Neyðarlínan krefur borgarfulltrúa um afsökunarbeiðni vegna „grófra og meiðandi ásakana“ Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 17:17 Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í Borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Neyðarlínan krefur Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, um afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar sem hún lét falla í morgunþætti Rásar 2 í morgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingunni segir að Dóra hafi í þættinum kosið að setja fram „grófar en tilhæfulausar ásakanir á hendur starfsfólki Neyðarlínunnar vegna viðbragða Neyðarlínunnar í máli þar sem óskað var eftir aðstoð vegna ölvunarástands. Velti borgarfulltrúinn þar upp hvort viðbrögðin væru lituð af kvenfyrirlitningu og/eða andúð á útlendingum. „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum, enda staðfesti borgarfulltrúinn í viðtalinu að hún hafi ekki leitað upplýsinga um málið áður en hún kaus að setja fram grófar og meiðandi ásakanir í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingunni. Atvikið sem um ræðir laut að aðstoð vegna ölvunarástandi ungra stúlkna. Í yfirlýsingunni segir að beiðni um aðstoð hafi þegar verið komin lögreglu sem hafi sent lögreglubíl á vettvang. Eftir að símtal barst þar sem greint var frá því að viðkomandi andaði ekki hafi tveir sjúkrabílar verið kvaddir á vettvang með forgangsakstri. „Stúlkunum var komið til bjargar átta mínútum eftir að fyrst var beðið um aðstoð og nokkrum mínútum seinna voru þær komnar á bráðadeild Landspítala. Færslur sýna að viðbrögð neyðarliða, lögreglu og sjúkraliða voru í senn fumlaus og hröð. Ásakanir borgarfulltrúa eiga sér því enga stoð,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að Dóra Björt hafi farið fram á að fulltrúi Neyðarlínunnar mætti á nefndarfund og kynnti þar verklag þjónustunnar. Fundurinn var haldinn í dag og var þar farið ítarlega yfir atburðarás í málinu sem um ræðir. „Farið var vandlega yfir atburðarás í því máli sem borgarfulltrúinn hafið kosið að ræða við almenning á Rás 2 í morgun, áður en hún kynnti sér málið. Neyðarlínan fer fram á afsökunarbeiðni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur vegna ósannra og meiðandi ummæla hennar,“ segir í lok yfirlýsingarinnar. Borgarstjórn Lögreglumál Sjúkraflutningar Fjölmiðlar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Neyðarlínan krefur Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, um afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar sem hún lét falla í morgunþætti Rásar 2 í morgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingunni segir að Dóra hafi í þættinum kosið að setja fram „grófar en tilhæfulausar ásakanir á hendur starfsfólki Neyðarlínunnar vegna viðbragða Neyðarlínunnar í máli þar sem óskað var eftir aðstoð vegna ölvunarástands. Velti borgarfulltrúinn þar upp hvort viðbrögðin væru lituð af kvenfyrirlitningu og/eða andúð á útlendingum. „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum, enda staðfesti borgarfulltrúinn í viðtalinu að hún hafi ekki leitað upplýsinga um málið áður en hún kaus að setja fram grófar og meiðandi ásakanir í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingunni. Atvikið sem um ræðir laut að aðstoð vegna ölvunarástandi ungra stúlkna. Í yfirlýsingunni segir að beiðni um aðstoð hafi þegar verið komin lögreglu sem hafi sent lögreglubíl á vettvang. Eftir að símtal barst þar sem greint var frá því að viðkomandi andaði ekki hafi tveir sjúkrabílar verið kvaddir á vettvang með forgangsakstri. „Stúlkunum var komið til bjargar átta mínútum eftir að fyrst var beðið um aðstoð og nokkrum mínútum seinna voru þær komnar á bráðadeild Landspítala. Færslur sýna að viðbrögð neyðarliða, lögreglu og sjúkraliða voru í senn fumlaus og hröð. Ásakanir borgarfulltrúa eiga sér því enga stoð,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að Dóra Björt hafi farið fram á að fulltrúi Neyðarlínunnar mætti á nefndarfund og kynnti þar verklag þjónustunnar. Fundurinn var haldinn í dag og var þar farið ítarlega yfir atburðarás í málinu sem um ræðir. „Farið var vandlega yfir atburðarás í því máli sem borgarfulltrúinn hafið kosið að ræða við almenning á Rás 2 í morgun, áður en hún kynnti sér málið. Neyðarlínan fer fram á afsökunarbeiðni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur vegna ósannra og meiðandi ummæla hennar,“ segir í lok yfirlýsingarinnar.
Borgarstjórn Lögreglumál Sjúkraflutningar Fjölmiðlar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent