Neyðarlínan krefur borgarfulltrúa um afsökunarbeiðni vegna „grófra og meiðandi ásakana“ Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 17:17 Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í Borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Neyðarlínan krefur Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, um afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar sem hún lét falla í morgunþætti Rásar 2 í morgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingunni segir að Dóra hafi í þættinum kosið að setja fram „grófar en tilhæfulausar ásakanir á hendur starfsfólki Neyðarlínunnar vegna viðbragða Neyðarlínunnar í máli þar sem óskað var eftir aðstoð vegna ölvunarástands. Velti borgarfulltrúinn þar upp hvort viðbrögðin væru lituð af kvenfyrirlitningu og/eða andúð á útlendingum. „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum, enda staðfesti borgarfulltrúinn í viðtalinu að hún hafi ekki leitað upplýsinga um málið áður en hún kaus að setja fram grófar og meiðandi ásakanir í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingunni. Atvikið sem um ræðir laut að aðstoð vegna ölvunarástandi ungra stúlkna. Í yfirlýsingunni segir að beiðni um aðstoð hafi þegar verið komin lögreglu sem hafi sent lögreglubíl á vettvang. Eftir að símtal barst þar sem greint var frá því að viðkomandi andaði ekki hafi tveir sjúkrabílar verið kvaddir á vettvang með forgangsakstri. „Stúlkunum var komið til bjargar átta mínútum eftir að fyrst var beðið um aðstoð og nokkrum mínútum seinna voru þær komnar á bráðadeild Landspítala. Færslur sýna að viðbrögð neyðarliða, lögreglu og sjúkraliða voru í senn fumlaus og hröð. Ásakanir borgarfulltrúa eiga sér því enga stoð,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að Dóra Björt hafi farið fram á að fulltrúi Neyðarlínunnar mætti á nefndarfund og kynnti þar verklag þjónustunnar. Fundurinn var haldinn í dag og var þar farið ítarlega yfir atburðarás í málinu sem um ræðir. „Farið var vandlega yfir atburðarás í því máli sem borgarfulltrúinn hafið kosið að ræða við almenning á Rás 2 í morgun, áður en hún kynnti sér málið. Neyðarlínan fer fram á afsökunarbeiðni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur vegna ósannra og meiðandi ummæla hennar,“ segir í lok yfirlýsingarinnar. Borgarstjórn Lögreglumál Sjúkraflutningar Fjölmiðlar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Neyðarlínan krefur Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, um afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar sem hún lét falla í morgunþætti Rásar 2 í morgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingunni segir að Dóra hafi í þættinum kosið að setja fram „grófar en tilhæfulausar ásakanir á hendur starfsfólki Neyðarlínunnar vegna viðbragða Neyðarlínunnar í máli þar sem óskað var eftir aðstoð vegna ölvunarástands. Velti borgarfulltrúinn þar upp hvort viðbrögðin væru lituð af kvenfyrirlitningu og/eða andúð á útlendingum. „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum, enda staðfesti borgarfulltrúinn í viðtalinu að hún hafi ekki leitað upplýsinga um málið áður en hún kaus að setja fram grófar og meiðandi ásakanir í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingunni. Atvikið sem um ræðir laut að aðstoð vegna ölvunarástandi ungra stúlkna. Í yfirlýsingunni segir að beiðni um aðstoð hafi þegar verið komin lögreglu sem hafi sent lögreglubíl á vettvang. Eftir að símtal barst þar sem greint var frá því að viðkomandi andaði ekki hafi tveir sjúkrabílar verið kvaddir á vettvang með forgangsakstri. „Stúlkunum var komið til bjargar átta mínútum eftir að fyrst var beðið um aðstoð og nokkrum mínútum seinna voru þær komnar á bráðadeild Landspítala. Færslur sýna að viðbrögð neyðarliða, lögreglu og sjúkraliða voru í senn fumlaus og hröð. Ásakanir borgarfulltrúa eiga sér því enga stoð,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að Dóra Björt hafi farið fram á að fulltrúi Neyðarlínunnar mætti á nefndarfund og kynnti þar verklag þjónustunnar. Fundurinn var haldinn í dag og var þar farið ítarlega yfir atburðarás í málinu sem um ræðir. „Farið var vandlega yfir atburðarás í því máli sem borgarfulltrúinn hafið kosið að ræða við almenning á Rás 2 í morgun, áður en hún kynnti sér málið. Neyðarlínan fer fram á afsökunarbeiðni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur vegna ósannra og meiðandi ummæla hennar,“ segir í lok yfirlýsingarinnar.
Borgarstjórn Lögreglumál Sjúkraflutningar Fjölmiðlar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira