Ásökunum um „siðspillt“ líferni rignir yfir fyrirsætu sem lést í flugslysi Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. maí 2020 08:54 Zara Abid var farsæl fyrirsæta, sem pakistanskur tískuheimur minnist með hlýju. Instagram Pakistönsk fyrirsæta, sem talin er hafa farist í flugslysi í Pakistan í síðustu viku, sætir nú eftir andlátið miklu aðkasti á samfélagsmiðlum. Reikningum hennar á hinum ýmsum miðlum hefur verið lokað eftir að nettröll úr íhaldssömu samfélagi pakistanskra múslima létu rigna yfir hana ásökunum um að hafa lifað „siðspilltu“ lífi. Fyrirsætan hét Zara Abid og var 28 ára. Samkvæmt farþegaskrá og frásögnum vina hennar var hún um borð í farþegaþotu flugfélagsins Pakistan International Airlines sem hrapaði í pakistönsku borginni Karachi á föstudag. Alls voru 99 um borð og fórust allir, utan tvo menn sem verið hafa til frásagnar um slysið. Fyrstu fregnir hermdu að Abid hefði komist lífs af úr slysinu. Bróðir hennar sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þrábað netverja að hætta að dreifa „falsfréttum“ af slysinu. Abid átti að baki afar farsælan feril sem fyrirsæta í heimalandi sínu og starfaði fyrir nokkur stærstu fatamerki Pakistan á meðan hún lifði. Þá var hún valin „besta kvenfyrirsætan“ á hinni pakistönsku Hum Style-verðlaunahátíð í janúar síðastliðnum. Þegar fréttir tóku að berast af því að Abid hefði verið um borð í flugvélinni sem hrapaði á föstudag birtu íhaldssamir öfgamenn athugasemdir í hundruðatali við færslur hennar á samfélagsmiðlum. Þeir drógu trúrækni Abid, sem var íslamstrúar, í efa og sökuðu hana um að hafa lifað „siðspilltu“ lífi. Athugasemdirnar voru einkum skrifaðar við myndir af Abid klæddri í fatnað sem telst efnislítill í Pakistan. Umrædd nettröll endurbirtu jafnframt slíkar myndir á samfélagsmiðlum og fordæmdu „siðlausa“ hegðun Abid. you on the other hand have done an excellent job of showing your brain part to all of us https://t.co/uiE41uhqHg— Mira Sethi (@sethimirajee) May 23, 2020 Konur eiga víða erfitt uppdráttar í Pakistan, í það minnsta þeim hluta samfélagsins sem fylgir íhaldssömustu gildum íslamstrúar. Þar er lögð áhersla á að konur hylji sig og hafi sig lítið frammi. Abid lifði þó og hrærðist í frjálslegra samfélagi fyrirsæta, hönnuða og leikara, sem mörg hver minntust hennar með hlýju og söknuði á samfélagsmiðlum. Pakistan Tengdar fréttir Lifði af flugslysið í Pakistan: „Ég heyrði bara öskrin“ Annar þeirra tveggja sem komst lífs af úr flugslysi í pakistönsku borginni Karachi í gær segist aðeins hafa séð eld eftir að vélin brotlendi. 23. maí 2020 22:32 97 létust í flugslysinu Í það minnsta 97 létust þegar pakistönsk farþegaþota brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Karachi í gær. Flugriti vélarinnar er fundinn og munu flugmálayfirvöld rannsaka slysið. 23. maí 2020 17:38 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Pakistönsk fyrirsæta, sem talin er hafa farist í flugslysi í Pakistan í síðustu viku, sætir nú eftir andlátið miklu aðkasti á samfélagsmiðlum. Reikningum hennar á hinum ýmsum miðlum hefur verið lokað eftir að nettröll úr íhaldssömu samfélagi pakistanskra múslima létu rigna yfir hana ásökunum um að hafa lifað „siðspilltu“ lífi. Fyrirsætan hét Zara Abid og var 28 ára. Samkvæmt farþegaskrá og frásögnum vina hennar var hún um borð í farþegaþotu flugfélagsins Pakistan International Airlines sem hrapaði í pakistönsku borginni Karachi á föstudag. Alls voru 99 um borð og fórust allir, utan tvo menn sem verið hafa til frásagnar um slysið. Fyrstu fregnir hermdu að Abid hefði komist lífs af úr slysinu. Bróðir hennar sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þrábað netverja að hætta að dreifa „falsfréttum“ af slysinu. Abid átti að baki afar farsælan feril sem fyrirsæta í heimalandi sínu og starfaði fyrir nokkur stærstu fatamerki Pakistan á meðan hún lifði. Þá var hún valin „besta kvenfyrirsætan“ á hinni pakistönsku Hum Style-verðlaunahátíð í janúar síðastliðnum. Þegar fréttir tóku að berast af því að Abid hefði verið um borð í flugvélinni sem hrapaði á föstudag birtu íhaldssamir öfgamenn athugasemdir í hundruðatali við færslur hennar á samfélagsmiðlum. Þeir drógu trúrækni Abid, sem var íslamstrúar, í efa og sökuðu hana um að hafa lifað „siðspilltu“ lífi. Athugasemdirnar voru einkum skrifaðar við myndir af Abid klæddri í fatnað sem telst efnislítill í Pakistan. Umrædd nettröll endurbirtu jafnframt slíkar myndir á samfélagsmiðlum og fordæmdu „siðlausa“ hegðun Abid. you on the other hand have done an excellent job of showing your brain part to all of us https://t.co/uiE41uhqHg— Mira Sethi (@sethimirajee) May 23, 2020 Konur eiga víða erfitt uppdráttar í Pakistan, í það minnsta þeim hluta samfélagsins sem fylgir íhaldssömustu gildum íslamstrúar. Þar er lögð áhersla á að konur hylji sig og hafi sig lítið frammi. Abid lifði þó og hrærðist í frjálslegra samfélagi fyrirsæta, hönnuða og leikara, sem mörg hver minntust hennar með hlýju og söknuði á samfélagsmiðlum.
Pakistan Tengdar fréttir Lifði af flugslysið í Pakistan: „Ég heyrði bara öskrin“ Annar þeirra tveggja sem komst lífs af úr flugslysi í pakistönsku borginni Karachi í gær segist aðeins hafa séð eld eftir að vélin brotlendi. 23. maí 2020 22:32 97 létust í flugslysinu Í það minnsta 97 létust þegar pakistönsk farþegaþota brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Karachi í gær. Flugriti vélarinnar er fundinn og munu flugmálayfirvöld rannsaka slysið. 23. maí 2020 17:38 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Lifði af flugslysið í Pakistan: „Ég heyrði bara öskrin“ Annar þeirra tveggja sem komst lífs af úr flugslysi í pakistönsku borginni Karachi í gær segist aðeins hafa séð eld eftir að vélin brotlendi. 23. maí 2020 22:32
97 létust í flugslysinu Í það minnsta 97 létust þegar pakistönsk farþegaþota brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Karachi í gær. Flugriti vélarinnar er fundinn og munu flugmálayfirvöld rannsaka slysið. 23. maí 2020 17:38