Segir landsliðsþjálfara Englands hafa sýnt liðinu óvirðingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2020 16:00 Phil Neville hughreystir hér Ellen White eftir tapið í undanúrslitaleik HM. Getty/Marc Atkins Phil Neville, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins, lét þau orð falla á dögunum að starf hans hjá landsliðinu hafi verið ætlað sem stökkpallur fyrir hann og myndi auka líkur hans á að fá starf hjá félagsliði. Fara Williams, leikjahæsta landsliðskona Englands, hefur gagnrýnt Neville fyrir ummælin en samningur hans við enska knattspyrnusambandið gildir þangað til í júlí á næsta ári eða rétt áður en Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að fara fram. Williams telur að með ummælum sínum sé Neville að sýna liðinu, sem og kvennaknattspyrnu yfir höfuð, óvirðingu. „Staðreyndin að hann segi að hann sé að nota landsliðið okkar sem stökkpall veldur mér miklum vonbrigðum,“ sagði Williams í viðtali við Sky Sports en alls hefur hún leikið 172 leiki fyrir A-landslið Englands. „Þessi ummæli særa mig þó svo að ég sé ekki lengur í landsliðinu þá veit ég hvað það þýðir fyrir stelpurnar að klæðast treyjunni og starfslið liðsins. Svona ummæli eru óþörf og ég tel að þetta sýni leik okkar óvirðingu,“ sagði Williams einnig. „Áætlun mín var alltaf að taka þrjú ár með enska landsliðinu og reyna svo að komast að hjá félagsliði í Englandi, sem er það sem ég hef alltaf viljað gera. Þetta hefur verið frábært og ég hef elskað hverja mínútu af starfi mínu en ég fæ ekki að hitta leikmennina það mikið. Það er það sem þú vilt, þú vilt hafa áhrif á hverjum degi,“ sagði Neville í viðtali við Keys & Gray á beIN Sports í síðustu viku. Kórónufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á starf Neville hjá enska landsliðinu en á þremur árum með liðið hefði hann átt að fara á HM, EM og Ólympíuleika. Búið er að færa EM frá 2021 til 2022 og Ólympíuleikana frá 2020 til 2021. Nú gæti verið að hann nái aðeins einu stórmóti. Mun Neville aðstoða enska knattspyrnusambandið við að finna eftirmann sinn en Jill Ellis, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, og Casey Stone, þjálfari Manchester United, eru taldar líklegastar til að taka við. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Phil Neville að hætta með enska landsliðið Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun að Phil Neville sé hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en gefið verður út á morgun hvort að Neville verði áfram með liðið eða ekki. 22. apríl 2020 17:31 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira
Phil Neville, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins, lét þau orð falla á dögunum að starf hans hjá landsliðinu hafi verið ætlað sem stökkpallur fyrir hann og myndi auka líkur hans á að fá starf hjá félagsliði. Fara Williams, leikjahæsta landsliðskona Englands, hefur gagnrýnt Neville fyrir ummælin en samningur hans við enska knattspyrnusambandið gildir þangað til í júlí á næsta ári eða rétt áður en Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að fara fram. Williams telur að með ummælum sínum sé Neville að sýna liðinu, sem og kvennaknattspyrnu yfir höfuð, óvirðingu. „Staðreyndin að hann segi að hann sé að nota landsliðið okkar sem stökkpall veldur mér miklum vonbrigðum,“ sagði Williams í viðtali við Sky Sports en alls hefur hún leikið 172 leiki fyrir A-landslið Englands. „Þessi ummæli særa mig þó svo að ég sé ekki lengur í landsliðinu þá veit ég hvað það þýðir fyrir stelpurnar að klæðast treyjunni og starfslið liðsins. Svona ummæli eru óþörf og ég tel að þetta sýni leik okkar óvirðingu,“ sagði Williams einnig. „Áætlun mín var alltaf að taka þrjú ár með enska landsliðinu og reyna svo að komast að hjá félagsliði í Englandi, sem er það sem ég hef alltaf viljað gera. Þetta hefur verið frábært og ég hef elskað hverja mínútu af starfi mínu en ég fæ ekki að hitta leikmennina það mikið. Það er það sem þú vilt, þú vilt hafa áhrif á hverjum degi,“ sagði Neville í viðtali við Keys & Gray á beIN Sports í síðustu viku. Kórónufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á starf Neville hjá enska landsliðinu en á þremur árum með liðið hefði hann átt að fara á HM, EM og Ólympíuleika. Búið er að færa EM frá 2021 til 2022 og Ólympíuleikana frá 2020 til 2021. Nú gæti verið að hann nái aðeins einu stórmóti. Mun Neville aðstoða enska knattspyrnusambandið við að finna eftirmann sinn en Jill Ellis, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, og Casey Stone, þjálfari Manchester United, eru taldar líklegastar til að taka við.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Phil Neville að hætta með enska landsliðið Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun að Phil Neville sé hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en gefið verður út á morgun hvort að Neville verði áfram með liðið eða ekki. 22. apríl 2020 17:31 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira
Phil Neville að hætta með enska landsliðið Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun að Phil Neville sé hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en gefið verður út á morgun hvort að Neville verði áfram með liðið eða ekki. 22. apríl 2020 17:31