Egypskir læknar kenna stjórnvöldum um dauða félaga sinna Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 16:50 Heilbrigðisstarfsmaður á sjúkrahúsi í Kaíró rýnir í röntgenmynd af lungum. Kórónuveirufaraldurinn er ekki í rénun í Egyptalandi og læknar varar við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álagi. Vísir/EPA Dauði lækna í kórónuveirufaraldrinum er á ábyrgð egypskra heilbrigðisyfirvalda, að sögn þarlendra læknasamtaka. Þau saka yfirvöld um vanrækslu og vara við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álagi. Nítján læknar eru látnir vegna kórónuveirusýkingar og 350 aðrir hafa smitast, að sögn samtaka egypskra lækna. Ástæðuna segja þau skort á hlífðarbúnaði og sjúkrarúmum fyrir sýkt starfsfólk, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðherrann hafnar gagnrýninni og fullyrðir að nægur búnaður sé til staðar, heilbrigðisstarfsfólk hafi fengið bestu meðferð sem kostur var á. Hann þrætir einnig fyrir tölu látinna lækna og segir þá í raun vera ellefu. Hátt í átta hundruð manns hafa látið lífið í Egyptalandi til þessa og um 18.000 smit hafa greinst. Sóttvarnasjúkrahús eru sögð við það að fyllast og að engin merki sé um að faraldurinn sé í rénun. Læknasamtökin gáfu frá sér yfirlýsingu sína eftir að Walid Yehia, 31 árs gamall læknir, lést úr Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Ekki var pláss til að leggja hann inn á sóttvarnaspítala í höfuðborginni Kaíró. „Heilbrigðisráðuneytið hefur skyldu gagnvart læknum sem fórna lífi sínu á framlínunni í að verja öryggi heimalandsins,“ segja samtökin. Yfirvöld verði að veita þeim nauðsynlegan hlífðarbúnað og skjóta læknismeðferð ef þeir veikjast við störf sín. Egyptaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Dauði lækna í kórónuveirufaraldrinum er á ábyrgð egypskra heilbrigðisyfirvalda, að sögn þarlendra læknasamtaka. Þau saka yfirvöld um vanrækslu og vara við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álagi. Nítján læknar eru látnir vegna kórónuveirusýkingar og 350 aðrir hafa smitast, að sögn samtaka egypskra lækna. Ástæðuna segja þau skort á hlífðarbúnaði og sjúkrarúmum fyrir sýkt starfsfólk, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðherrann hafnar gagnrýninni og fullyrðir að nægur búnaður sé til staðar, heilbrigðisstarfsfólk hafi fengið bestu meðferð sem kostur var á. Hann þrætir einnig fyrir tölu látinna lækna og segir þá í raun vera ellefu. Hátt í átta hundruð manns hafa látið lífið í Egyptalandi til þessa og um 18.000 smit hafa greinst. Sóttvarnasjúkrahús eru sögð við það að fyllast og að engin merki sé um að faraldurinn sé í rénun. Læknasamtökin gáfu frá sér yfirlýsingu sína eftir að Walid Yehia, 31 árs gamall læknir, lést úr Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Ekki var pláss til að leggja hann inn á sóttvarnaspítala í höfuðborginni Kaíró. „Heilbrigðisráðuneytið hefur skyldu gagnvart læknum sem fórna lífi sínu á framlínunni í að verja öryggi heimalandsins,“ segja samtökin. Yfirvöld verði að veita þeim nauðsynlegan hlífðarbúnað og skjóta læknismeðferð ef þeir veikjast við störf sín.
Egyptaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira