiaðstoð verður einfaldara í umhverfi fjartækninnar og leiðir af sér nýsköpun, nýjar nálganir til að veita mikilvæga þjónustu. Og getur um leið flýtt fyrir þjónustu, að ekki sé talað um jafnt aðgengi að slíkri þjónustu óháð búsetu. Hjálp í formi talþjálfunar er sá snertiflötur fjartækninnar sem einna helst hefur tengst menntakerfinu. Önnur tækifæri eru falin í fjarkennslu, sem skólakerfið tók upp án nokkurs fyrirvara eins og við öll þekkjum. En hvað svo? Ætlum við ekki að grípa gæsina og styðja skólakerfið til frekari þróunar í stafrænni tækni? Er ekki kjörið að ganga hratt og örugglega inn í skólaumhverfi 21. aldarinnar og hrista af sér iðnbyltingarumhverfið með öllu? Við höfum öðlast dýrmæta reynslu og hana eigum við að nýta, en ekki falla í sama farið. Sem betur fer sér fjöldi kennara og stjórnenda tækifæri til að stökkva inn í framtíðina og ætlar sér að nýta nýfengna þekkingu. Þeir vilja halda í veruleika jafnvægis, minni streitu og valdeflingar í lífi barna og ungmenna. Vegurinn er greiður, en áframhaldandi för ræðst samt af góðum stuðningi við tæknimenntun kennara og fjármagni sem gerir þeim kleift að hrinda verkum í framkvæmd. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun