Allt klárt fyrir tímamótageimskot Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2020 10:45 Crew Dragon á skotpalli í Flórída. Vísir/SpaceX Allt virðist klárt fyrir fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í tæpan áratug. Stefnt er á að skjóta Crew Dragon geimfari SpaceX á loft á morgun og á að nota Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins til að koma geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Veðrið gæti þó sett strik í reikninginn. Geimfararnir Bob Behnken og Dough Hurley munu verða sendir til geimstöðvarinnar en verkefnið ber heitið Demo-2 og er síðasti liðurinn í því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, heimili SpaceX að senda fleiri geimfara til geimstöðvarinnar. NASA segir að nýtt skeið mannaðra geimferða sé að hefjast. Demo-1 var þegar Crew Dragon var skotið til geimstöðvarinnar í mars í fyrra. Þá var enginn um borð nema gínan Ripley. Áætlað er að Behnken og Hurley verji einum til fjórum mánuðum um borð í geimstöðinni og veltur það á því hve vel geimskotið heppnast og hve fljótt hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Það geimskot ber heitið Crew-1. Bob Behnken og Dough Hurley í geimbúningum SpaceX.Vísir/SpaceX Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf níu annað kvöld, að íslenskum tíma. Gangi geimskotið ekki eftir stendur til að gera aðra tilraun á laugardagskvöldið og þá þriðju á sunnudagskvöldið. Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu. Meðal annars á Vísi. Eins og staðan er núna er í dag áætla sérfræðingar að 40 prósent líkur séu á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið á morgun. Umrætt geimskot er merkilegt fyrir nokkrar sakir en ein af þeim er að fer fram á Launch Complex 39A í Flórída. Það er sami staður og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Falcon 9 and Crew Dragon will lift off from Launch Complex 39A the same place Saturn V launched humanity to the Moon and from where the first and final Space Shuttle missions lifted off pic.twitter.com/wOSsbCRqi7— SpaceX (@SpaceX) May 25, 2020 Í gær var gerð tilraun með hreyfil eldflaugarinnar og um helgina voru gerðar æfingar fyrir geimskotið á morgun og í gærkvöldi var gefið grænt ljós á geimskotið. Nú er bara að bíða og vonast eftir því að veðrið komi ekki í veg fyrir geimskotið. „Öll teymin eru klár og við höldum áfram að markmiði okkar. Nú er það eina sem okkur vantar að læra að stjórna veðrinu,“ sagði Kathy Lueders frá NASA á blaðamannafundi í gær. Notkun Crew Dragon er fyrsti liðurinn í þeirri áætlun Bandaríkjanna að senda geimfara til Mars árið 2024. Nota á tunglið sem skotpall til mars og lengra út í sólkerfið. Á leiðinni til geimstöðvarinnar munu þeir Behnken og Hurley ná tæplega 30 þúsund kílómetra hraða. Þá munu þeir verja 19 klukkustundum í að ná til geimstöðvarinnar en hluta þess tíma verður varið til að kanna getu og virkni Crew Dragon. Um sólarhring eftir geimskotið sjálft munu þeir fara um borð og hitta fyrir þá þrjá geimfara sem eru þar nú þegar. Crew Dragon er hannað til að tengjast geimstöðinni sjálfkrafa en Behnken og Hurley munu fylgjast náið með og grípa inn í ef þeir þurfa. Þegar verkefninu lýkur munu geimfararnir fara aftur um borð og falla til jarðar. Áætlað er að þeir lendi í hafinu undan ströndum Flórída. SpaceX has completed nearly 100 tests and flights of its Dragon parachute systems for cargo missions and in development of the upgraded Mark 3 design one of the safest, most reliable parachute systems in the world for human spaceflight pic.twitter.com/WB8zm9ohBC— SpaceX (@SpaceX) May 22, 2020 Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Allt virðist klárt fyrir fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í tæpan áratug. Stefnt er á að skjóta Crew Dragon geimfari SpaceX á loft á morgun og á að nota Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins til að koma geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Veðrið gæti þó sett strik í reikninginn. Geimfararnir Bob Behnken og Dough Hurley munu verða sendir til geimstöðvarinnar en verkefnið ber heitið Demo-2 og er síðasti liðurinn í því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, heimili SpaceX að senda fleiri geimfara til geimstöðvarinnar. NASA segir að nýtt skeið mannaðra geimferða sé að hefjast. Demo-1 var þegar Crew Dragon var skotið til geimstöðvarinnar í mars í fyrra. Þá var enginn um borð nema gínan Ripley. Áætlað er að Behnken og Hurley verji einum til fjórum mánuðum um borð í geimstöðinni og veltur það á því hve vel geimskotið heppnast og hve fljótt hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Það geimskot ber heitið Crew-1. Bob Behnken og Dough Hurley í geimbúningum SpaceX.Vísir/SpaceX Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf níu annað kvöld, að íslenskum tíma. Gangi geimskotið ekki eftir stendur til að gera aðra tilraun á laugardagskvöldið og þá þriðju á sunnudagskvöldið. Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu. Meðal annars á Vísi. Eins og staðan er núna er í dag áætla sérfræðingar að 40 prósent líkur séu á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið á morgun. Umrætt geimskot er merkilegt fyrir nokkrar sakir en ein af þeim er að fer fram á Launch Complex 39A í Flórída. Það er sami staður og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Falcon 9 and Crew Dragon will lift off from Launch Complex 39A the same place Saturn V launched humanity to the Moon and from where the first and final Space Shuttle missions lifted off pic.twitter.com/wOSsbCRqi7— SpaceX (@SpaceX) May 25, 2020 Í gær var gerð tilraun með hreyfil eldflaugarinnar og um helgina voru gerðar æfingar fyrir geimskotið á morgun og í gærkvöldi var gefið grænt ljós á geimskotið. Nú er bara að bíða og vonast eftir því að veðrið komi ekki í veg fyrir geimskotið. „Öll teymin eru klár og við höldum áfram að markmiði okkar. Nú er það eina sem okkur vantar að læra að stjórna veðrinu,“ sagði Kathy Lueders frá NASA á blaðamannafundi í gær. Notkun Crew Dragon er fyrsti liðurinn í þeirri áætlun Bandaríkjanna að senda geimfara til Mars árið 2024. Nota á tunglið sem skotpall til mars og lengra út í sólkerfið. Á leiðinni til geimstöðvarinnar munu þeir Behnken og Hurley ná tæplega 30 þúsund kílómetra hraða. Þá munu þeir verja 19 klukkustundum í að ná til geimstöðvarinnar en hluta þess tíma verður varið til að kanna getu og virkni Crew Dragon. Um sólarhring eftir geimskotið sjálft munu þeir fara um borð og hitta fyrir þá þrjá geimfara sem eru þar nú þegar. Crew Dragon er hannað til að tengjast geimstöðinni sjálfkrafa en Behnken og Hurley munu fylgjast náið með og grípa inn í ef þeir þurfa. Þegar verkefninu lýkur munu geimfararnir fara aftur um borð og falla til jarðar. Áætlað er að þeir lendi í hafinu undan ströndum Flórída. SpaceX has completed nearly 100 tests and flights of its Dragon parachute systems for cargo missions and in development of the upgraded Mark 3 design one of the safest, most reliable parachute systems in the world for human spaceflight pic.twitter.com/WB8zm9ohBC— SpaceX (@SpaceX) May 22, 2020
Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira