Brynjar telur andskota kvótakerfisins vart með öllum mjalla Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2020 11:08 Brynjar telur uppnámið sem risið hefur vegna Samherjamálsins og svo seinna þess gjörnings þegar afkomendur Samherjamanna fengu fyrirtækið í fangið ekki til fagnaðar. visir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kvótakerfið að umfjöllunarefni í grein sem hann birtir á Vísi. Hann telur þá reiði og heift sem hann merkir vegna Samherjamálsins og svo þess þegar Samherjabörn fengu fyrirtækið í fangið, ekki til fagnaðar. Að pissa í skóinn sinn „Iðulega þegar heiftin og reiðin ræður för grauta menn saman ólíkum hlutum, ekki síst stjórnmálamenn á vinstri vængnum,“ segir Brynjar og gagnrýnir harðlega hugmyndir sem settar hafa verið fram, svo sem aukna skattlagningu á útgerðina. „Margir halda að hagsmunir þjóðarinnar felist í því að skattleggja útveginn meira með hærri veiðigjöldum að því að þjóðin fái ekki nægan arð af auðlindinni. Nú er það samt svo að arðgreiðslur úr greininni er minni en í öðrum atvinnugreinum. Það myndi að sjálfsögðu drepa mörg útgerðarfyrirtæki og hafa veruleg neikvæð áhrif á byggðirnar, auk þess að veikja samkeppnishæfni greinarinnar. Það væri eins og að pissa í skóinn sinn.“ Enn fráleitari þykir Brynjari hugmyndir sem til að mynda Viðreisn hefur talað fyrir og ganga út á að innkalla allar veiðiheimildir og selja síðan hæstbjóðanda. „Mjög merkilegt þegar stjórnmálamenn, sem búa til kerfi þar sem veiðiheimildir ganga kaupum og sölu, halda að það sé rétt og eðlilegt að afturkalla þær bótalaust í einum grænum af útgerðum sem hafa skuldsett sig upp á milljarða til að kaupa kvóta, og ætla svo að selja það hæstbjóðanda. Ætla menn að kalla það gjafakvóta áfram? Hvað ætla menn að gera ef svo vildi til að þessi hæstbjóðandi myndi nú hagnast eftir uppboðið svo ég tali nú ekki um að afkomendur hans erfi þann hagnað? Það er eins og menn séu ekki með öllum mjalla.“ Jón Baldvin og þjófnaður um hábjartan dag Brynjar beinir í grein sinni spjótum að ýmsum svo sem fjölmiðlinum Kjarnanum sem hann kallar „skoðanamiðil“ og Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra sem ritaði grein um kvótakerfið sem birtist þar. Brynjar nefnir hann þó ekki á nafn heldur kallar aldinn stjórnmálamann. „Las grein eftir einn slíkan í einum af þessum skoðanamiðlum sem kalla sig fjölmiðla. Þar gagnrýnir hann fyrirkomulag fiskveiðikerfisins og segir að arðinum á þjóðareigninni hafi verið stolið um hábjartan dag í pólitísku skjóli stjórnvalda. Vísar hann til þess að eignarhluti í Samherja færðist eigna barna eigendanna. En þessi aldni og skemmtilegi maður var forystumaður í íslenskri pólitík á níunda áratug síðustu aldar og í ríkisstjórn þegar framsalinu á aflaheimildum var komið á. Skrítið að sami maðurinn tali um þjófnað á auðlindinni um hábjartan dag og varpi ábyrgðinni á aðra.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kvótakerfið að umfjöllunarefni í grein sem hann birtir á Vísi. Hann telur þá reiði og heift sem hann merkir vegna Samherjamálsins og svo þess þegar Samherjabörn fengu fyrirtækið í fangið, ekki til fagnaðar. Að pissa í skóinn sinn „Iðulega þegar heiftin og reiðin ræður för grauta menn saman ólíkum hlutum, ekki síst stjórnmálamenn á vinstri vængnum,“ segir Brynjar og gagnrýnir harðlega hugmyndir sem settar hafa verið fram, svo sem aukna skattlagningu á útgerðina. „Margir halda að hagsmunir þjóðarinnar felist í því að skattleggja útveginn meira með hærri veiðigjöldum að því að þjóðin fái ekki nægan arð af auðlindinni. Nú er það samt svo að arðgreiðslur úr greininni er minni en í öðrum atvinnugreinum. Það myndi að sjálfsögðu drepa mörg útgerðarfyrirtæki og hafa veruleg neikvæð áhrif á byggðirnar, auk þess að veikja samkeppnishæfni greinarinnar. Það væri eins og að pissa í skóinn sinn.“ Enn fráleitari þykir Brynjari hugmyndir sem til að mynda Viðreisn hefur talað fyrir og ganga út á að innkalla allar veiðiheimildir og selja síðan hæstbjóðanda. „Mjög merkilegt þegar stjórnmálamenn, sem búa til kerfi þar sem veiðiheimildir ganga kaupum og sölu, halda að það sé rétt og eðlilegt að afturkalla þær bótalaust í einum grænum af útgerðum sem hafa skuldsett sig upp á milljarða til að kaupa kvóta, og ætla svo að selja það hæstbjóðanda. Ætla menn að kalla það gjafakvóta áfram? Hvað ætla menn að gera ef svo vildi til að þessi hæstbjóðandi myndi nú hagnast eftir uppboðið svo ég tali nú ekki um að afkomendur hans erfi þann hagnað? Það er eins og menn séu ekki með öllum mjalla.“ Jón Baldvin og þjófnaður um hábjartan dag Brynjar beinir í grein sinni spjótum að ýmsum svo sem fjölmiðlinum Kjarnanum sem hann kallar „skoðanamiðil“ og Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra sem ritaði grein um kvótakerfið sem birtist þar. Brynjar nefnir hann þó ekki á nafn heldur kallar aldinn stjórnmálamann. „Las grein eftir einn slíkan í einum af þessum skoðanamiðlum sem kalla sig fjölmiðla. Þar gagnrýnir hann fyrirkomulag fiskveiðikerfisins og segir að arðinum á þjóðareigninni hafi verið stolið um hábjartan dag í pólitísku skjóli stjórnvalda. Vísar hann til þess að eignarhluti í Samherja færðist eigna barna eigendanna. En þessi aldni og skemmtilegi maður var forystumaður í íslenskri pólitík á níunda áratug síðustu aldar og í ríkisstjórn þegar framsalinu á aflaheimildum var komið á. Skrítið að sami maðurinn tali um þjófnað á auðlindinni um hábjartan dag og varpi ábyrgðinni á aðra.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41
Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00