Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Andri Eysteinsson skrifar 31. maí 2020 20:12 Þjóðvarðliðið hefur verið kallað út víða í landinu, þar á meðal í Los Angeles þar sem þessi mynd er tekin. Getty/Mario Tama Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. Eftir að myndband fór í dreifingu af dauða George Floyd sem lést eftir afskipti lögreglumannsins Derek Chauvin hófust mótmæli í borginni Minneapolis sem síðar hafa breiðst út um landið allt og einnig til Evrópu. Mótmælin voru í fyrstu friðsamleg en hafa stigmagnast síðustu daga og og hefur lögregla víða undirbúið sig fyrir miklar óeirðir. Lögregla hefur beitt piparúða, gúmmíkúlum, málningarhylkjum og valdi gegn mótmælendum. Þá hefur þjóðvarðliðið einnig brugðist við mótmælunum og lagt lögreglu lið. Víða hafa mótmælendur gripið til þeirra ráða að brjóta rúður og kveikja elda í verslunum og jafnvel í lögreglustöðvum. Þá hefur birst töluverður fjöldi af myndböndum og tístum sem sýna lögreglu handtaka eða beita valdi sínu með öðrum hætti gegn fjölmiðlum á vettvangi. Þá tísti Bandaríkjaforseti, Donald Trump, um fjölmiðla og þátt þeirra í óeirðunum. Sagði forsetinn að fjölmiðlar reyndu hvað þeir gætu til að kynda undir hatri og stjórnleysi, fjölmiðlarnir flyttu falsfréttir og þar væri virkilega slæmt fólk með andstyggilega stefnu. The Lamestream Media is doing everything within their power to foment hatred and anarchy. As long as everybody understands what they are doing, that they are FAKE NEWS and truly bad people with a sick agenda, we can easily work through them to GREATNESS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2020 Forsetinn hefur þá áður tekið afstöðu með lögreglunni og var framferði hans á Twitter gagnrýnt á dögunum þar sem tíst hans var talið upphefja og hvetja til ofbeldis. Tók samfélagsmiðillinn til þess að loka fyrir það ákveðna tíst forsetans. Hér að neðan má sjá hluta Twitterþráðar þar sem tekin hafa verið saman atvik þar sem lögregla hefur beitt valdi gegn fjölmiðlum í uppþotunum í Bandaríkjunum á síðustu dögum. The other example from last night is a news crew being hit with less lethal rounds from a paintball gun. https://t.co/wap8DRmtyB— Nick Waters (@N_Waters89) May 30, 2020 CBS news crew targeted with less lethal rounds in Minneapolis. Clearly a news crew: you can see the sound boom at the end of the video. https://t.co/z3HFyZvxy5— Nick Waters (@N_Waters89) May 31, 2020 Donald Trump Fjölmiðlar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. Eftir að myndband fór í dreifingu af dauða George Floyd sem lést eftir afskipti lögreglumannsins Derek Chauvin hófust mótmæli í borginni Minneapolis sem síðar hafa breiðst út um landið allt og einnig til Evrópu. Mótmælin voru í fyrstu friðsamleg en hafa stigmagnast síðustu daga og og hefur lögregla víða undirbúið sig fyrir miklar óeirðir. Lögregla hefur beitt piparúða, gúmmíkúlum, málningarhylkjum og valdi gegn mótmælendum. Þá hefur þjóðvarðliðið einnig brugðist við mótmælunum og lagt lögreglu lið. Víða hafa mótmælendur gripið til þeirra ráða að brjóta rúður og kveikja elda í verslunum og jafnvel í lögreglustöðvum. Þá hefur birst töluverður fjöldi af myndböndum og tístum sem sýna lögreglu handtaka eða beita valdi sínu með öðrum hætti gegn fjölmiðlum á vettvangi. Þá tísti Bandaríkjaforseti, Donald Trump, um fjölmiðla og þátt þeirra í óeirðunum. Sagði forsetinn að fjölmiðlar reyndu hvað þeir gætu til að kynda undir hatri og stjórnleysi, fjölmiðlarnir flyttu falsfréttir og þar væri virkilega slæmt fólk með andstyggilega stefnu. The Lamestream Media is doing everything within their power to foment hatred and anarchy. As long as everybody understands what they are doing, that they are FAKE NEWS and truly bad people with a sick agenda, we can easily work through them to GREATNESS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2020 Forsetinn hefur þá áður tekið afstöðu með lögreglunni og var framferði hans á Twitter gagnrýnt á dögunum þar sem tíst hans var talið upphefja og hvetja til ofbeldis. Tók samfélagsmiðillinn til þess að loka fyrir það ákveðna tíst forsetans. Hér að neðan má sjá hluta Twitterþráðar þar sem tekin hafa verið saman atvik þar sem lögregla hefur beitt valdi gegn fjölmiðlum í uppþotunum í Bandaríkjunum á síðustu dögum. The other example from last night is a news crew being hit with less lethal rounds from a paintball gun. https://t.co/wap8DRmtyB— Nick Waters (@N_Waters89) May 30, 2020 CBS news crew targeted with less lethal rounds in Minneapolis. Clearly a news crew: you can see the sound boom at the end of the video. https://t.co/z3HFyZvxy5— Nick Waters (@N_Waters89) May 31, 2020
Donald Trump Fjölmiðlar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49
Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent