Allt klárt fyrir tímamótageimskot Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2020 10:45 Crew Dragon á skotpalli í Flórída. Vísir/SpaceX Allt virðist klárt fyrir fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í tæpan áratug. Stefnt er á að skjóta Crew Dragon geimfari SpaceX á loft á morgun og á að nota Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins til að koma geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Veðrið gæti þó sett strik í reikninginn. Geimfararnir Bob Behnken og Dough Hurley munu verða sendir til geimstöðvarinnar en verkefnið ber heitið Demo-2 og er síðasti liðurinn í því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, heimili SpaceX að senda fleiri geimfara til geimstöðvarinnar. NASA segir að nýtt skeið mannaðra geimferða sé að hefjast. Demo-1 var þegar Crew Dragon var skotið til geimstöðvarinnar í mars í fyrra. Þá var enginn um borð nema gínan Ripley. Áætlað er að Behnken og Hurley verji einum til fjórum mánuðum um borð í geimstöðinni og veltur það á því hve vel geimskotið heppnast og hve fljótt hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Það geimskot ber heitið Crew-1. Bob Behnken og Dough Hurley í geimbúningum SpaceX.Vísir/SpaceX Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf níu annað kvöld, að íslenskum tíma. Gangi geimskotið ekki eftir stendur til að gera aðra tilraun á laugardagskvöldið og þá þriðju á sunnudagskvöldið. Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu. Meðal annars á Vísi. Eins og staðan er núna er í dag áætla sérfræðingar að 40 prósent líkur séu á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið á morgun. Umrætt geimskot er merkilegt fyrir nokkrar sakir en ein af þeim er að fer fram á Launch Complex 39A í Flórída. Það er sami staður og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Falcon 9 and Crew Dragon will lift off from Launch Complex 39A the same place Saturn V launched humanity to the Moon and from where the first and final Space Shuttle missions lifted off pic.twitter.com/wOSsbCRqi7— SpaceX (@SpaceX) May 25, 2020 Í gær var gerð tilraun með hreyfil eldflaugarinnar og um helgina voru gerðar æfingar fyrir geimskotið á morgun og í gærkvöldi var gefið grænt ljós á geimskotið. Nú er bara að bíða og vonast eftir því að veðrið komi ekki í veg fyrir geimskotið. „Öll teymin eru klár og við höldum áfram að markmiði okkar. Nú er það eina sem okkur vantar að læra að stjórna veðrinu,“ sagði Kathy Lueders frá NASA á blaðamannafundi í gær. Notkun Crew Dragon er fyrsti liðurinn í þeirri áætlun Bandaríkjanna að senda geimfara til Mars árið 2024. Nota á tunglið sem skotpall til mars og lengra út í sólkerfið. Á leiðinni til geimstöðvarinnar munu þeir Behnken og Hurley ná tæplega 30 þúsund kílómetra hraða. Þá munu þeir verja 19 klukkustundum í að ná til geimstöðvarinnar en hluta þess tíma verður varið til að kanna getu og virkni Crew Dragon. Um sólarhring eftir geimskotið sjálft munu þeir fara um borð og hitta fyrir þá þrjá geimfara sem eru þar nú þegar. Crew Dragon er hannað til að tengjast geimstöðinni sjálfkrafa en Behnken og Hurley munu fylgjast náið með og grípa inn í ef þeir þurfa. Þegar verkefninu lýkur munu geimfararnir fara aftur um borð og falla til jarðar. Áætlað er að þeir lendi í hafinu undan ströndum Flórída. SpaceX has completed nearly 100 tests and flights of its Dragon parachute systems for cargo missions and in development of the upgraded Mark 3 design one of the safest, most reliable parachute systems in the world for human spaceflight pic.twitter.com/WB8zm9ohBC— SpaceX (@SpaceX) May 22, 2020 Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Allt virðist klárt fyrir fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í tæpan áratug. Stefnt er á að skjóta Crew Dragon geimfari SpaceX á loft á morgun og á að nota Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins til að koma geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Veðrið gæti þó sett strik í reikninginn. Geimfararnir Bob Behnken og Dough Hurley munu verða sendir til geimstöðvarinnar en verkefnið ber heitið Demo-2 og er síðasti liðurinn í því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, heimili SpaceX að senda fleiri geimfara til geimstöðvarinnar. NASA segir að nýtt skeið mannaðra geimferða sé að hefjast. Demo-1 var þegar Crew Dragon var skotið til geimstöðvarinnar í mars í fyrra. Þá var enginn um borð nema gínan Ripley. Áætlað er að Behnken og Hurley verji einum til fjórum mánuðum um borð í geimstöðinni og veltur það á því hve vel geimskotið heppnast og hve fljótt hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Það geimskot ber heitið Crew-1. Bob Behnken og Dough Hurley í geimbúningum SpaceX.Vísir/SpaceX Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf níu annað kvöld, að íslenskum tíma. Gangi geimskotið ekki eftir stendur til að gera aðra tilraun á laugardagskvöldið og þá þriðju á sunnudagskvöldið. Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu. Meðal annars á Vísi. Eins og staðan er núna er í dag áætla sérfræðingar að 40 prósent líkur séu á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið á morgun. Umrætt geimskot er merkilegt fyrir nokkrar sakir en ein af þeim er að fer fram á Launch Complex 39A í Flórída. Það er sami staður og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Falcon 9 and Crew Dragon will lift off from Launch Complex 39A the same place Saturn V launched humanity to the Moon and from where the first and final Space Shuttle missions lifted off pic.twitter.com/wOSsbCRqi7— SpaceX (@SpaceX) May 25, 2020 Í gær var gerð tilraun með hreyfil eldflaugarinnar og um helgina voru gerðar æfingar fyrir geimskotið á morgun og í gærkvöldi var gefið grænt ljós á geimskotið. Nú er bara að bíða og vonast eftir því að veðrið komi ekki í veg fyrir geimskotið. „Öll teymin eru klár og við höldum áfram að markmiði okkar. Nú er það eina sem okkur vantar að læra að stjórna veðrinu,“ sagði Kathy Lueders frá NASA á blaðamannafundi í gær. Notkun Crew Dragon er fyrsti liðurinn í þeirri áætlun Bandaríkjanna að senda geimfara til Mars árið 2024. Nota á tunglið sem skotpall til mars og lengra út í sólkerfið. Á leiðinni til geimstöðvarinnar munu þeir Behnken og Hurley ná tæplega 30 þúsund kílómetra hraða. Þá munu þeir verja 19 klukkustundum í að ná til geimstöðvarinnar en hluta þess tíma verður varið til að kanna getu og virkni Crew Dragon. Um sólarhring eftir geimskotið sjálft munu þeir fara um borð og hitta fyrir þá þrjá geimfara sem eru þar nú þegar. Crew Dragon er hannað til að tengjast geimstöðinni sjálfkrafa en Behnken og Hurley munu fylgjast náið með og grípa inn í ef þeir þurfa. Þegar verkefninu lýkur munu geimfararnir fara aftur um borð og falla til jarðar. Áætlað er að þeir lendi í hafinu undan ströndum Flórída. SpaceX has completed nearly 100 tests and flights of its Dragon parachute systems for cargo missions and in development of the upgraded Mark 3 design one of the safest, most reliable parachute systems in the world for human spaceflight pic.twitter.com/WB8zm9ohBC— SpaceX (@SpaceX) May 22, 2020
Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent