Mál Elínar og Sigurjóns fara aftur fyrir Hæstarétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2020 18:50 Mál þeirra Elínar Sigfúsdóttur og Sigurjóns Þ. Árnasonar munu fá efnislega meðferð að nýju fyrir Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins varðandi endurupptöku mála þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þetta þýðir að málin munu fá efnislega meðferð að nýju fyrir réttinum að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Sigurjóns. Elín var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti í Ímon-málinu svokallaða. Sigurjón hlaut þriggja og háls árs langan dóm í Ímon-málinu og svo átján mánaða dóm í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Endurupptökunefnd hafði fallist á endurupptökubeiðni Elínar í Ímon-málinu sem og á endurupptökubeiðni Sigurjóns í sama máli og vegna markaðsmisnotkunarmálsins. Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbankans á árunum fyrir hrun. Í endurupptökubeiðnum þeirra var meðal annars vísað til hlutafjáreignar hæstaréttardómaranna Viðars Más Matthíassonar og Eiríks Tómassonar í Landsbankanum fyrir hrun og að þeir hefðu orðið fyrir verulegu tjóni við fall bankans. Báðir dæmdu þeir í málum Sigurjóns og Elínar í Hæstarétti. Í febrúar síðastliðnum komst síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að því að Elín hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar Viðars Más. Hann hafði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því mátti draga óhlutdrægni hans í efa. Þar með hafi íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu og var dæmt til greiðslu bóta. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna hlutafjáreignar Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara. Dómur MDE í máli Elínar hefur mikið fordæmisgildi fyrir sambærilegt mál Sigurjóns bíður sem meðferðar hjá MDE en að sögn Sigurðar, lögmanns hans, hefur málsmeðferðin frestast um þrjá mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. „Ríkislögmaður hafði frest til 17. apríl til að gera athugasemdir við það sem við höfðum haft fram að færa en þá kom Covid í mars og þá var öllu frestað um þrjá mánuði þannig að það bíður ennþá fram til 17. júlí að ríkislögmaður svari. En ég reikna nú með að ríkislögmaður hafi minni áhuga á að svara núna þegar Hæstiréttur er búinn að taka upp málið og vilji þá heldur gera einhverja sátt við Sigurjón, eða ég er að vona það,“ segir Sigurður. Hann segir ekki liggja fyrir hvenær málin fari svo aftur fyrir Hæstarétt. Aðspurður hvort ákvarðanir réttarins um endurupptöku komi á óvart segir hann: „Ég átti nú kannski frekar von á því að fá það endurupptekið en það var á brattann að sækja á vissan hátt vegna þess að það sem Hæstiréttur hafði fjallað um áður og ekki talið skilyrði þá var maður kannski ekkert ofsalega bjartsýnn, ekki þannig, en maður hélt alltaf í vonina og ég er bara mjög ánægður með þessa niðurstöðu í dag.“ Íslenskir bankar Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. 25. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins varðandi endurupptöku mála þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þetta þýðir að málin munu fá efnislega meðferð að nýju fyrir réttinum að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Sigurjóns. Elín var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti í Ímon-málinu svokallaða. Sigurjón hlaut þriggja og háls árs langan dóm í Ímon-málinu og svo átján mánaða dóm í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Endurupptökunefnd hafði fallist á endurupptökubeiðni Elínar í Ímon-málinu sem og á endurupptökubeiðni Sigurjóns í sama máli og vegna markaðsmisnotkunarmálsins. Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbankans á árunum fyrir hrun. Í endurupptökubeiðnum þeirra var meðal annars vísað til hlutafjáreignar hæstaréttardómaranna Viðars Más Matthíassonar og Eiríks Tómassonar í Landsbankanum fyrir hrun og að þeir hefðu orðið fyrir verulegu tjóni við fall bankans. Báðir dæmdu þeir í málum Sigurjóns og Elínar í Hæstarétti. Í febrúar síðastliðnum komst síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að því að Elín hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar Viðars Más. Hann hafði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því mátti draga óhlutdrægni hans í efa. Þar með hafi íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu og var dæmt til greiðslu bóta. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna hlutafjáreignar Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara. Dómur MDE í máli Elínar hefur mikið fordæmisgildi fyrir sambærilegt mál Sigurjóns bíður sem meðferðar hjá MDE en að sögn Sigurðar, lögmanns hans, hefur málsmeðferðin frestast um þrjá mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. „Ríkislögmaður hafði frest til 17. apríl til að gera athugasemdir við það sem við höfðum haft fram að færa en þá kom Covid í mars og þá var öllu frestað um þrjá mánuði þannig að það bíður ennþá fram til 17. júlí að ríkislögmaður svari. En ég reikna nú með að ríkislögmaður hafi minni áhuga á að svara núna þegar Hæstiréttur er búinn að taka upp málið og vilji þá heldur gera einhverja sátt við Sigurjón, eða ég er að vona það,“ segir Sigurður. Hann segir ekki liggja fyrir hvenær málin fari svo aftur fyrir Hæstarétt. Aðspurður hvort ákvarðanir réttarins um endurupptöku komi á óvart segir hann: „Ég átti nú kannski frekar von á því að fá það endurupptekið en það var á brattann að sækja á vissan hátt vegna þess að það sem Hæstiréttur hafði fjallað um áður og ekki talið skilyrði þá var maður kannski ekkert ofsalega bjartsýnn, ekki þannig, en maður hélt alltaf í vonina og ég er bara mjög ánægður með þessa niðurstöðu í dag.“
Íslenskir bankar Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. 25. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45
Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. 25. febrúar 2020 19:15