Stórfyrirtæki hafa fengið hundruð milljóna króna skattaafslætti vegna nýsköpunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2020 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra segir mikilvægt að halda hátæknifyrirtækjum á landinu. Vísir/Vilhelm Össur, Alvotech, CCP, Advania, Brim og Marel eru meðal þeirra stórfyrirtækja hér á landi sem hafa fengið tugi til hundruði milljóna króna skattafslætti vegna nýsköpunar hér á landi síðustu ár. Ríkistjórnin hefur ákveðið að hækka skattaafsláttinn . Ráðherra nýsköpunarmála segir mikla samkeppni um fyrirtækin, aðgerðirnar séu til þess fallnar að þau haldist hér. Nýsköpunarverkefni sem hafa fengið staðfestingu frá Rannís eiga rétt á skattafrádrætti vegna nýsköpunar. Skattafrádrátturinn hefur numið um 20% af styrkhæfum kostnaði. Þá er einnig hægt að sækja um opinbera styrki til rannsóknar og þróunarverkefna. Í yfirliti Ríkisskattstjóra um þau fyrirtæki sem hafa fengið hæstu skattaafslætti vegna rannsóknar og þróunarverkefna eru fyrirtæki sem hafa notið afar góðs gengis hér á landi og erlendis síðustu ár. Þannig hefur systurfélag Alvogen eða líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech fengið samtals hátt í 300 milljónir króna í skattaafslátt síðustu þrjú ár. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur fengið 240 milljóna króna afslátt á sköttum sínum. CCP og þróunarhluti fyrirtækisins hafa samtals fengið 330 milljónir í afslátt. Útgerðafyrirtækið Brim hefur fengið 86 milljónir. Nox Medical sem framleiðir lækningatæki hefur fengið 200 milljón króna afslátt. Advania 120 milljónir og Marel 60 milljónir. Þá er enn ótalið hvað fyrirtækin hafa á þessum tíma fengið í opinbera styrki. Stjórnvöld hafa kynnt viðamiklar aðgerðir til að efla nýsköpun í landinu og meðal þeirra er að skattaafsláttur stórfyrirtækja í nýsköpun hækkar í 25% og minni aðilar fá 35% skattaafslátt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra nýsköpunarmála segir brýnt að styðja vel við nýsköpun og stórfyrirtæki sem sinna henni. Við viljum að þau séu hér. Staðreyndin er sú að það er mikil samkeppni um þessa starfsemi um allan heim. Stjórnvöld leggja fram ákveðnar aðgerðir til að halda þeim hjá sér og að starfsemi þeirra byggist upp í því landi,“ segir Þórdís Kolbrún. Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. 30. apríl 2020 07:54 Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Össur, Alvotech, CCP, Advania, Brim og Marel eru meðal þeirra stórfyrirtækja hér á landi sem hafa fengið tugi til hundruði milljóna króna skattafslætti vegna nýsköpunar hér á landi síðustu ár. Ríkistjórnin hefur ákveðið að hækka skattaafsláttinn . Ráðherra nýsköpunarmála segir mikla samkeppni um fyrirtækin, aðgerðirnar séu til þess fallnar að þau haldist hér. Nýsköpunarverkefni sem hafa fengið staðfestingu frá Rannís eiga rétt á skattafrádrætti vegna nýsköpunar. Skattafrádrátturinn hefur numið um 20% af styrkhæfum kostnaði. Þá er einnig hægt að sækja um opinbera styrki til rannsóknar og þróunarverkefna. Í yfirliti Ríkisskattstjóra um þau fyrirtæki sem hafa fengið hæstu skattaafslætti vegna rannsóknar og þróunarverkefna eru fyrirtæki sem hafa notið afar góðs gengis hér á landi og erlendis síðustu ár. Þannig hefur systurfélag Alvogen eða líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech fengið samtals hátt í 300 milljónir króna í skattaafslátt síðustu þrjú ár. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur fengið 240 milljóna króna afslátt á sköttum sínum. CCP og þróunarhluti fyrirtækisins hafa samtals fengið 330 milljónir í afslátt. Útgerðafyrirtækið Brim hefur fengið 86 milljónir. Nox Medical sem framleiðir lækningatæki hefur fengið 200 milljón króna afslátt. Advania 120 milljónir og Marel 60 milljónir. Þá er enn ótalið hvað fyrirtækin hafa á þessum tíma fengið í opinbera styrki. Stjórnvöld hafa kynnt viðamiklar aðgerðir til að efla nýsköpun í landinu og meðal þeirra er að skattaafsláttur stórfyrirtækja í nýsköpun hækkar í 25% og minni aðilar fá 35% skattaafslátt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra nýsköpunarmála segir brýnt að styðja vel við nýsköpun og stórfyrirtæki sem sinna henni. Við viljum að þau séu hér. Staðreyndin er sú að það er mikil samkeppni um þessa starfsemi um allan heim. Stjórnvöld leggja fram ákveðnar aðgerðir til að halda þeim hjá sér og að starfsemi þeirra byggist upp í því landi,“ segir Þórdís Kolbrún.
Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. 30. apríl 2020 07:54 Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12
Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. 30. apríl 2020 07:54
Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16