Neyðarlínan krefur borgarfulltrúa um afsökunarbeiðni vegna „grófra og meiðandi ásakana“ Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 17:17 Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í Borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Neyðarlínan krefur Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, um afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar sem hún lét falla í morgunþætti Rásar 2 í morgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingunni segir að Dóra hafi í þættinum kosið að setja fram „grófar en tilhæfulausar ásakanir á hendur starfsfólki Neyðarlínunnar vegna viðbragða Neyðarlínunnar í máli þar sem óskað var eftir aðstoð vegna ölvunarástands. Velti borgarfulltrúinn þar upp hvort viðbrögðin væru lituð af kvenfyrirlitningu og/eða andúð á útlendingum. „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum, enda staðfesti borgarfulltrúinn í viðtalinu að hún hafi ekki leitað upplýsinga um málið áður en hún kaus að setja fram grófar og meiðandi ásakanir í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingunni. Atvikið sem um ræðir laut að aðstoð vegna ölvunarástandi ungra stúlkna. Í yfirlýsingunni segir að beiðni um aðstoð hafi þegar verið komin lögreglu sem hafi sent lögreglubíl á vettvang. Eftir að símtal barst þar sem greint var frá því að viðkomandi andaði ekki hafi tveir sjúkrabílar verið kvaddir á vettvang með forgangsakstri. „Stúlkunum var komið til bjargar átta mínútum eftir að fyrst var beðið um aðstoð og nokkrum mínútum seinna voru þær komnar á bráðadeild Landspítala. Færslur sýna að viðbrögð neyðarliða, lögreglu og sjúkraliða voru í senn fumlaus og hröð. Ásakanir borgarfulltrúa eiga sér því enga stoð,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að Dóra Björt hafi farið fram á að fulltrúi Neyðarlínunnar mætti á nefndarfund og kynnti þar verklag þjónustunnar. Fundurinn var haldinn í dag og var þar farið ítarlega yfir atburðarás í málinu sem um ræðir. „Farið var vandlega yfir atburðarás í því máli sem borgarfulltrúinn hafið kosið að ræða við almenning á Rás 2 í morgun, áður en hún kynnti sér málið. Neyðarlínan fer fram á afsökunarbeiðni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur vegna ósannra og meiðandi ummæla hennar,“ segir í lok yfirlýsingarinnar. Borgarstjórn Lögreglumál Sjúkraflutningar Fjölmiðlar Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Neyðarlínan krefur Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, um afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar sem hún lét falla í morgunþætti Rásar 2 í morgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingunni segir að Dóra hafi í þættinum kosið að setja fram „grófar en tilhæfulausar ásakanir á hendur starfsfólki Neyðarlínunnar vegna viðbragða Neyðarlínunnar í máli þar sem óskað var eftir aðstoð vegna ölvunarástands. Velti borgarfulltrúinn þar upp hvort viðbrögðin væru lituð af kvenfyrirlitningu og/eða andúð á útlendingum. „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum, enda staðfesti borgarfulltrúinn í viðtalinu að hún hafi ekki leitað upplýsinga um málið áður en hún kaus að setja fram grófar og meiðandi ásakanir í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingunni. Atvikið sem um ræðir laut að aðstoð vegna ölvunarástandi ungra stúlkna. Í yfirlýsingunni segir að beiðni um aðstoð hafi þegar verið komin lögreglu sem hafi sent lögreglubíl á vettvang. Eftir að símtal barst þar sem greint var frá því að viðkomandi andaði ekki hafi tveir sjúkrabílar verið kvaddir á vettvang með forgangsakstri. „Stúlkunum var komið til bjargar átta mínútum eftir að fyrst var beðið um aðstoð og nokkrum mínútum seinna voru þær komnar á bráðadeild Landspítala. Færslur sýna að viðbrögð neyðarliða, lögreglu og sjúkraliða voru í senn fumlaus og hröð. Ásakanir borgarfulltrúa eiga sér því enga stoð,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að Dóra Björt hafi farið fram á að fulltrúi Neyðarlínunnar mætti á nefndarfund og kynnti þar verklag þjónustunnar. Fundurinn var haldinn í dag og var þar farið ítarlega yfir atburðarás í málinu sem um ræðir. „Farið var vandlega yfir atburðarás í því máli sem borgarfulltrúinn hafið kosið að ræða við almenning á Rás 2 í morgun, áður en hún kynnti sér málið. Neyðarlínan fer fram á afsökunarbeiðni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur vegna ósannra og meiðandi ummæla hennar,“ segir í lok yfirlýsingarinnar.
Borgarstjórn Lögreglumál Sjúkraflutningar Fjölmiðlar Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira